Segir umhverfisráðherra fara með rangt mál Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2016 12:32 Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags undrast fullyrðingar umhverfisráðherra um að Landstólpi eigi að bera kostnað af niðurrifi og uppbyggingu á gömlum hafnargarði á lóð félagsins á Hafnartorgi. Ekki komi til greina að fyrirtækið taki þennan kostnað á sig. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra svaraði í gær skriflegri fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur þingmanns Samfylkingarinnar um kostnað ríkisins við að færa hafnargarð fráárinu 1928 á lóðinni á Hafnartorgi, geymslu steinanna og síðan við að færa hann aftur á upprunalegan stað. Í svari ráðherra segir að samkvæmt samkomulagi Minjastofnunar Íslands og Landstólpa þróunarfélags fráþvíí nóvember sé Landstólpa veitt heimild til að taka niður tímabundið hafnargarða á lóð Austurbakka í Reykjavík og endurhlaða þá samkvæmt skilyrðum sem tilgreind séu í samkomulaginu. Samkomulagið gerir ráð fyrir að framkvæmdaraðilinn annist þessar framkvæmdir og ber hann því einnig þann kostnað sem þær hafi í för með sér. Minjastofnun Íslands muni hins vegar bera launakostnað vegna eftirlits stofnunarinnar með framkvæmdum. Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa segir þetta ekki rétt hjá ráðherra. „Það er rétt. Við erum svolítið hissa áþessum ummælum. Þetta samkomulag sem við gerðum við Minjastofnun lýtur aðallega að verklagi við vernd garðanna,“ segir Gísli Steinar. Þar vísi Landstólpi einnig til bréfs til ráðuneytisins þess efnis að með inngripi þess með friðun tveggja hafnargarða í grunninum taki stjórnvöld á sig kostnaðinn við það. En um er að ræða tvo hafnargarða, annan sem er um hundrað ára og hinn sem er frá árinu 1928 og nýtur því ekki sjálfkrafa friðunar samkvæmt lögum. „En þessi yngri garður var og er ekki hundrað ára. Þar af leiðandi steig ráðherra inn og friðaði hann. Þar með er hann að taka kostnaðinn á sig,“ segir Gísli Steinar. Þetta hafi ekki áhrif á viðræður sem fyrirtækið eigi í við forsætisráðuneytið um útlit og nýtingu þeirra húsa sem stendur til að reisa á lóðinni. Kostnaðurinn við niðurrif, færslu, geymslu og uppsetningu á hafnargarðinum frá árinu 1928 hlaupi á hundruðum milljóna. Umhverfisráðherra sé að misskilja staðreyndir málsins. „Já, það hlýtur bara að vera. Þetta er alveg augljóst. Þegar þú tekur eitthvað mannvirki sem ekki nýtur sjálfkrafa friðunar út af aldri; þessari hundrað ára reglu, ertu með klárt inngrip og ert þá að bera kostnaðinn af því í leiðinni. Þannig að þetta hlýtur að vera á misskilningi byggt,“ segir Gísli Steinar Gíslason. Alþingi Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags undrast fullyrðingar umhverfisráðherra um að Landstólpi eigi að bera kostnað af niðurrifi og uppbyggingu á gömlum hafnargarði á lóð félagsins á Hafnartorgi. Ekki komi til greina að fyrirtækið taki þennan kostnað á sig. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra svaraði í gær skriflegri fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur þingmanns Samfylkingarinnar um kostnað ríkisins við að færa hafnargarð fráárinu 1928 á lóðinni á Hafnartorgi, geymslu steinanna og síðan við að færa hann aftur á upprunalegan stað. Í svari ráðherra segir að samkvæmt samkomulagi Minjastofnunar Íslands og Landstólpa þróunarfélags fráþvíí nóvember sé Landstólpa veitt heimild til að taka niður tímabundið hafnargarða á lóð Austurbakka í Reykjavík og endurhlaða þá samkvæmt skilyrðum sem tilgreind séu í samkomulaginu. Samkomulagið gerir ráð fyrir að framkvæmdaraðilinn annist þessar framkvæmdir og ber hann því einnig þann kostnað sem þær hafi í för með sér. Minjastofnun Íslands muni hins vegar bera launakostnað vegna eftirlits stofnunarinnar með framkvæmdum. Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa segir þetta ekki rétt hjá ráðherra. „Það er rétt. Við erum svolítið hissa áþessum ummælum. Þetta samkomulag sem við gerðum við Minjastofnun lýtur aðallega að verklagi við vernd garðanna,“ segir Gísli Steinar. Þar vísi Landstólpi einnig til bréfs til ráðuneytisins þess efnis að með inngripi þess með friðun tveggja hafnargarða í grunninum taki stjórnvöld á sig kostnaðinn við það. En um er að ræða tvo hafnargarða, annan sem er um hundrað ára og hinn sem er frá árinu 1928 og nýtur því ekki sjálfkrafa friðunar samkvæmt lögum. „En þessi yngri garður var og er ekki hundrað ára. Þar af leiðandi steig ráðherra inn og friðaði hann. Þar með er hann að taka kostnaðinn á sig,“ segir Gísli Steinar. Þetta hafi ekki áhrif á viðræður sem fyrirtækið eigi í við forsætisráðuneytið um útlit og nýtingu þeirra húsa sem stendur til að reisa á lóðinni. Kostnaðurinn við niðurrif, færslu, geymslu og uppsetningu á hafnargarðinum frá árinu 1928 hlaupi á hundruðum milljóna. Umhverfisráðherra sé að misskilja staðreyndir málsins. „Já, það hlýtur bara að vera. Þetta er alveg augljóst. Þegar þú tekur eitthvað mannvirki sem ekki nýtur sjálfkrafa friðunar út af aldri; þessari hundrað ára reglu, ertu með klárt inngrip og ert þá að bera kostnaðinn af því í leiðinni. Þannig að þetta hlýtur að vera á misskilningi byggt,“ segir Gísli Steinar Gíslason.
Alþingi Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?