Curry með galdrabrögð gegn töframönnunum | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. febrúar 2016 07:15 Stephen Curry var ótrúlegur í nótt. vísir/getty Stephen Curry svaraði fyrir einn versta leik sinn á tímabilinu í New York á sunnudaginn með rosalegri frammistöðu í 134-121 sigri NBA-meistara Golden State á móti Washington Wizards á útivelli í nótt. Curry, sem skoraði „aðeins“ þrettán stig á móti New York á dögunum, var óstöðvandi í nótt og skoraði 51 stig, þar af 36 í fyrri hálfleik. Hann hitti úr þrettán af fjórtán skotum sínum í fyrri hálfleik og setti í heildina niður ellefu þriggja stiga skot. Þessi magnaði leikstjórnandi virkaði svo aftur mannlegur í fjórða leikhlutanum þegar hann klúðraði sjö af tíu skotum sínum, en hann var þá löngu búinn að vinna leikinn fyrir meistarana. Golden State er nú búið að vinna 45 leiki og tapa aðeins 4 sem jafnar árangur Philadelphia 76ers frá 1967. Curry fer hamförum: Klay Thompson bætti 24 stigum í sarpinn fyrir Golden State en John Wall var í miklum ham fyrir heimamenn og skoraði 41 stig og gaf tíu stoðsendingar. Það var bara langt frá því að vera nóg. Draymond Green, miðherji Golden State, var að sjálfsögðu með þrennu, en hann skoraði tólf stig, tók tíu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Án síns helsta stigaskorara vann Charlotte Hornets svo flottan heimasigur á LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers, 106-97. Jeremy Lin átti stjörnuleik í fjarveru Kemba Walker fyrir Charlotte og skoraði 24 stig. Kyrie Irving var stigahæstur gestanna frá Cleveland með 25 stig en LeBron James skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Cleveland er eftir sem áður í efsta sæti austursins með 35 sigurleiki og þrettán tapleiki. Það hefur tveggja og hálfs leikja forskot á Toronto. Curry og Wall skoruðu samtals 92 stig: Mikil spenna var í Oklahoma City í nótt þar sem heimamenn í Thunder fóru í lokasóknina í stöðunni 114-114. Billy Donovan, þjálfari OKC, ákvað að taka ekki leikhlé heldur treysta Kevin Durant fyrir að taka síðasta skotið og hann brást ekki trausti þjálfara síns. Durant setti niður þriggja stiga skot þegar hálf sekúnda var eftir og tryggði sínum mönnum þriggja stiga sigur, 117-114. Þetta er tólfti sigur OKC í síðustu þrettán leikjum. Durant var lang stigahæstur heimamanna með 37 stig, en Russell Westbrook, leikstjórnandi Thunder-liðsins, heldur áfram að spila eins og andsetinn maður. Hann hlóð í glæsilega þrennu með 24 stigum, 19 fráköstum og fjórtán stoðsendingum, en þetta er áttunda þrennan hans á tímabilinu og sú þriðja í röð.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Cleveland Cavaliers 106-97 Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 86-124 Boston Celtics - Detroit Pistons 102-95 Brooklyn Nets - Indiana Pacers 100-114 Washington Wizards - Golden State Warriors 121-134 OKC Thunder - Orlando Magic 117-114 Dallas Mavericks - Miami Heat 90-93 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 110-97 Utah Jazz - Denver Nuggets 85-81 Sacramento Kings - Chicago Bulls 102-107 LA Clippers - Minnesota Timberwolves 102-108Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Stephen Curry svaraði fyrir einn versta leik sinn á tímabilinu í New York á sunnudaginn með rosalegri frammistöðu í 134-121 sigri NBA-meistara Golden State á móti Washington Wizards á útivelli í nótt. Curry, sem skoraði „aðeins“ þrettán stig á móti New York á dögunum, var óstöðvandi í nótt og skoraði 51 stig, þar af 36 í fyrri hálfleik. Hann hitti úr þrettán af fjórtán skotum sínum í fyrri hálfleik og setti í heildina niður ellefu þriggja stiga skot. Þessi magnaði leikstjórnandi virkaði svo aftur mannlegur í fjórða leikhlutanum þegar hann klúðraði sjö af tíu skotum sínum, en hann var þá löngu búinn að vinna leikinn fyrir meistarana. Golden State er nú búið að vinna 45 leiki og tapa aðeins 4 sem jafnar árangur Philadelphia 76ers frá 1967. Curry fer hamförum: Klay Thompson bætti 24 stigum í sarpinn fyrir Golden State en John Wall var í miklum ham fyrir heimamenn og skoraði 41 stig og gaf tíu stoðsendingar. Það var bara langt frá því að vera nóg. Draymond Green, miðherji Golden State, var að sjálfsögðu með þrennu, en hann skoraði tólf stig, tók tíu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Án síns helsta stigaskorara vann Charlotte Hornets svo flottan heimasigur á LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers, 106-97. Jeremy Lin átti stjörnuleik í fjarveru Kemba Walker fyrir Charlotte og skoraði 24 stig. Kyrie Irving var stigahæstur gestanna frá Cleveland með 25 stig en LeBron James skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Cleveland er eftir sem áður í efsta sæti austursins með 35 sigurleiki og þrettán tapleiki. Það hefur tveggja og hálfs leikja forskot á Toronto. Curry og Wall skoruðu samtals 92 stig: Mikil spenna var í Oklahoma City í nótt þar sem heimamenn í Thunder fóru í lokasóknina í stöðunni 114-114. Billy Donovan, þjálfari OKC, ákvað að taka ekki leikhlé heldur treysta Kevin Durant fyrir að taka síðasta skotið og hann brást ekki trausti þjálfara síns. Durant setti niður þriggja stiga skot þegar hálf sekúnda var eftir og tryggði sínum mönnum þriggja stiga sigur, 117-114. Þetta er tólfti sigur OKC í síðustu þrettán leikjum. Durant var lang stigahæstur heimamanna með 37 stig, en Russell Westbrook, leikstjórnandi Thunder-liðsins, heldur áfram að spila eins og andsetinn maður. Hann hlóð í glæsilega þrennu með 24 stigum, 19 fráköstum og fjórtán stoðsendingum, en þetta er áttunda þrennan hans á tímabilinu og sú þriðja í röð.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Cleveland Cavaliers 106-97 Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 86-124 Boston Celtics - Detroit Pistons 102-95 Brooklyn Nets - Indiana Pacers 100-114 Washington Wizards - Golden State Warriors 121-134 OKC Thunder - Orlando Magic 117-114 Dallas Mavericks - Miami Heat 90-93 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 110-97 Utah Jazz - Denver Nuggets 85-81 Sacramento Kings - Chicago Bulls 102-107 LA Clippers - Minnesota Timberwolves 102-108Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira