Körfubolti

Stólarnir geta ekki frumsýnt nýja Kanann í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Joe Costa, þjálfari Tindastóls.
Joe Costa, þjálfari Tindastóls. vísir/vilhelm
Ekkert verður af leik Tindastóls og Njarðvíkur í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Leiknum var frestað vegna veðurs.

Stólarnir ætluðu að frumsýna nýja Bandaríkjamanninn Anthony Gurley sem og Myron Dempsey sem er kominn aftur til liðsins í stað Jerome Hill. Hill fór til Keflavíkur og verður í eldlínunni gegn Snæfelli í kvöld.

Dempsey og Hill spila báðir sem miðherjar en Gurley er bakvörður sem spilaði síðast í Kanada en hefur einnig spilað í efstu deild í Ungverjalandi og Ísrael, sem og B-deildinni í Frakklandi.

Hann spilaði með háskólaliðum University of Massachusetts og Wake Forest frá 2006 til 2011 þar sem hann var í stóru hlutverki.

Tindastóll er fyrir 16. umferð deildarinnar í áttunda sæti með fjórtán stig en Njarðvík í fimmta sæti með 18 stig.

Nýr leiktíminn hefur ekki verið ákveðinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×