Brynjar um tímamótaleikinn: Var ekki að fara að tapa þessum leik Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. febrúar 2016 22:24 Brynjar var með tólf stig í kvöld. Vísir/Anton „Tölurnar segja ekkert um þennan leik, við vorum miklu betri allan leikinn. Við komum gífurlega einbeittir inn í leikinn og ætluðum að vinna þennan leik með meira en níu stigum. Ég er mjög ánægður með það hvernig strákarnir komu inn í þetta verkefni,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, sáttur að leikslokum eftir sigur gegn Keflavík í kvöld. Það mátti ekki sjá neina bikarþreytu hjá KR-ingum eftir að hafa hampað bikarmeistaratitlinum á laugardaginn. „Það var fínt að fá alvöru leik eftir bikarleikinn. Það var smá bikarþynnka á mánudaginn en þegar við vissum að næsti leikurinn væri gegn Keflavík upp á deildarmeistaratitilinn voru menn aftur klárir í slaginn,“ sagði Brynjar léttur sem telur titilinn vera í höfn. „Við erum ekkert að fara að tapa 3 af síðustu fjórum leikjum liðsins. Við getum verið kokhraustir með það að tölfræðin segir að við erum að fara að enda í efsta sæti. Við erum ofboðslega sáttir með að losna við liðin í 3-7 sæti í fyrsta leik í úrslitakeppninni.“ KR-ingar gengu langt með að tryggja sér heimavallarrétt í úrslitakeppninni í kvöld með sigrinum. „Það er gríðarlegur kostur, sérstaklega ef við förum í oddaleik. Í fyrra gegn Njarðvík var það stuðningurinn hérna á heimavelli sem fleytti okkur alla leið þótt að við séum góðir á útivelli. Við höfum verið að vinna 85% útileikjanna síðustu árin, það er ágætis tölfræði.“Brynjar hefur hampað öllum þeim titlum sem í boði eru, síðast bikarmeistaratitlinum á laugardaginn.Vísir/HannaBrynjar varð í kvöld leikjahæsti leikmaðurinn í sögu KR er hann lék sinn 388. leik fyrir félagið. Magnað afrek hjá Brynjari sem er aðeins 27 ára gamall. „Líkaminn er í flottu standi, ég er ekki orðinn 28 ára og á nóg eftir. Ég er ákaflega stoltur af þessum áfanga og ég var ekki á því að tapa þessum leik í kvöld. Þetta er aðeins eftirminnilegra en 200. leikurinn í efstu deild,“ sagði Brynjar sem mundi eftir fyrsta leiknum. „Ég var 16 ára og það var einmitt gegn Keflavík í Sláturhúsinu. Fyrsti og eini leikurinn á ferlinum sem ég var rekinn úr húsinu. Það er alltaf hart barist gegn Keflavík og alltaf gaman að mæta þeim, sérstaklega þegar þetta er toppslagur.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 103-87 | KR-ingar sendu sterk skilaboð með stórsigri KR-ingar kafsigldu Keflvíkinga á upphafsmínútunum í 103-87 sigri í lokaleik 18. umferðar í Dominos-deild karla í kvöld. 19. febrúar 2016 22:15 Brynjar Þór orðinn leikjahæstur í sögu KR Bakvörðurinn magnaði bætti met Kolbeins Pálssonar frá 1979 í toppslagnum gegn Keflavík í kvöld . 19. febrúar 2016 21:00 Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Höttur - Valur | Lið sem vilja svara fyrir sig Í beinni: KR - Njarðvík | Halda gestirnir fluginu áfram? Í beinni: ÍR - Keflavík | Fyrsti leikur eftir brottrekstur Í beinni: Haukar - Álftanes | Heimamenn í leit að fyrsta sigri Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Sjá meira
