Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2016 14:18 Noel hefur þegar eignast góða vini fyrir norðan. Á myndinni eru Daníel Pétur kokkur, Daníel Pétur barþjónn (og já þeir heita það sama) Noel, Sirrý Laxdal starfsmaður í móttöku og Sæunn Tamar starfsmaður á Sigló hótel. Sirrý Laxdal í móttökunni á Sigló Hótel segir ævintýramanninn Noel Santillan koma afskaplega vel fyrir. Vísir hefur fylgst með ævintýrum Noels sem í gær lagði óvænt land undir fót, keyrði fyrir mistök landið þvert alla leið norður til Siglufjarðar. En, til stóð að gista í Reykjavík. Noel sagði lesendum Vísis frá því hvernig ferðin norður gekk fyrir sig, nú í morgun. Noel, sem er 28 ára gamall Bandaríkjamaður frá New Jersey, hefur verið tekið með kostum og kynjum á Siglufirði og hann hefur þegar eignast góða vini í starfsfólkinu á hótelinu hvar hann gisti í nótt. „Hann Noel kemur mjög vel fyrir er mjög þakklátur fyrir það sem gert er fyrir hann. Hann var mjög hissa þegar ég sagði honum í morgun að hann væri orðinn frægur á Íslandi. Að saga hans væri í öllum fjölmiðlum og á Facebook. Honum fannst þetta sniðugt,“ segir Sirrý. Noel spókaði sig um í bænum í morgun, kíkti við í bakaríinu og skoðaði Síldarminjasafnið. Hún segir að Noel hafi verið að enda við að borða. „Já, íslenska kjötsúpu hér hjá okkur, hann fékk í gærkvöldi að smakka harðfisk og hákarl. Við buðum honum að vera hjá okkur aukanótt í okkar boði.“ Fram kom í máli Noels, í viðtali við Vísi fyrr í dag, að hann væri afskaplega ánægður með móttökurnar fyrir norðan. „Við reynum að hugsa vel um hann en hann fær svo sem sömu þjónustu og allir aðrir við reynum okkar besta.“ Sirrý segir að Noel hafi í morgun farið í göngutúr um bæinn auk þess sem hann kíkti við í bakaríinu á staðnum sem og í Síldarminjasafninu. Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Sjá meira
Sirrý Laxdal í móttökunni á Sigló Hótel segir ævintýramanninn Noel Santillan koma afskaplega vel fyrir. Vísir hefur fylgst með ævintýrum Noels sem í gær lagði óvænt land undir fót, keyrði fyrir mistök landið þvert alla leið norður til Siglufjarðar. En, til stóð að gista í Reykjavík. Noel sagði lesendum Vísis frá því hvernig ferðin norður gekk fyrir sig, nú í morgun. Noel, sem er 28 ára gamall Bandaríkjamaður frá New Jersey, hefur verið tekið með kostum og kynjum á Siglufirði og hann hefur þegar eignast góða vini í starfsfólkinu á hótelinu hvar hann gisti í nótt. „Hann Noel kemur mjög vel fyrir er mjög þakklátur fyrir það sem gert er fyrir hann. Hann var mjög hissa þegar ég sagði honum í morgun að hann væri orðinn frægur á Íslandi. Að saga hans væri í öllum fjölmiðlum og á Facebook. Honum fannst þetta sniðugt,“ segir Sirrý. Noel spókaði sig um í bænum í morgun, kíkti við í bakaríinu og skoðaði Síldarminjasafnið. Hún segir að Noel hafi verið að enda við að borða. „Já, íslenska kjötsúpu hér hjá okkur, hann fékk í gærkvöldi að smakka harðfisk og hákarl. Við buðum honum að vera hjá okkur aukanótt í okkar boði.“ Fram kom í máli Noels, í viðtali við Vísi fyrr í dag, að hann væri afskaplega ánægður með móttökurnar fyrir norðan. „Við reynum að hugsa vel um hann en hann fær svo sem sömu þjónustu og allir aðrir við reynum okkar besta.“ Sirrý segir að Noel hafi í morgun farið í göngutúr um bæinn auk þess sem hann kíkti við í bakaríinu á staðnum sem og í Síldarminjasafninu.
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Sjá meira
Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43
Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40