Engar viðræður um varanlega viðveru Bandaríkjahers á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2016 14:29 Utanríkisráðherra segir engar viðræður hafa farið fram við Bandaríkjamenn um varanlegan liðsafla þeirra hér á landi í framtíðinni. Bandaríski sjóherinn vilji hins vegar gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli svo það geti þjónað nýjustu gerð ratsjárflugvéla hersins. Bandaríski sjóherinn sem lengst af rak herstöðina á Keflavíkurflugvelli hefur af og til undanfarin ár sent hingað P-8 ratsjárflugvélar til að fylgjast með rússneskum kafbátum sem hafa gert sig heimakomna í ríkari mæli á norður Atlantshafi undanfarin misseri. Flugvélarnar eru arftakar fyrri gerðar slíkra flugvéla sem höfðu hér fasta viðveru þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli til aðþað geti þjónustað nýrri tegundir ratsjárflugvéla bandaríska sjóhersins. „Þannig aðþað er ekki neitt annaðíþessu en það. Hins vegar er þetta allt í samræmi við samninga okkar við Bandaríkjamenn um aðþeir geti haft hér viðveru þegar verið er í kafbátaleit eða einhverju slíku. En að sjálfsögðu þarf þá búnaðurinn á flugvellinum að vera íþannig ásigkomulagi að geta sinnt þessum nýrri tækjum og tólum,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra segir það stefnu íslenskra stjórnvalda að bandalagsþjóðir NATO stundi hér loftrýmisgæslu. Það sé eðlilegt að skoða hvort hún þurfi að vera tíðari vegna aukinna umsvifa Rússa á norður Atlantshafi. „Við erum aldrei að tala um það að stöðin í Keflavík verði opnuð aftur í einhverri líkingu við það sem var hér fyrir tíu árum. Það er ekkert í umræðunni. Það má alveg búast við aukinni umferð um völlinn og mögulega lengri viðveru til einhverra vikna eða eitthvað slíkt,“ segir ráðherrann. Það hafi hins vegar ekki komið upp í neinum viðræðum við Bandaríkjamenn að þeir kæmu aftur hingað með fastan liðsafla. Nauðsynlegt sé að halda við byggingum og búnaði á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli vegna starfsemi Bandaríkjamanna og annarra NATO þjóða þar. „Við erum vitanlega með samning við bæði Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjamenn um ákveðinn viðbúnað. Við höfum ákveðnar skyldur og annað. Þetta rúmast allt innan hans og í rauninni eigum við að fagna því Íslendingar ef einhver er tilbúinn að setja fjármuni í að laga og halda við þessum eignum sem eru á Keflavík,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson Alþingi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Utanríkisráðherra segir engar viðræður hafa farið fram við Bandaríkjamenn um varanlegan liðsafla þeirra hér á landi í framtíðinni. Bandaríski sjóherinn vilji hins vegar gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli svo það geti þjónað nýjustu gerð ratsjárflugvéla hersins. Bandaríski sjóherinn sem lengst af rak herstöðina á Keflavíkurflugvelli hefur af og til undanfarin ár sent hingað P-8 ratsjárflugvélar til að fylgjast með rússneskum kafbátum sem hafa gert sig heimakomna í ríkari mæli á norður Atlantshafi undanfarin misseri. Flugvélarnar eru arftakar fyrri gerðar slíkra flugvéla sem höfðu hér fasta viðveru þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli til aðþað geti þjónustað nýrri tegundir ratsjárflugvéla bandaríska sjóhersins. „Þannig aðþað er ekki neitt annaðíþessu en það. Hins vegar er þetta allt í samræmi við samninga okkar við Bandaríkjamenn um aðþeir geti haft hér viðveru þegar verið er í kafbátaleit eða einhverju slíku. En að sjálfsögðu þarf þá búnaðurinn á flugvellinum að vera íþannig ásigkomulagi að geta sinnt þessum nýrri tækjum og tólum,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra segir það stefnu íslenskra stjórnvalda að bandalagsþjóðir NATO stundi hér loftrýmisgæslu. Það sé eðlilegt að skoða hvort hún þurfi að vera tíðari vegna aukinna umsvifa Rússa á norður Atlantshafi. „Við erum aldrei að tala um það að stöðin í Keflavík verði opnuð aftur í einhverri líkingu við það sem var hér fyrir tíu árum. Það er ekkert í umræðunni. Það má alveg búast við aukinni umferð um völlinn og mögulega lengri viðveru til einhverra vikna eða eitthvað slíkt,“ segir ráðherrann. Það hafi hins vegar ekki komið upp í neinum viðræðum við Bandaríkjamenn að þeir kæmu aftur hingað með fastan liðsafla. Nauðsynlegt sé að halda við byggingum og búnaði á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli vegna starfsemi Bandaríkjamanna og annarra NATO þjóða þar. „Við erum vitanlega með samning við bæði Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjamenn um ákveðinn viðbúnað. Við höfum ákveðnar skyldur og annað. Þetta rúmast allt innan hans og í rauninni eigum við að fagna því Íslendingar ef einhver er tilbúinn að setja fjármuni í að laga og halda við þessum eignum sem eru á Keflavík,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson
Alþingi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira