Alfreð lánaður til Augsburg Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2016 18:30 Alfreð Finnbogason færir sig um set frá Grikklandi til Þýskalands. vísir/getty Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, er genginn í raðir þýska 1. deildar liðsins FC Augsburg, en þetta kemur fram á heimasíðu liðsins. Alfreð kemur til þýska liðsins frá Olympiacos í Grikklandi þaðan sem hann var í láni frá spænska liðinu Real Sociedad. Sociedad keypti Alfreð fyrir sjö og hálfa milljón evra sumarið 2014 eftir að hann varð markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar, en Alfreð náði sér aldrei á strik á Spáni. Hjá Olympiacos hefur Alfreð heldur ekki fengið mikið að spila, en hann varð samt annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni þegar hann tryggði Olympiacos útivallarsigur í Meistaradeildinni gegn Arsenal. Það var jafnframt fyrsti sigur gríska liðsins á enskri grundu. Alfreð byrjaði aðeins tvo leiki fyrir Olympiacos í deildinni og kom inn af bekknum fimm sinnum, en hann var ekki í leikmannahópnum í janúarmánuði og tilkynnti félaginu að hann vildi fara. Olympiacos sagði því upp lánsamningi hans. Augsburg fær Alfreð Finnbogason á láni frá spænska félaginu út tímabilið en liðið er á mikilli uppleið eftir að hafa rokkað á milli 2. og 3. deildar í Þýskalandi um árabil. Augsburg komst upp í 1. deildina 2011 og eftir að vera í fallbaráttu fyrstu tvö tímabili hafnaði liðið í áttunda sæti 2014 og í fimmta sæti í fyrra. Þar með náði liðið í fyrsta sinn í Evrópusæti. Það er sem stendur í tólfta sæti þýsku 1. deildarinnar. Liðið byrjaði tímabilið illa en er nú ósigrað í síðustu sjö leikjum í deildinni; unnið fjóra leiki og gert þrjú jafntefli. 365 fékk um áramótin sýningarréttinn á þýska boltanum og verður því hægt að sjá Alfreð í beinni útsendingu reglulega. Um næstu helgi mætir liðið Ingolstadt á útivelli en aðra helgi er komið að stórleik gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München. Augsburg er sjötta lið Alfreðs í sex löndum í atvinnumennsku. Eftir að hann varð bikar- og Íslandsmeistari með Breiðabliki hefur Alfreð spilað með Lokeren í Belgíu, Helsingborg í Svíþjóð, Heerenveen í Hollandi, Real Sociedad á Spáni og nú síðast Olympiacos í Grikklandi. EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir „Fáránleg ákvörðun að setja framherja sem skorar sigurmark á bekkinn“ Alfreð Finnbogason og félagar í Olympiakos mæta Bayern München á hinum magnaða Allianz-leikvangi í München. Alfreð er ósáttur við hversu lítið hann hefur fengið að spila. 24. nóvember 2015 06:00 UEFA.com segir líklegt að Alfreð taki byrjunarliðssætið af Jóni Daða Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fær mikla athygli á næstu dögum enda allar helstu knattspyrnuþjóðir Evrópu farnar að telja niður fyrir EM-dráttinn á laugardaginn. 10. desember 2015 17:49 Alfreð farinn frá Olympiakos | Hafnaði tilboði úr MLS-deildinni Spænska blaðið AS greinir frá því í dag að grísku meistararnir hafi komist að samkomulagi um að rifta lánssamningi við Alfreð Finnbogason en hann hefur neitað tilboði frá liði í MLS-deildinni. 30. janúar 2016 12:21 Alfreð ónotaður varamaður í áttunda sinn Alfreð Finnbogason kom ekki við sögu þegar Olympiacos vann sinn fjórtánda sigur í röð í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 13. desember 2015 15:05 Alfreð sagður of dýr fyrir Celtic Landsliðsframherjinn enn og aftur til umfjöllunar í skoskum miðlum. 29. desember 2015 17:22 Alfreð nú orðaður við Augsburg Gæti farið frá Grikklandi strax í janúar ef marka má fréttir grískra miðla. 30. desember 2015 10:56 Alfreð skoraði þegar hann fékk loksins tækifæri Alfreð Finnbogason fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Olympiakos í dag og skoraði eittt af mörkum liðsins í 4-3 sigri. 5. desember 2015 19:28 „Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00 Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, er genginn í raðir þýska 1. deildar liðsins FC Augsburg, en þetta kemur fram á heimasíðu liðsins. Alfreð kemur til þýska liðsins frá Olympiacos í Grikklandi þaðan sem hann var í láni frá spænska liðinu Real Sociedad. Sociedad keypti Alfreð fyrir sjö og hálfa milljón evra sumarið 2014 eftir að hann varð markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar, en Alfreð náði sér aldrei á strik á Spáni. Hjá Olympiacos hefur Alfreð heldur ekki fengið mikið að spila, en hann varð samt annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni þegar hann tryggði Olympiacos útivallarsigur í Meistaradeildinni gegn Arsenal. Það var jafnframt fyrsti sigur gríska liðsins á enskri grundu. Alfreð byrjaði aðeins tvo leiki fyrir Olympiacos í deildinni og kom inn af bekknum fimm sinnum, en hann var ekki í leikmannahópnum í janúarmánuði og tilkynnti félaginu að hann vildi fara. Olympiacos sagði því upp lánsamningi hans. Augsburg fær Alfreð Finnbogason á láni frá spænska félaginu út tímabilið en liðið er á mikilli uppleið eftir að hafa rokkað á milli 2. og 3. deildar í Þýskalandi um árabil. Augsburg komst upp í 1. deildina 2011 og eftir að vera í fallbaráttu fyrstu tvö tímabili hafnaði liðið í áttunda sæti 2014 og í fimmta sæti í fyrra. Þar með náði liðið í fyrsta sinn í Evrópusæti. Það er sem stendur í tólfta sæti þýsku 1. deildarinnar. Liðið byrjaði tímabilið illa en er nú ósigrað í síðustu sjö leikjum í deildinni; unnið fjóra leiki og gert þrjú jafntefli. 365 fékk um áramótin sýningarréttinn á þýska boltanum og verður því hægt að sjá Alfreð í beinni útsendingu reglulega. Um næstu helgi mætir liðið Ingolstadt á útivelli en aðra helgi er komið að stórleik gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München. Augsburg er sjötta lið Alfreðs í sex löndum í atvinnumennsku. Eftir að hann varð bikar- og Íslandsmeistari með Breiðabliki hefur Alfreð spilað með Lokeren í Belgíu, Helsingborg í Svíþjóð, Heerenveen í Hollandi, Real Sociedad á Spáni og nú síðast Olympiacos í Grikklandi.
EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir „Fáránleg ákvörðun að setja framherja sem skorar sigurmark á bekkinn“ Alfreð Finnbogason og félagar í Olympiakos mæta Bayern München á hinum magnaða Allianz-leikvangi í München. Alfreð er ósáttur við hversu lítið hann hefur fengið að spila. 24. nóvember 2015 06:00 UEFA.com segir líklegt að Alfreð taki byrjunarliðssætið af Jóni Daða Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fær mikla athygli á næstu dögum enda allar helstu knattspyrnuþjóðir Evrópu farnar að telja niður fyrir EM-dráttinn á laugardaginn. 10. desember 2015 17:49 Alfreð farinn frá Olympiakos | Hafnaði tilboði úr MLS-deildinni Spænska blaðið AS greinir frá því í dag að grísku meistararnir hafi komist að samkomulagi um að rifta lánssamningi við Alfreð Finnbogason en hann hefur neitað tilboði frá liði í MLS-deildinni. 30. janúar 2016 12:21 Alfreð ónotaður varamaður í áttunda sinn Alfreð Finnbogason kom ekki við sögu þegar Olympiacos vann sinn fjórtánda sigur í röð í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 13. desember 2015 15:05 Alfreð sagður of dýr fyrir Celtic Landsliðsframherjinn enn og aftur til umfjöllunar í skoskum miðlum. 29. desember 2015 17:22 Alfreð nú orðaður við Augsburg Gæti farið frá Grikklandi strax í janúar ef marka má fréttir grískra miðla. 30. desember 2015 10:56 Alfreð skoraði þegar hann fékk loksins tækifæri Alfreð Finnbogason fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Olympiakos í dag og skoraði eittt af mörkum liðsins í 4-3 sigri. 5. desember 2015 19:28 „Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00 Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
„Fáránleg ákvörðun að setja framherja sem skorar sigurmark á bekkinn“ Alfreð Finnbogason og félagar í Olympiakos mæta Bayern München á hinum magnaða Allianz-leikvangi í München. Alfreð er ósáttur við hversu lítið hann hefur fengið að spila. 24. nóvember 2015 06:00
UEFA.com segir líklegt að Alfreð taki byrjunarliðssætið af Jóni Daða Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fær mikla athygli á næstu dögum enda allar helstu knattspyrnuþjóðir Evrópu farnar að telja niður fyrir EM-dráttinn á laugardaginn. 10. desember 2015 17:49
Alfreð farinn frá Olympiakos | Hafnaði tilboði úr MLS-deildinni Spænska blaðið AS greinir frá því í dag að grísku meistararnir hafi komist að samkomulagi um að rifta lánssamningi við Alfreð Finnbogason en hann hefur neitað tilboði frá liði í MLS-deildinni. 30. janúar 2016 12:21
Alfreð ónotaður varamaður í áttunda sinn Alfreð Finnbogason kom ekki við sögu þegar Olympiacos vann sinn fjórtánda sigur í röð í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 13. desember 2015 15:05
Alfreð sagður of dýr fyrir Celtic Landsliðsframherjinn enn og aftur til umfjöllunar í skoskum miðlum. 29. desember 2015 17:22
Alfreð nú orðaður við Augsburg Gæti farið frá Grikklandi strax í janúar ef marka má fréttir grískra miðla. 30. desember 2015 10:56
Alfreð skoraði þegar hann fékk loksins tækifæri Alfreð Finnbogason fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Olympiakos í dag og skoraði eittt af mörkum liðsins í 4-3 sigri. 5. desember 2015 19:28
„Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00
Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30