Noel náði til Reykjavíkur heilu og höldnu Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2016 14:58 Á Hótel Frón er tekið á móti Noel sem kóngur sé, hann fær fría gistingu á svítu, einkabílastæði og frían kvöldverð í boði hótelsins. Noel Santillan sem fór óvart alla leið til Siglufjarðar er kominn heilu og höldnu til Reykjavíkur. Noel var þreyttur eftir ferðalagið að norðan þegar Vísir heyrði í honum nú rétt í þessu, en kátur og glaður en hinn ungi Bandaríkjamaður er einstaklega viðræðugóður og viðfeldinn. Þegar blaðamaður spurði Noel hvort hann hafi nokkuð villst á leiðinni til baka, hló Noel og sagði að það hafi borið vel í veiði. Hann hafi kynnst mörgu góðu fólki á Siglufirði, meðal annarra Ameríkumanni sem var þar á ferð og Noel fékk að vera í samfloti með honum suður. Fólk farið að stara á ferðalanginn„Ég var því mjög feginn. Það var langbest í stöðunni,“ segir Noel sem er þegar orðinn vel þekktur á Íslandi, og reyndar víðar, eftir að fréttir fóru að berast af óvæntu ferðalagi hans norður til Siglufjarðar. „Þetta er mjög skrítið. Ég tek eftir því að fólk er farið að horfa á mig, sem er einkennilegt fyrir mig sem er bara venjulegur náungi. En, mjög gaman.“ Kominn í sollinn. Noel þakkar Jeremy W. Pearson það að hafa komist í heilu lagi til Reykjavíkur, en þeir fóru í samfloti suður. Noel ætlar að halla sér áður en hann fer til að kanna höfuðborgina. Og framkvæmdastjóri Bláa lónsins hefur sett sig í samband við hann og boðið honum sérstaklega, Noel að kostnaðarlausu, að fara í Bláa lónið. Og á Hótel Fróni, þangað sem ferðinni var upphaflega heitið, hefur Noel verið tekið eins og hann sé konungsborinn. „Ég er algerlega orðlaus,“ segir Noel. Hann á pantað flug vestur um haf á laugardaginn en það má vel vera að Noel framlengi dvöl sína á Íslandi, svo mikil ævintýraferð hefur þetta reynst. Tekið á móti Noel sem kóngur sé„Já, við tökum á móti honum eins og kóngi,“ segir hótelstjórinn Gísli Úlfarsson sem hefur aldrei upplifað annað eins á átján ára ferli í hótelbransanum. Hann segir að Noel komi alveg einstaklega vel fyrir. „Já, ég hef aðeins spjallað við hann. Við höfum uppfært hann, Noel var bókaður í einstaklingsherbergi en við höfum fært hann í deluxe íbúð – eða svítu. Svo bjóðum við honum út að borða í kvöld á Skandinavian Restorant, sem er á jarðhæðinni hjá okkur. Þar fær hann að borða og drekka að vild,“ segir Gísli sem er ákaflega ánægður að fá loksins að hitta þennan fræga gest sinn. „Ég hef aldrei lent í neinu í líkingu við þetta og hef þó verið í þessu fagi í 18 ár. Þetta er algjör snilld. Og ákaflega skemmtilegt.“ Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Noel Santillan sem fór óvart alla leið til Siglufjarðar er kominn heilu og höldnu til Reykjavíkur. Noel var þreyttur eftir ferðalagið að norðan þegar Vísir heyrði í honum nú rétt í þessu, en kátur og glaður en hinn ungi Bandaríkjamaður er einstaklega viðræðugóður og viðfeldinn. Þegar blaðamaður spurði Noel hvort hann hafi nokkuð villst á leiðinni til baka, hló Noel og sagði að það hafi borið vel í veiði. Hann hafi kynnst mörgu góðu fólki á Siglufirði, meðal annarra Ameríkumanni sem var þar á ferð og Noel fékk að vera í samfloti með honum suður. Fólk farið að stara á ferðalanginn„Ég var því mjög feginn. Það var langbest í stöðunni,“ segir Noel sem er þegar orðinn vel þekktur á Íslandi, og reyndar víðar, eftir að fréttir fóru að berast af óvæntu ferðalagi hans norður til Siglufjarðar. „Þetta er mjög skrítið. Ég tek eftir því að fólk er farið að horfa á mig, sem er einkennilegt fyrir mig sem er bara venjulegur náungi. En, mjög gaman.“ Kominn í sollinn. Noel þakkar Jeremy W. Pearson það að hafa komist í heilu lagi til Reykjavíkur, en þeir fóru í samfloti suður. Noel ætlar að halla sér áður en hann fer til að kanna höfuðborgina. Og framkvæmdastjóri Bláa lónsins hefur sett sig í samband við hann og boðið honum sérstaklega, Noel að kostnaðarlausu, að fara í Bláa lónið. Og á Hótel Fróni, þangað sem ferðinni var upphaflega heitið, hefur Noel verið tekið eins og hann sé konungsborinn. „Ég er algerlega orðlaus,“ segir Noel. Hann á pantað flug vestur um haf á laugardaginn en það má vel vera að Noel framlengi dvöl sína á Íslandi, svo mikil ævintýraferð hefur þetta reynst. Tekið á móti Noel sem kóngur sé„Já, við tökum á móti honum eins og kóngi,“ segir hótelstjórinn Gísli Úlfarsson sem hefur aldrei upplifað annað eins á átján ára ferli í hótelbransanum. Hann segir að Noel komi alveg einstaklega vel fyrir. „Já, ég hef aðeins spjallað við hann. Við höfum uppfært hann, Noel var bókaður í einstaklingsherbergi en við höfum fært hann í deluxe íbúð – eða svítu. Svo bjóðum við honum út að borða í kvöld á Skandinavian Restorant, sem er á jarðhæðinni hjá okkur. Þar fær hann að borða og drekka að vild,“ segir Gísli sem er ákaflega ánægður að fá loksins að hitta þennan fræga gest sinn. „Ég hef aldrei lent í neinu í líkingu við þetta og hef þó verið í þessu fagi í 18 ár. Þetta er algjör snilld. Og ákaflega skemmtilegt.“
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18
Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43
Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54