„Tölurnar segja ekkert um þennan leik, við vorum miklu betri allan leikinn. Við komum gífurlega einbeittir inn í leikinn og ætluðum að vinna þennan leik með meira en níu stigum. Ég er mjög ánægður með það hvernig strákarnir komu inn í þetta verkefni,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, sáttur að leikslokum eftir sigur gegn Keflavík í kvöld. Það mátti ekki sjá neina bikarþreytu hjá KR-ingum eftir að hafa hampað bikarmeistaratitlinum á laugardaginn. „Það var fínt að fá alvöru leik eftir bikarleikinn. Það var smá bikarþynnka á mánudaginn en þegar við vissum að næsti leikurinn væri gegn Keflavík upp á deildarmeistaratitilinn voru menn aftur klárir í slaginn,“ sagði Brynjar léttur sem telur titilinn vera í höfn. „Við erum ekkert að fara að tapa 3 af síðustu fjórum leikjum liðsins. Við getum verið kokhraustir með það að tölfræðin segir að við erum að fara að enda í efsta sæti. Við erum ofboðslega sáttir með að losna við liðin í 3-7 sæti í fyrsta leik í úrslitakeppninni.“ KR-ingar gengu langt með að tryggja sér heimavallarrétt í úrslitakeppninni í kvöld með sigrinum. „Það er gríðarlegur kostur, sérstaklega ef við förum í oddaleik. Í fyrra gegn Njarðvík var það stuðningurinn hérna á heimavelli sem fleytti okkur alla leið þótt að við séum góðir á útivelli. Við höfum verið að vinna 85% útileikjanna síðustu árin, það er ágætis tölfræði.“Brynjar hefur hampað öllum þeim titlum sem í boði eru, síðast bikarmeistaratitlinum á laugardaginn.Vísir/HannaBrynjar varð í kvöld leikjahæsti leikmaðurinn í sögu KR er hann lék sinn 388. leik fyrir félagið. Magnað afrek hjá Brynjari sem er aðeins 27 ára gamall. „Líkaminn er í flottu standi, ég er ekki orðinn 28 ára og á nóg eftir. Ég er ákaflega stoltur af þessum áfanga og ég var ekki á því að tapa þessum leik í kvöld. Þetta er aðeins eftirminnilegra en 200. leikurinn í efstu deild,“ sagði Brynjar sem mundi eftir fyrsta leiknum. „Ég var 16 ára og það var einmitt gegn Keflavík í Sláturhúsinu. Fyrsti og eini leikurinn á ferlinum sem ég var rekinn úr húsinu. Það er alltaf hart barist gegn Keflavík og alltaf gaman að mæta þeim, sérstaklega þegar þetta er toppslagur.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 103-87 | KR-ingar sendu sterk skilaboð með stórsigri KR-ingar kafsigldu Keflvíkinga á upphafsmínútunum í 103-87 sigri í lokaleik 18. umferðar í Dominos-deild karla í kvöld. 19. febrúar 2016 22:15 Brynjar Þór orðinn leikjahæstur í sögu KR Bakvörðurinn magnaði bætti met Kolbeins Pálssonar frá 1979 í toppslagnum gegn Keflavík í kvöld . 19. febrúar 2016 21:00 Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Höttur - Valur | Lið sem vilja svara fyrir sig Í beinni: KR - Njarðvík | Halda gestirnir fluginu áfram? Í beinni: ÍR - Keflavík | Fyrsti leikur eftir brottrekstur Í beinni: Haukar - Álftanes | Heimamenn í leit að fyrsta sigri Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 103-87 | KR-ingar sendu sterk skilaboð með stórsigri KR-ingar kafsigldu Keflvíkinga á upphafsmínútunum í 103-87 sigri í lokaleik 18. umferðar í Dominos-deild karla í kvöld. 19. febrúar 2016 22:15
Brynjar Þór orðinn leikjahæstur í sögu KR Bakvörðurinn magnaði bætti met Kolbeins Pálssonar frá 1979 í toppslagnum gegn Keflavík í kvöld . 19. febrúar 2016 21:00