Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Þór Þorl. 71-79 | Raggi Nat öflugur í baráttusigri Þórs Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Hertz-hellinum skrifar 4. febrúar 2016 21:45 Þór Þorlákshöfn heldur áfram að styrkja stöðu sína í fjórða sæti Domino's-deildar karla en í kvöld hafði liðið betur gegn ÍR í Seljaskóla.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Þór hefur unnið sex af síðustu átta leikjum sínum og er komið með 20 stig. ÍR situr eftir í tíunda sæti með tíu stig. Varnarleikur og mikil barátta einkenndu leikinn í kvöld sem var að mestu jafn fram í fjórða leikhluta. Þá hertu Þórsarar tökin á baráttunni í teignum og sigu fram úr, hægt og rólega. Vance Hall hafði afar hægt um sig í kvöld en skoraði sextán stit fyrir Þór og var stigahæstur. Ragnar Nathanaelson átti þó stórleik og var með fjórtán stig, fjórtán fráköst og sex stoðsendingar. Hann nýtti þar að auki sjö af níu skotum sínum í leiknum og tók alls sex sóknarfráköst. Jonathan Mitchell skoraði 30 stig fyrir ÍR sem hefur oft spilað betri sóknarleik en í kvöld. Nýtingin var afar slök framan af en liðið náði að halda sér á floti utan þriggja stiga línunnar en þau sviku svo ÍR-inga líka í fjórða leikhluta, þegar Þórsarar náðu að sigla fram úr.Rólegt kvöld hjá Vance ÍR-ingar náðu þó að halda sér inni í leiknum með mikilli baráttu í vörn og með því að halda Hall algjörlega niðri á löngum köflum í leiknum. Hall hafði skorað minnst 30 stig í síðustu þremur leikjum á undan en náði ekki að finna fjölina sína í kvöld. Þór náði svo að síga fram úr þegar gestirnir lokuðu algjörlega á sóknarleik ÍR í teignum. Heimamenn voru þvingaðir í erfið skot sem þeir náðu ekki að nýta sér en á meðan gerðu Þórsarar nóg gegn þreyttri vörn ÍR sem gaf eftir á lokamínútum leiksins. Sveinbjörn Claessen fór af velli með fimm villur þegar tvær mínútur voru eftir og munar um minna. Hann skoraði aðeins sex stig í kvöld en sýndi mikla baráttu í vörn. Björgvin Ríkharðsson, sem hefur verið gagnrýndur fyrir slæma skotnýtingu, valdi skotin sín vel í kvöld og nýtti þau svo vel. Framlag hans í öðrum þáttum er mikilvægt en að öðru leyti vantaði ÍR-ingum framlag frá fleirum til að eiga möguleika í lokin. Mitchell var nánast eini leikmaður ÍR sem tók skot síðustu mínútur leiksins.ÍR missti af gullnu tækifæri Þrátt fyrir að Hall hafi ekki verið með skotsýningu í kvöld fengu Þórsarar framlag frá mörgum, eins og sést á dreifingunni á stigaskorinu. Ragnar Ágúst sýndi svo með góðri frammistöðu og ekki síst öguðum leik að hann getur verið afar hættulegt vopn, bæði í vörn og sókn. Hann fékk aðeins eina villu í kvöld og tapaði boltanum tvívegis. Þórsarar búa vel að því að klára leiki eins og þessa þrátt fyrir að hafa ekki gert meira en nauðsyn krafði. ÍR-ingar vita manna best að þeir misstu af gullnu tækifæri í kvöld til að ná í stig gegn liði úr efri hluta deildarinnar og gera alvöru atlögu að sæti í úrslitakeppninni. Það er ljóst að sá róður verður þungur fyrir Breiðhyltinga á lokaspretti tímabilsins, ekki nema að eitthvað mikið breytist í næstu leikjum.ÍR-Þór Þ. 75-80 (15-18, 25-25, 20-20, 15-17)ÍR: Jonathan Mitchell 30/8 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 13/4 fráköst, Daði Berg Grétarsson 7/7 fráköst/7 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6/5 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 6, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 4/4 fráköst, Trausti Eiríksson 3.Þór Þ.: Vance Michael Hall 16, Halldór Garðar Hermannsson 14, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 14/14 fráköst/6 stoðsendingar, Þorsteinn Már Ragnarsson 12/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 10, Grétar Ingi Erlendsson 9/7 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 5.Einar Árni: Viljum framlag frá mörgum Einar Árni Jóhannsson var vitaskuld ánægður með sína menn í Þór í kvöld þrátt fyrir að liðið hafi oft spilað betur. Hann segir að liðið hafi ekki efni að slaka á og kallar á að menn mæti grimmari til leiks gegn Stjörnunni í næstu umferð en nokkru sinni fyrr. „Ég hafði ekki of miklar áhyggjur af þessu. Ég vissi að þetta yrði erfiður leikur og að við þyrftum að hafa heilmikið fyrir þessu, enda hafa verið batamerki á ÍR.“ „Við náðum að sýna ágætis leik hér í lokin þó svo að þetta hafi heilt yfir ekki verið okkar besti leikur í vetur. Það vantaði ákveðinn hraða í okkar leik, sérstaklega í sókn, og ekki sá gangur sem hefur verið á okkur í vetur.“ Vance Hall var stigahæstur hjá Þór með sextán stig í kvöld en hann hefur verið mun öflugri í stigaskorun í síðustu leikjum á undan. Hann hafði því nokkuð hægt um sig að þessu sinni. „Hann hitti ekkert sérstaklega í dag og verðum að hrósa ÍR-ingum sem lögðu mikla áherslu á að stöðva hann. En við vorum að fá minnst tíu stig frá fimm leikmönnum og svo var Grétar Ingi með níu stig. Þetta dreifðist því vel á hina.“ „Ég var svo hrikalega ánægður með Ragnar Ágúst í dag sem var með fjórtán stig, fjórtán fráköst og sex stoðsendingar. Þetta er það sem við höfum talað um líka - við erum með sterka liðsheild og viljum fá framlag frá mörgum.“ Einar Árni er sáttur við stöðuna á sínu liði núna enda liðið komið í bikarúrslit og hefur unnið sex af síðustu átta í deildinni. „Ég væri ósanngjarn ef ég væri það ekki. Í haust var nýr þjálfari, nýir leikmenn og vorum án Grétars lengi. Þetta er ungt lið og við vissum að það þyrfti þolinmæði í þetta og að byggja ofan á þetta hjá okkur hægt og rólega.“ „Sjálfsagt reiknuðu ekki margir með því að við værum á þessum stað í töflunni núna en þetta er fljótt að breytast enda stutt á milli liða í töflunni. Það má ekkert slaka á og við fáum þriggja stiga leik gegn Stjörnunni næst. Ef okkur er alvara með heimavallarréttinn þá er það leikur sem við þurfum að mæta grimmari í en nokkru sinni fyrr.“Grétar Ingi: Ljótur og skrýtinn leikur Grétar Ingi Erlendsson var ánægður með að fá að taka með sér tvö stig aftur heim í Þorlákshöfn í kvöld eftir mikilvægan sigur á ÍR. „Þetta var ljótur og skrýtinn leikur. Mikil barátta. Þetta bara eins og þetta er. Sigurinn er dýrmætur enda hefur ÍR verið á ágætri siglingu. En mér fannst við þrátt fyrir sigurinn ekki ná að sýna okkar rétta andlit í leiknum,“ segir Grétar Ingi. Þórsarar hafa unnið sex af síðustu átta leikjum og hafa komið sér vel fyrir í efri hluta deildarinnar. „Við höfum verið að vinna vel í okkar hlutum, sérstaklega eftir áramót þegar ég hef verið að koma betur inn í þetta.“ „Stefnan er að taka þetta fjórða sæti og þá þurfum við að fara í gegnum stóru og sterku liðin til að ná því. Það ætlum við okkur að gera, líka gegn Stjörnunni.“Borce: Ruslstigin drápu okkur Borce Ilievski, þjálfari ÍR, er ekki búinn að gefa upp vonina um möguleika ÍR á að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir tapið gegn Þór í kvöld. „Við misstum af góðu tækifæri til að vinna leikinn og bæta stöðu okkar fyrir úrslitakeppnina. Ég vona samt að við fáum fleiri tækifæri til að bæta við stigum,“ sagði Borce eftir leikinn í kvöld. Hann segist hafa ákveðið að stóla á reyndari leikmenn í kvöld og vera með færri skiptingar en vanalega. „Þetta gekk þokkalega í vörninni í kvöld og við náðum að stöðva Vance sem var bara með sextán stig. Það var í góðu lagi. En það var erfitt að verja körfuna í kvöld og berjast við Ragnar í sóknarfráköstunum. Það voru þessi ruslstig sem voru að drepa okkur í leiknum.“ Borce var ekki ánægður með skipulagið og hvernig aðgerðir voru framkvæmdar í sókn. „Við vitum að við erum ekki vel mannaðir gegn Ragnari í teignum en skotin gengu ekki hjá okkur í þessum leik. En þetta er allt í lagi, við komum til baka í næsta leik.“ Hann telur að ÍR eigi enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina en viðurkennir að sá möguleiki fer minnkandi með hverju tapinu. „Við verðum að fara að vinna leiki. Svo einfalt er það. Ég veit að Svenni skoraði ekki mörg stig í kvöld enda fór mikil orka í varnarleikinn hjá okkur. Það takmarkar hann í sóknarleiknum og sóknin þarf að virka betur en hún gerði í kvöld.“ „Ragnar gerði okkur erfitt fyrir í teignum í kvöld en við verðum að halda áfram að finna opin skot og nýta þau mun betur en við gerðum í þessum leik.“Sveinbjörn: Horfum bara upp á við „Það var hundleiðinlegt að klára þetta ekki betur. Þetta var ágætur séns fyrir okkur en það vantaði rothöggið hjá okkur,“ sagði Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR, og var ekki sáttur við stöðuna. ÍR er í tíunda sæti og það er jafnlangt í fallsæti og í úrslitakeppnina. Sveinbjörn er þrátt fyrir það aðeins að einbeita sér að horfa á næstu lið fyrir ofan. „Við horfum upp á við. Mér líst ágætlega á stöðuna okkar þó svo að það sé fúlt að tapa. Hausinn upp og kassann út fyrir næstu sex leikina. Næst mætum við Haukum úti og það er alltaf gott að spila á Ásvöllum. Það verða tvö stig fyrir íR þar.“Tweets by @Visirkarfa1 Einar Árni Jóhannsson.Vísir/ErnirÞað var stemmning á bekknum hjá Þór.Vísir/ErnirGrétar Ingi Erlendsson.Vísir/ErnirBorce Ilievski.Vísir/Ernir Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Þór Þorlákshöfn heldur áfram að styrkja stöðu sína í fjórða sæti Domino's-deildar karla en í kvöld hafði liðið betur gegn ÍR í Seljaskóla.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Þór hefur unnið sex af síðustu átta leikjum sínum og er komið með 20 stig. ÍR situr eftir í tíunda sæti með tíu stig. Varnarleikur og mikil barátta einkenndu leikinn í kvöld sem var að mestu jafn fram í fjórða leikhluta. Þá hertu Þórsarar tökin á baráttunni í teignum og sigu fram úr, hægt og rólega. Vance Hall hafði afar hægt um sig í kvöld en skoraði sextán stit fyrir Þór og var stigahæstur. Ragnar Nathanaelson átti þó stórleik og var með fjórtán stig, fjórtán fráköst og sex stoðsendingar. Hann nýtti þar að auki sjö af níu skotum sínum í leiknum og tók alls sex sóknarfráköst. Jonathan Mitchell skoraði 30 stig fyrir ÍR sem hefur oft spilað betri sóknarleik en í kvöld. Nýtingin var afar slök framan af en liðið náði að halda sér á floti utan þriggja stiga línunnar en þau sviku svo ÍR-inga líka í fjórða leikhluta, þegar Þórsarar náðu að sigla fram úr.Rólegt kvöld hjá Vance ÍR-ingar náðu þó að halda sér inni í leiknum með mikilli baráttu í vörn og með því að halda Hall algjörlega niðri á löngum köflum í leiknum. Hall hafði skorað minnst 30 stig í síðustu þremur leikjum á undan en náði ekki að finna fjölina sína í kvöld. Þór náði svo að síga fram úr þegar gestirnir lokuðu algjörlega á sóknarleik ÍR í teignum. Heimamenn voru þvingaðir í erfið skot sem þeir náðu ekki að nýta sér en á meðan gerðu Þórsarar nóg gegn þreyttri vörn ÍR sem gaf eftir á lokamínútum leiksins. Sveinbjörn Claessen fór af velli með fimm villur þegar tvær mínútur voru eftir og munar um minna. Hann skoraði aðeins sex stig í kvöld en sýndi mikla baráttu í vörn. Björgvin Ríkharðsson, sem hefur verið gagnrýndur fyrir slæma skotnýtingu, valdi skotin sín vel í kvöld og nýtti þau svo vel. Framlag hans í öðrum þáttum er mikilvægt en að öðru leyti vantaði ÍR-ingum framlag frá fleirum til að eiga möguleika í lokin. Mitchell var nánast eini leikmaður ÍR sem tók skot síðustu mínútur leiksins.ÍR missti af gullnu tækifæri Þrátt fyrir að Hall hafi ekki verið með skotsýningu í kvöld fengu Þórsarar framlag frá mörgum, eins og sést á dreifingunni á stigaskorinu. Ragnar Ágúst sýndi svo með góðri frammistöðu og ekki síst öguðum leik að hann getur verið afar hættulegt vopn, bæði í vörn og sókn. Hann fékk aðeins eina villu í kvöld og tapaði boltanum tvívegis. Þórsarar búa vel að því að klára leiki eins og þessa þrátt fyrir að hafa ekki gert meira en nauðsyn krafði. ÍR-ingar vita manna best að þeir misstu af gullnu tækifæri í kvöld til að ná í stig gegn liði úr efri hluta deildarinnar og gera alvöru atlögu að sæti í úrslitakeppninni. Það er ljóst að sá róður verður þungur fyrir Breiðhyltinga á lokaspretti tímabilsins, ekki nema að eitthvað mikið breytist í næstu leikjum.ÍR-Þór Þ. 75-80 (15-18, 25-25, 20-20, 15-17)ÍR: Jonathan Mitchell 30/8 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 13/4 fráköst, Daði Berg Grétarsson 7/7 fráköst/7 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6/5 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 6, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 4/4 fráköst, Trausti Eiríksson 3.Þór Þ.: Vance Michael Hall 16, Halldór Garðar Hermannsson 14, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 14/14 fráköst/6 stoðsendingar, Þorsteinn Már Ragnarsson 12/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 10, Grétar Ingi Erlendsson 9/7 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 5.Einar Árni: Viljum framlag frá mörgum Einar Árni Jóhannsson var vitaskuld ánægður með sína menn í Þór í kvöld þrátt fyrir að liðið hafi oft spilað betur. Hann segir að liðið hafi ekki efni að slaka á og kallar á að menn mæti grimmari til leiks gegn Stjörnunni í næstu umferð en nokkru sinni fyrr. „Ég hafði ekki of miklar áhyggjur af þessu. Ég vissi að þetta yrði erfiður leikur og að við þyrftum að hafa heilmikið fyrir þessu, enda hafa verið batamerki á ÍR.“ „Við náðum að sýna ágætis leik hér í lokin þó svo að þetta hafi heilt yfir ekki verið okkar besti leikur í vetur. Það vantaði ákveðinn hraða í okkar leik, sérstaklega í sókn, og ekki sá gangur sem hefur verið á okkur í vetur.“ Vance Hall var stigahæstur hjá Þór með sextán stig í kvöld en hann hefur verið mun öflugri í stigaskorun í síðustu leikjum á undan. Hann hafði því nokkuð hægt um sig að þessu sinni. „Hann hitti ekkert sérstaklega í dag og verðum að hrósa ÍR-ingum sem lögðu mikla áherslu á að stöðva hann. En við vorum að fá minnst tíu stig frá fimm leikmönnum og svo var Grétar Ingi með níu stig. Þetta dreifðist því vel á hina.“ „Ég var svo hrikalega ánægður með Ragnar Ágúst í dag sem var með fjórtán stig, fjórtán fráköst og sex stoðsendingar. Þetta er það sem við höfum talað um líka - við erum með sterka liðsheild og viljum fá framlag frá mörgum.“ Einar Árni er sáttur við stöðuna á sínu liði núna enda liðið komið í bikarúrslit og hefur unnið sex af síðustu átta í deildinni. „Ég væri ósanngjarn ef ég væri það ekki. Í haust var nýr þjálfari, nýir leikmenn og vorum án Grétars lengi. Þetta er ungt lið og við vissum að það þyrfti þolinmæði í þetta og að byggja ofan á þetta hjá okkur hægt og rólega.