Formannskjöri og landsfundi Samfylkingarinnar flýtt fram í júní Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2016 18:41 Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kom saman til fundar í höfuðstöðvum flokksins klukkan fimm í dag til að ákveða hvort bæði landsfundi flokksins og formannskjöri verði flýtt. Málið hefur verið til skoðunar innan flokksins undanfarna viku eftir að hann hefur í um ár mælst með um tíu prósenta fylgi. Áætlað hafði verið að landsfundur færi fram í janúar eða febrúar á næsta ári og formannskjör færi fram í almennri kosningu innan flokksins í aðdraganda hans seinit á þessu ári, en mikill þrýstingur hefur myndast meðal flokksmanna að flýta bæði fundinum og formannskjörinu. Fundi framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar lauk nú fyrir skemmstu. „Niðurstaðan á þessum góða fundi var sú að landsfundi verður flýtt til 4. júní næstkomandi og í aðdraganda hans mun gefast kostur á atkvæðagreiðslu um formann flokksins. Það er leið okkar jafnaðarmanna og lýðræðisins,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árni Páll segir enn fremur að hann hafi ekki gert upp hug sinn hvort hann býður sig fram sem formaður eður eigi. „Ég kem til með að hugsa um það á næstu dögum. Þið munið heyra frá mér bráðlega með það. En í dag höfum við ákveðið að flýta fundinum. Það er gott að formaður og stjórn Samfylkingarinnar hafi skýrt umboð úr allsherjaratkvæðagreiðlsu til að stýra flokknum.“ Árni Páll telur ekki að aðilar í flokknum hafi vegið að sér undanfarna daga. „Svona er landslagið í íslenskri pólitík núna og maður verður að búa við það að það gustar. Fólk í flokknum hefur ekki verið sátt með fylgi flokksins. Aðalatriðið núna er að reyna að stíga upp úr því og leita alvöru svara.“ Alþingi Tengdar fréttir Blandar sér ekki í formannskrísuna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill ekki verða formaður Samfylkingarinnar 5. febrúar 2016 07:00 Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00 Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38 Þingmaður Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og formannskosningu Ólína Þorvarðardóttir segir stöðuna í forystumálum Samfylkingarinnar vera óþolandi fyrir bæði formanninn og flokkinn. 2. febrúar 2016 15:13 Sveigja þarf lög Samfylkingarinnar til að flýta formannskjöri Til að kalla fram almennt formannskjör þurfa 150 flokksmenn Samfylkingarinnar að óska eftir því eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. 4. febrúar 2016 15:59 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kom saman til fundar í höfuðstöðvum flokksins klukkan fimm í dag til að ákveða hvort bæði landsfundi flokksins og formannskjöri verði flýtt. Málið hefur verið til skoðunar innan flokksins undanfarna viku eftir að hann hefur í um ár mælst með um tíu prósenta fylgi. Áætlað hafði verið að landsfundur færi fram í janúar eða febrúar á næsta ári og formannskjör færi fram í almennri kosningu innan flokksins í aðdraganda hans seinit á þessu ári, en mikill þrýstingur hefur myndast meðal flokksmanna að flýta bæði fundinum og formannskjörinu. Fundi framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar lauk nú fyrir skemmstu. „Niðurstaðan á þessum góða fundi var sú að landsfundi verður flýtt til 4. júní næstkomandi og í aðdraganda hans mun gefast kostur á atkvæðagreiðslu um formann flokksins. Það er leið okkar jafnaðarmanna og lýðræðisins,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árni Páll segir enn fremur að hann hafi ekki gert upp hug sinn hvort hann býður sig fram sem formaður eður eigi. „Ég kem til með að hugsa um það á næstu dögum. Þið munið heyra frá mér bráðlega með það. En í dag höfum við ákveðið að flýta fundinum. Það er gott að formaður og stjórn Samfylkingarinnar hafi skýrt umboð úr allsherjaratkvæðagreiðlsu til að stýra flokknum.“ Árni Páll telur ekki að aðilar í flokknum hafi vegið að sér undanfarna daga. „Svona er landslagið í íslenskri pólitík núna og maður verður að búa við það að það gustar. Fólk í flokknum hefur ekki verið sátt með fylgi flokksins. Aðalatriðið núna er að reyna að stíga upp úr því og leita alvöru svara.“
Alþingi Tengdar fréttir Blandar sér ekki í formannskrísuna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill ekki verða formaður Samfylkingarinnar 5. febrúar 2016 07:00 Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00 Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38 Þingmaður Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og formannskosningu Ólína Þorvarðardóttir segir stöðuna í forystumálum Samfylkingarinnar vera óþolandi fyrir bæði formanninn og flokkinn. 2. febrúar 2016 15:13 Sveigja þarf lög Samfylkingarinnar til að flýta formannskjöri Til að kalla fram almennt formannskjör þurfa 150 flokksmenn Samfylkingarinnar að óska eftir því eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. 4. febrúar 2016 15:59 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Blandar sér ekki í formannskrísuna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill ekki verða formaður Samfylkingarinnar 5. febrúar 2016 07:00
Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00
Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38
Þingmaður Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og formannskosningu Ólína Þorvarðardóttir segir stöðuna í forystumálum Samfylkingarinnar vera óþolandi fyrir bæði formanninn og flokkinn. 2. febrúar 2016 15:13
Sveigja þarf lög Samfylkingarinnar til að flýta formannskjöri Til að kalla fram almennt formannskjör þurfa 150 flokksmenn Samfylkingarinnar að óska eftir því eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. 4. febrúar 2016 15:59
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?