Takk, Magnús og Fréttablaðið Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2016 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins, Skoðun, þann 1. febrúar sl., skrifar Magnús Guðmundsson lipurlega um áfengisfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Rati frumvarpið í atkvæðagreiðslu segir hann svo um þingmenn: „Hver um sig getur sagt já og sett hagsmuni frjálsrar smávöruverslunar á oddinn eða greitt atkvæði á forsendum lýðheilsu og minni kostnaðar fyrir heilbrigðiskerfið og sagt nei.“ Takk, Magnús, fyrir þessi orð. Í þeim hverfist sannleikur þessa máls. Allar rannsóknir benda til þess sama, að með auknu aðgengi fylgi aukinn áfengisvandi og minni lýðheilsa. Aðgengi er því lykilorð. Rannsóknir þessar hafa haft áhrif á stefnumótun í flestöllum þróuðum ríkjum, þ. á m. á Íslandi. Hvaða stefnu hafa stjórnvöld á Íslandi þá hvað varðar aðgengi að áfengi? Jú, sú stefna er skýr og endurspeglast í þeirri stefnu sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt og birt undir heitinu Stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020. Stefna þessi er auðfundin á veraldarvefnum fyrir þá sem hafa áhuga. Í stefnunni eru sex yfirmarkmið og er það fyrsta eftirtalið: „Að takmarka aðgengi að áfengi og öðrum vímugjöfum.“ Aðgengi er því lykilorð í stefnu Íslands. Aðgengi á að takmarka en ekki auka.Hagsmunir Aukið aðgengi að áfengi og þar með aukin neysla er í mótsögn við bætta lýðheilsu. Verri lýðheilsa mun íþyngja heilbrigðiskerfinu og leiða til aukins kostnaðar fyrir ríkissjóð. Það eru því ekki hagsmunir skattgreiðenda að frumvarpið verði samþykkt. Skattgreiðendum þykir flestum að þeir séu píndir nóg nú þegar. Hverjir græða þá á samþykkt frumvarpsins? Jú, þær verslanir sem ætla sér að selja áfengið, það blasir við. Verði frumvarpið samþykkt verður gríðarleg pressa á að aflétta auglýsingabanni á áfengi. Tekjur af áfengisauglýsingum eru einn stærsti tekjuliður dagblaða erlendis. Því hlýtur það að vera freistandi fyrir fjölmiðla að leggjast á sveif með þeim sem vilja að frumvarpið nái fram að ganga. Það er því þeim mun meiri ástæða til að þakka Magnúsi og Fréttablaðinu fyrir ofangreindan leiðara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins, Skoðun, þann 1. febrúar sl., skrifar Magnús Guðmundsson lipurlega um áfengisfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Rati frumvarpið í atkvæðagreiðslu segir hann svo um þingmenn: „Hver um sig getur sagt já og sett hagsmuni frjálsrar smávöruverslunar á oddinn eða greitt atkvæði á forsendum lýðheilsu og minni kostnaðar fyrir heilbrigðiskerfið og sagt nei.“ Takk, Magnús, fyrir þessi orð. Í þeim hverfist sannleikur þessa máls. Allar rannsóknir benda til þess sama, að með auknu aðgengi fylgi aukinn áfengisvandi og minni lýðheilsa. Aðgengi er því lykilorð. Rannsóknir þessar hafa haft áhrif á stefnumótun í flestöllum þróuðum ríkjum, þ. á m. á Íslandi. Hvaða stefnu hafa stjórnvöld á Íslandi þá hvað varðar aðgengi að áfengi? Jú, sú stefna er skýr og endurspeglast í þeirri stefnu sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt og birt undir heitinu Stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020. Stefna þessi er auðfundin á veraldarvefnum fyrir þá sem hafa áhuga. Í stefnunni eru sex yfirmarkmið og er það fyrsta eftirtalið: „Að takmarka aðgengi að áfengi og öðrum vímugjöfum.“ Aðgengi er því lykilorð í stefnu Íslands. Aðgengi á að takmarka en ekki auka.Hagsmunir Aukið aðgengi að áfengi og þar með aukin neysla er í mótsögn við bætta lýðheilsu. Verri lýðheilsa mun íþyngja heilbrigðiskerfinu og leiða til aukins kostnaðar fyrir ríkissjóð. Það eru því ekki hagsmunir skattgreiðenda að frumvarpið verði samþykkt. Skattgreiðendum þykir flestum að þeir séu píndir nóg nú þegar. Hverjir græða þá á samþykkt frumvarpsins? Jú, þær verslanir sem ætla sér að selja áfengið, það blasir við. Verði frumvarpið samþykkt verður gríðarleg pressa á að aflétta auglýsingabanni á áfengi. Tekjur af áfengisauglýsingum eru einn stærsti tekjuliður dagblaða erlendis. Því hlýtur það að vera freistandi fyrir fjölmiðla að leggjast á sveif með þeim sem vilja að frumvarpið nái fram að ganga. Það er því þeim mun meiri ástæða til að þakka Magnúsi og Fréttablaðinu fyrir ofangreindan leiðara.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun