Körfubolti

Körfuboltakvöld: Bolti áritaður af stoðsendingakónginum verður boðinn upp | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjörnumaðurinn Justin Shouse sló stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Garðbæingar töpuðu, 78-65, fyrir Grindavík í Röstinni í gær.

Justin gaf tvær stoðsendingar í leiknum, báðar í 1. leikhluta. Með þeirri fyrri jafnaði hann stoðsendingamet Jóns Arnars Ingvarssonar og með þeirri seinni sló hann metið. Justin hefur nú gefið 1394 stoðsendingar í efstu deild á Íslandi.

Leikur Grindavíkur og Stjörnunnar var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær og að honum loknum ræddi Svali Björgvinsson við Justin.

„Ég hefði viljað ná þessum áfanga undir öðrum kringumstæðum,“ sagði hinn nýi stoðsendingakóngur Íslands eftir leikinn.

„Ég hef verið heppinn með liðsfélaga í gegnum tíðina og það er ekki hægt að ná svona meti nema með hjálp samherjanna,“ bætti Justin við en hann hefur spilað í efstu deild síðan 2006. Fyrstu tvö tímabilin lék hann með Snæfelli en 2008 gekk hann til liðs við Stjörnuna þar sem hann hefur verið síðan.

Sjá einnig: Stoðsendingakóngurinn Justin: Þetta er mikill heiður

Eftir leikinn áritaði Justin bolta sem verður boðinn upp í úrslitakeppninni og mun ágóðinn renna til góðgerðamála að vali Justins. Þangað til verður hann í vörslu Kjartans Atla Kjartanssonar og félaga í Domino's Körfuboltakvöldi.

Innslagið um Justin og stoðsendingametið má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Næstu tvær stoðsendingar hjá Justin verða sögulegar

Stoðsendingamet Jóns Arnars Ingvarssonar fellur að öllum líkindum í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld þegar Stjörnumenn heimsækja Grindvíkinga í Röstina í Domino's-deild karla í körfubolta. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar stendur á tímamótum á tíunda tímabili sínu í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×