Erlent

Segja ISIS nota börn í hernaði sem aldrei fyrr

Samúel Karl Ólason skrifar
Úr áróðursmyndbandi ISIS.
Úr áróðursmyndbandi ISIS.
Fjöldi þeirra barna sem hafa látið lífið í bardögum fyrir Íslamska ríkið hefur farið hækkandi undanfarið árið. Samtökin þjálfa og nota börn í mun meira mæli en áður, en stærstur hluti þeirra sem dóu voru notuð til sjálfsmorðsárása.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar Combating Terrorism Center hjá West Point.

Rannsakendur fóru yfir áróður ISIS og komust að því að minnst 89 börn á aldrinum átta til átján ára hafi fallið í átökum. Líklega sé raunverulega talan mun hærri. Notkun barna í hernaði hefur einnig færst í aukarnar hjá Talibönum í Pakistan og Afganistan sem og í Jemen.

Einn af yngstu drengjunum sem notaðir voru til sjálfsmorðsárása var á aldrinum átta til tólf ára. Hann lét lífið nærri Aleppo í síðasta mánuði. ISIS birtu í kjölfarið mynd af honum þar sem hann var að kveðja föður sinn.

Það sem vakti furðu rannsakenda var að ISIS virðast nota börn með fullorðnum í bardögum. Þau væru ekki sérstaklega notuð. Þá vekur rannsóknin um spurningar hvað taki við hjá þessum börnum ef og þegar Sýrland og Írak hafa verið frelsuð undan oki ISIS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×