Körfubolti

Fannar skammar: Gúmmílappir, glötuð fimma og Falur hamraður í grillið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru sérfræðingar Dominos-Körfuboltakvölds á þriðjudaginn þegar 17. umferðin í Dominos-deild karla var gerð upp.

Það þýddi bara eitt: Fannar Skammar var á dagskrá. Þar voru tekin fyrir skrautlegustu mistökin úr 16. og 17. umferð deildarinnar og fékk Fannar að skamma menn og skemmta sér yfir þeim á sinn einstaka hátt.

„Þetta heita gúmmílappir,“ sagði Fannar um misheppanað tilraun Ragnars Bragasonar, leikmanns Þórs, til að troða og hló dátt.

Fannar og Jón Halldór gerðu svo stólpagrín að frekar aumri tilraun Keflvíkinganna Vals Orra Valssonar og Andrésar Kristleifssonar til að gefa hvor öðrum spaðafimmu.

Að lokum sagði Fannar svo skemmtilega sögu frá dögum sínum í Keflavík þegar hann var svo gíraður að hann sló goðsögnina Fal Harðarson í andlitið.

Innslagið allt úr Dominos-Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×