Körfubolti

Körfuboltakvöld: Ómar á plakat í bókstaflegri merkingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Atli Kjartansson og félagar voru í góðum gír í Domino's körfuboltakvöldi í gær.

Ómar Sævarsson og félagar í Grindavík fögnuðu góðum sigri í Keflavík á mánudagskvöldið en miðherji Grindavíkurliðsins fékk þó smá útreið í leiknum.

Bandaríkjamaðurinn Jerome Hill tróð nefnilega tvisvar sinnum yfir hann. Ómar þurfti að svara fyrir þetta í viðtali strax eftir leik.

„Ég hélt ég gæti hoppað ennþá en það er greinilega að svo er ekki. Ekki nóg með það að það hafi verið brotið á honum þá náði ég ekki upp í net þegar hann tróð í grímuna á mér," sagði Ómar Sævarsson í viðtali við Svala Björgvinsson eftir leikinn.

Fannar Ólafsson tók síðan við keflinu þegar skipt var aftur yfir í myndverið og tók upp plakat með mynd af Jeriome Hill að troða yfir í Ómar.

„Það er ekki eitt plakat, heldur eru þau tvö. Ómar minn þú innheimtir þetta hjá mér þegar við hittumst næst," sagði Fannar hlæjandi.

Ómar Sævarsson átti annars fínan leik í Keflavík en hann var með 10 stig, 10 fráköst, 6 stoðsendingar og 2 varin skot í þrettán stiga sigri.

Innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×