Körfubolti

Brynjar Þór orðinn leikjahæstur í sögu KR

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brynjar Þór Björnsson með bikarinn um síðustu helgi.
Brynjar Þór Björnsson með bikarinn um síðustu helgi. vísir/hanna
Brynjar Þór Björnsson, bakvörður Íslands- og bikarmeistara KR í körfubolta, er orðinn leikjahæstur í sögu vesturbæjarliðsins. Hann spilaði sinn 388. leik fyrir KR á móti Keflavík í DHL-höllinni í kvöld í toppslag Dominos-deildar karla.

Brynjar jafnaði metið í bikarúrslitaleiknum síðastliðinn laugardag þar sem KR lagði Þór frá Þorlákshöfn og vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 2011. Brynjar Þór er aðeins 27 ára gamall en er nú þegar fimmfaldur Íslandsmeistari og tvöfaldur bikarmeistari.

Metið hirti Brynjar af KR-goðsögninni Kolbeini Pálssyni sem spilaði með KR frá 1962-1979. Kolbeinn er annar af tveimur körfuboltamönnum í sögunni sem hefur verið kjörinn íþróttamaður ársins.

Brynjar Þór hélt upp á tímamótaleikinn með stórsigri á Keflavík í toppslagnum, en með sigrinum náði KR fjögurra stiga forskoti á Suðurnesjamenn og á deildarmeistaratitilinn vísan.

Bakvörðurinn öflugi skoraði tólf stig, tók fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendignar í leiknum. Hann hitti úr þremur af fimm skotum sínum í teignum og tveimur af fjórum þriggja stiga skotum sínum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×