“ „Sjálfsagt reiknuðu ekki margir með því að við værum á þessum stað í töflunni núna en þetta er fljótt að breytast enda stutt á milli liða í töflunni. Það má ekkert slaka á og við fáum þriggja stiga leik gegn Stjörnunni næst. Ef okkur er alvara með heimavallarréttinn þá er það leikur sem við þurfum að mæta grimmari í en nokkru sinni fyrr.“Grétar Ingi: Ljótur og skrýtinn leikur Grétar Ingi Erlendsson var ánægður með að fá að taka með sér tvö stig aftur heim í Þorlákshöfn í kvöld eftir mikilvægan sigur á ÍR. „Þetta var ljótur og skrýtinn leikur. Mikil barátta. Þetta bara eins og þetta er. Sigurinn er dýrmætur enda hefur ÍR verið á ágætri siglingu. En mér fannst við þrátt fyrir sigurinn ekki ná að sýna okkar rétta andlit í leiknum,“ segir Grétar Ingi. Þórsarar hafa unnið sex af síðustu átta leikjum og hafa komið sér vel fyrir í efri hluta deildarinnar. „Við höfum verið að vinna vel í okkar hlutum, sérstaklega eftir áramót þegar ég hef verið að koma betur inn í þetta.“ „Stefnan er að taka þetta fjórða sæti og þá þurfum við að fara í gegnum stóru og sterku liðin til að ná því. Það ætlum við okkur að gera, líka gegn Stjörnunni.“Borce: Ruslstigin drápu okkur Borce Ilievski, þjálfari ÍR, er ekki búinn að gefa upp vonina um möguleika ÍR á að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir tapið gegn Þór í kvöld. „Við misstum af góðu tækifæri til að vinna leikinn og bæta stöðu okkar fyrir úrslitakeppnina. Ég vona samt að við fáum fleiri tækifæri til að bæta við stigum,“ sagði Borce eftir leikinn í kvöld. Hann segist hafa ákveðið að stóla á reyndari leikmenn í kvöld og vera með færri skiptingar en vanalega. „Þetta gekk þokkalega í vörninni í kvöld og við náðum að stöðva Vance sem var bara með sextán stig. Það var í góðu lagi. En það var erfitt að verja körfuna í kvöld og berjast við Ragnar í sóknarfráköstunum. Það voru þessi ruslstig sem voru að drepa okkur í leiknum.“ Borce var ekki ánægður með skipulagið og hvernig aðgerðir voru framkvæmdar í sókn. „Við vitum að við erum ekki vel mannaðir gegn Ragnari í teignum en skotin gengu ekki hjá okkur í þessum leik. En þetta er allt í lagi, við komum til baka í næsta leik.“ Hann telur að ÍR eigi enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina en viðurkennir að sá möguleiki fer minnkandi með hverju tapinu. „Við verðum að fara að vinna leiki. Svo einfalt er það. Ég veit að Svenni skoraði ekki mörg stig í kvöld enda fór mikil orka í varnarleikinn hjá okkur. Það takmarkar hann í sóknarleiknum og sóknin þarf að virka betur en hún gerði í kvöld.“ „Ragnar gerði okkur erfitt fyrir í teignum í kvöld en við verðum að halda áfram að finna opin skot og nýta þau mun betur en við gerðum í þessum leik.“Sveinbjörn: Horfum bara upp á við „Það var hundleiðinlegt að klára þetta ekki betur. Þetta var ágætur séns fyrir okkur en það vantaði rothöggið hjá okkur,“ sagði Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR, og var ekki sáttur við stöðuna. ÍR er í tíunda sæti og það er jafnlangt í fallsæti og í úrslitakeppnina. Sveinbjörn er þrátt fyrir það aðeins að einbeita sér að horfa á næstu lið fyrir ofan. „Við horfum upp á við. Mér líst ágætlega á stöðuna okkar þó svo að það sé fúlt að tapa. Hausinn upp og kassann út fyrir næstu sex leikina. Næst mætum við Haukum úti og það er alltaf gott að spila á Ásvöllum. Það verða tvö stig fyrir íR þar.“Tweets by @Visirkarfa1 Einar Árni Jóhannsson.Vísir/ErnirÞað var stemmning á bekknum hjá Þór.Vísir/ErnirGrétar Ingi Erlendsson.Vísir/ErnirBorce Ilievski.Vísir/Ernir
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira