Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 94-88 | Kári frábær í þriðja sigri Hauka í röð Anton Ingi Leifsson í Schenker-höllinni skrifar 8. febrúar 2016 21:45 Mobley átti góðan leik í kvöld. vísir/anton brink Haukar unnu sigur á ÍR í sautjándu umferð Dominos-deildar karla eftir kaflaskiptan leik, en lokatölur urðu 94-88. Leikur Hauka var eins og svart og hvítt - mjög slakir í fyrri hálfleik, en allt annað að sjá til þeirra í síðari hálfleik. ÍR-ingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleik og leiddu 49-47 í hálfleik. Í síðari hálfleik var hins vegar allt annað uppi á teningnum; heimamenn gengu aldeilis á lagið og unnu að lokum sex stiga sigur, 94-88. Gestirnir úr Breiðholtinu byrjuðu leikinn gífurlega vel. Þeir skoruðu fyrstu stigin og voru komnir níu stigum yfir þegar leikhlutinn var hálfnaður, 19-10. Sóknarleikur heimamanna var agalegur og þeir töpuðu boltanum hvað eftir annað og oft á klaufalegan hátt. Gestirnir voru komnir 28-21 yfir, en heimamenn skoruðu síðustu fimm stigin og munurinn einungis tvö stig eftir fyrsta leikhluta; 28-26, ÍR í vil. Brendan Mobley skoraði átta af fyrstu stigum Hauka í fyrsta leikhluta, en síðan fóru aðrir að komast meira inn í leikinn og í upphafi annars leikhluta voru fimm búnir að skora. ÍR hélt áfram forystunni og leikur Hauka var allt, allt annar en í sigurleiknum gegn FSu í síðustu viku. Varnarleikurinn hálfvandræðalegur þar sem menn dekkuðu ekki sína menn, en ÍR liðið spilaði góðan bolta; lét boltann rúlla vel á milli manna og uppskar eftir því. Gestirnir voru komnir með átta stiga forskot á nýjan leik um miðbik annars leikhluta eftir að Haukarnir hefðu unnið upp forskotið sem ÍR náði í upphafi leiks. Haukarnir hirtu á tímapunkti nánast engin fráköst, en þeir hertu hægt og rólega varnarleik sinn og gestunum gekk erfiðlega með að finna sér leið að körfunni þegar leið á leikhlutann. Mobley hélt áfram uppteknum hætti, en það dugði ekki til því ÍR leiddi í hálfleik 49-47. Það var ljóst að Ívar Ásgrímsson hafði farið vel yfir málin í hálfleik því það var allt annað að sjá til Haukaliðsins í síðari hálfleik. Þeir spiluðu allt annan varnar- og sóknarleik og það var allt annað að sjá til liðsins. Rauðklæddir heimamenn breyttu stöðunni úr 50-51 í 60-51 og þá var Borce Ilievski, þjálfara ÍR, nóg boðið og tók leikhlé. Það gekk ekki mikið betur eftir það, en ÍR skoraði ekki körfu í þrjár mínútur á meðan Haukarnir gengu á lagið með Kára og Mobley í farabroddi. Þeir leiddu eftir þriðja leikhluta, 77-66, og ljóst að róðurinn var orðinn þungur fyrir gestina. Fjórði leikhlutinn reyndist svipaður og sá fyrri. ÍR gekk erfiðlega að brjóta sér leið að körfunni á meðan Haukarnir voru að spila mjög vel. Haukarnir lentu í smá villuvandræðum og ÍR náði aðeins að minnka forskotið en það fór aldrei í minna en fimm stig. Haukarnir stigu þá aftur á bensíngjöfina og kláruðu leikinn af fagmennsku. Þriðji sigurinn í röð,en lokatölur urðu sex stiga sigur Hauka, 94-88. Kári Jónsson var frábær hjá Haukunum annan leikinn í röð. Hann skoraði 30 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Gífurlegt efni sem verður betri og betri með hverjum leiknum. Brandon Mobley bætti svo við 24 stigum, auk þess tók hann sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Hjá gestunum var Mitchell með 32 stig, ellefu fráköst og fjórar stoðsendingar, en Vilhjálmur Theodór Jónsson kom næstur með fjórtán stig, tvær stoðsendingar og fimm fráköst. Sveinbjörn Claessen byrjaði vel, en lenti síðan í villuvandræðum og hefðu gestirnir þurft meira framlag frá honum, sérstaklega í síðari hálfleik. Haukar eru áfram í sjötta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Njarðvík og Þór Þorlákshöfn sem eru í fjórða til fimmta sæti deildarinnar. ÍR er í tíunda sæti með tíu stig, fjórum stigum frá falli og fjórum stigum frá úrslitakeppnissæti.Haukar-ÍR 94-88 (26-28, 21-21, 30-17, 17-22)Haukar: Kári Jónsson 30/6 fráköst/6 stoðsendingar, Brandon Mobley 24/6 fráköst, Kristinn Marinósson 10/5 fráköst, Emil Barja 10/9 fráköst/13 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 10/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 6, Haukur Óskarsson 4, Ívar Barja 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Guðni Heiðar Valentínusson 0, Alex Óli Ívarsson 0.ÍR: Jonathan Mitchell 32/11 fráköst, Sveinbjörn Claessen 16, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 10/6 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 10/5 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 7/5 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Daði Berg Grétarsson 4/6 stoðsendingar, Trausti Eiríksson 2, Kristján Pétur Andrésson 2, Kristófer Fannar Stefánsson 0, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0, Hákon Örn Hjálmarsson 0.Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.vísir/daníelÍvar: Þurfum að sýna að við ætlum okkur eitthvað „Ég er ánægður með þennan sigur. Sóknarleikurinn var nokkuð góður allan leikinn og það er í raun sem færir okkur sigurinn auk góðs varnarleiks í þriðja leikhluta,” sagði Ívar Ásgrimsson, þjálfari Hauka, eftir þriðja sigurinn hjá Haukum í deildinni í röð. „Þeir byrjuðu gífurlega vel og hittu svakalega í fyrsta leikhluta. Við töluðum um það að við þyrftum að herða aðeins varnarleikinn og þeir myndu ekkert hitta svona allan leikinn. Við þyrftum bara að halda haus og við gerðum það.” „Varnarlega vorum við ekkert rosalega ánægðir með fyrri hálfleikinn. Okkur vantaði að vera grimmari og við vorum ekki nægilega grimmir að fara í gegnum pick. Þeir voru að hlaupa upp í gegnum teiginn og það vantaði tal og að hjálpa hvorum öðrum.” „Það kom í þriðja leikhluta, en við vorum í smá villuvandræðum með Emil og Brandon. Við skiptum þeim útaf svo þeir fengu ekki fjórðu og þeir komust inn í þetta á þeim tímapunkti þegar við vorum með unninn leik. Það er spurning hvort að við hefðum átt að setja reynslumeiri leikmenn inná á þeim tímapunkti, en við héldum haus.” Þetta var þriðji sigur Hauka í röð og Ívar er ánægður með leik liðsins þessa daganna, þá sér í lagi sóknarleikinn. „Sóknarleikurinn er að verða betri og það er jákvætt. Okkur vantaði varnarleikinn í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að þeir hafi verið að hitta gífurlega vel í fyrsta leikhluta,” sagði Ívar sem er ánægður með sigurgönguna. „Við höldum áfram að taka næsta leik og næsti leikur er gegn Stjörnunni. Það reynir á okkur þar og Stjarnan er búið að spila mjög vel í vetur. Það er bara næsta verkefni og við þurfum að taka það. Við þurfum að sýna að við ætlum okkur eitthvað.” „ÍR-ingarnir eru líka búnir að vera á uppleið og þeir voru að leggja sig fram. Þeir börðust eins og ljón. Við stóðumst það sem er bara fínt,” sagði Ívar í leikslok.Borce: Verða að fara úr því að vera efnilegir í að verða góðir „Eftir alla tapleiki erum við vonsviknir, bæði ég og leikmennirnir. Mér finnst við klúðra þessu í þriðja leikhluta eins og við gerðum gegn Stjörnunni,” sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, við Vísi í leikslok. „Það leit út eins og við hefðum tapað einbeitingunni og eftir það eyddum við mikilli orku í að brúa bilið, en náðum aldrei okkar markmiði sem var það að vinna leikinn.” „Mér fannst við gera mistök í þessum leik - klikka skotum og það var vott af stressi í þriðja leikhlutanum. Haukar skoruðu einnig mikilvæg stig fyrir utan þriggja stiga línuna og meira og minna er þriðji hlutinn bara vandræði fyrir okkur.” ÍR spilaði virkilega vel í fyrri hálfleik þá sérstaklega fyrstu fimmtán mínúturnar, en liðinu gekk afleitlega í þriðja leikhluta. Hefur Borce einhverjar skýringar á því? „Við komum einbeittir til leiks og eftir tap í síðasta leik í Seljaskóla ætluðum við að sýna að við værum ekki svona slæmt lið og auðvitað vorum við betri í fyrri hálfleik, en leikurinn er 40 mínútur og við verðum að vita að spila til enda.” „Auðvitað erum við áhyggjufullir. Þegar þú ferð í svona krísu, að tapa nokkrum leikjum í röð, þá ertu alltaf að spyrja þig hvort þú sért að gera nægilega vel. Ég trúi á þetta lið og ég hef oft sagt það að það eru möguleg gæði í þessu liði.” „Í kvöld gáfum við öllum tækifæri. Ég er byrjaður að hugsa um næsta tímabil; að búa til lið fyrir næsta tímabil. Við spilum oft á tíu til ellefu leikmönnum og í kvöld spiluðum við á tíu til ellefu leikmönnum og það eru góðar fréttir.” „Þeir sýndu góðar hliðar og þeir þurfa að fara úr því að vera efnilegir í að verða góðir. Ég vil ekki lenda í sömu vandræðum á næstu leiktíð og vil að þessir strákar verði klárir í að spila,” sagði Borce ákveðinn í leikslok.Kári: Verðum að horfa upp töfluna „Sóknin okkar var að flæða ágætlega. Við áttum ekkert í miklum erfiðleikum með að skora í fyrri hálfleik, en vörnin var ekki að klikka inn,” sagði Kári Jónsson, maður leiksins í röðum Hauka, við Vísi í leikslok, en Kári var frábær í kvöld. „Vörnin kom inn í þriðja leikhlutanum, en síðan slökum við aftur á í fjórða. Við náðum að vinna sem var fyrir öllu,” en hvaði sagði Ívar við Haukastrákana í hálfleik? „Hann sagði að við þyrftum bara aðeins að slípa vörnina saman. Það þyrfti að tala saman og þá auðveldast þetta svo miklu meira. Þá fáum við fleiri auðveldar körfur og við náðum ágætis mun, en svo slökum við aftur á. Við hefðum átt að klára þetta í þriðja leikhluta.” Sóknarleikur Hauka hefur verið mjög góður í síðustu leikjum. Þeir skoruðu rúmlega 100 stig á Selfossi í síðustu viku og skora 94 á heimavelli í kvöld. Það, eðlilega, gleður Kára. „Að sjálfsögðu. Sóknin er að rúlla ágætlega hjá okkur. Við erum að fá fullt af fínum færum og vörnin er að standa ágætlega. Við þurfum að halda því áfram,” sagði Kári sem er ánægður með þriggja leikja sigurgönguna. „Við verðum að horfa upp töfluna. Við stefnum hærra og viljum heimavallarrétt í úrslitakeppninni og þá þurfum við hvern sigur sem möguleiki er á,” sagði þessi frábæri leikmaður að lokum.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Haukar unnu sigur á ÍR í sautjándu umferð Dominos-deildar karla eftir kaflaskiptan leik, en lokatölur urðu 94-88. Leikur Hauka var eins og svart og hvítt - mjög slakir í fyrri hálfleik, en allt annað að sjá til þeirra í síðari hálfleik. ÍR-ingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleik og leiddu 49-47 í hálfleik. Í síðari hálfleik var hins vegar allt annað uppi á teningnum; heimamenn gengu aldeilis á lagið og unnu að lokum sex stiga sigur, 94-88. Gestirnir úr Breiðholtinu byrjuðu leikinn gífurlega vel. Þeir skoruðu fyrstu stigin og voru komnir níu stigum yfir þegar leikhlutinn var hálfnaður, 19-10. Sóknarleikur heimamanna var agalegur og þeir töpuðu boltanum hvað eftir annað og oft á klaufalegan hátt. Gestirnir voru komnir 28-21 yfir, en heimamenn skoruðu síðustu fimm stigin og munurinn einungis tvö stig eftir fyrsta leikhluta; 28-26, ÍR í vil. Brendan Mobley skoraði átta af fyrstu stigum Hauka í fyrsta leikhluta, en síðan fóru aðrir að komast meira inn í leikinn og í upphafi annars leikhluta voru fimm búnir að skora. ÍR hélt áfram forystunni og leikur Hauka var allt, allt annar en í sigurleiknum gegn FSu í síðustu viku. Varnarleikurinn hálfvandræðalegur þar sem menn dekkuðu ekki sína menn, en ÍR liðið spilaði góðan bolta; lét boltann rúlla vel á milli manna og uppskar eftir því. Gestirnir voru komnir með átta stiga forskot á nýjan leik um miðbik annars leikhluta eftir að Haukarnir hefðu unnið upp forskotið sem ÍR náði í upphafi leiks. Haukarnir hirtu á tímapunkti nánast engin fráköst, en þeir hertu hægt og rólega varnarleik sinn og gestunum gekk erfiðlega með að finna sér leið að körfunni þegar leið á leikhlutann. Mobley hélt áfram uppteknum hætti, en það dugði ekki til því ÍR leiddi í hálfleik 49-47. Það var ljóst að Ívar Ásgrímsson hafði farið vel yfir málin í hálfleik því það var allt annað að sjá til Haukaliðsins í síðari hálfleik. Þeir spiluðu allt annan varnar- og sóknarleik og það var allt annað að sjá til liðsins. Rauðklæddir heimamenn breyttu stöðunni úr 50-51 í 60-51 og þá var Borce Ilievski, þjálfara ÍR, nóg boðið og tók leikhlé. Það gekk ekki mikið betur eftir það, en ÍR skoraði ekki körfu í þrjár mínútur á meðan Haukarnir gengu á lagið með Kára og Mobley í farabroddi. Þeir leiddu eftir þriðja leikhluta, 77-66, og ljóst að róðurinn var orðinn þungur fyrir gestina. Fjórði leikhlutinn reyndist svipaður og sá fyrri. ÍR gekk erfiðlega að brjóta sér leið að körfunni á meðan Haukarnir voru að spila mjög vel. Haukarnir lentu í smá villuvandræðum og ÍR náði aðeins að minnka forskotið en það fór aldrei í minna en fimm stig. Haukarnir stigu þá aftur á bensíngjöfina og kláruðu leikinn af fagmennsku. Þriðji sigurinn í röð,en lokatölur urðu sex stiga sigur Hauka, 94-88. Kári Jónsson var frábær hjá Haukunum annan leikinn í röð. Hann skoraði 30 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Gífurlegt efni sem verður betri og betri með hverjum leiknum. Brandon Mobley bætti svo við 24 stigum, auk þess tók hann sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Hjá gestunum var Mitchell með 32 stig, ellefu fráköst og fjórar stoðsendingar, en Vilhjálmur Theodór Jónsson kom næstur með fjórtán stig, tvær stoðsendingar og fimm fráköst. Sveinbjörn Claessen byrjaði vel, en lenti síðan í villuvandræðum og hefðu gestirnir þurft meira framlag frá honum, sérstaklega í síðari hálfleik. Haukar eru áfram í sjötta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Njarðvík og Þór Þorlákshöfn sem eru í fjórða til fimmta sæti deildarinnar. ÍR er í tíunda sæti með tíu stig, fjórum stigum frá falli og fjórum stigum frá úrslitakeppnissæti.Haukar-ÍR 94-88 (26-28, 21-21, 30-17, 17-22)Haukar: Kári Jónsson 30/6 fráköst/6 stoðsendingar, Brandon Mobley 24/6 fráköst, Kristinn Marinósson 10/5 fráköst, Emil Barja 10/9 fráköst/13 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 10/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 6, Haukur Óskarsson 4, Ívar Barja 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Guðni Heiðar Valentínusson 0, Alex Óli Ívarsson 0.ÍR: Jonathan Mitchell 32/11 fráköst, Sveinbjörn Claessen 16, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 10/6 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 10/5 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 7/5 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Daði Berg Grétarsson 4/6 stoðsendingar, Trausti Eiríksson 2, Kristján Pétur Andrésson 2, Kristófer Fannar Stefánsson 0, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0, Hákon Örn Hjálmarsson 0.Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.vísir/daníelÍvar: Þurfum að sýna að við ætlum okkur eitthvað „Ég er ánægður með þennan sigur. Sóknarleikurinn var nokkuð góður allan leikinn og það er í raun sem færir okkur sigurinn auk góðs varnarleiks í þriðja leikhluta,” sagði Ívar Ásgrimsson, þjálfari Hauka, eftir þriðja sigurinn hjá Haukum í deildinni í röð. „Þeir byrjuðu gífurlega vel og hittu svakalega í fyrsta leikhluta. Við töluðum um það að við þyrftum að herða aðeins varnarleikinn og þeir myndu ekkert hitta svona allan leikinn. Við þyrftum bara að halda haus og við gerðum það.” „Varnarlega vorum við ekkert rosalega ánægðir með fyrri hálfleikinn. Okkur vantaði að vera grimmari og við vorum ekki nægilega grimmir að fara í gegnum pick. Þeir voru að hlaupa upp í gegnum teiginn og það vantaði tal og að hjálpa hvorum öðrum.” „Það kom í þriðja leikhluta, en við vorum í smá villuvandræðum með Emil og Brandon. Við skiptum þeim útaf svo þeir fengu ekki fjórðu og þeir komust inn í þetta á þeim tímapunkti þegar við vorum með unninn leik. Það er spurning hvort að við hefðum átt að setja reynslumeiri leikmenn inná á þeim tímapunkti, en við héldum haus.” Þetta var þriðji sigur Hauka í röð og Ívar er ánægður með leik liðsins þessa daganna, þá sér í lagi sóknarleikinn. „Sóknarleikurinn er að verða betri og það er jákvætt. Okkur vantaði varnarleikinn í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að þeir hafi verið að hitta gífurlega vel í fyrsta leikhluta,” sagði Ívar sem er ánægður með sigurgönguna. „Við höldum áfram að taka næsta leik og næsti leikur er gegn Stjörnunni. Það reynir á okkur þar og Stjarnan er búið að spila mjög vel í vetur. Það er bara næsta verkefni og við þurfum að taka það. Við þurfum að sýna að við ætlum okkur eitthvað.” „ÍR-ingarnir eru líka búnir að vera á uppleið og þeir voru að leggja sig fram. Þeir börðust eins og ljón. Við stóðumst það sem er bara fínt,” sagði Ívar í leikslok.Borce: Verða að fara úr því að vera efnilegir í að verða góðir „Eftir alla tapleiki erum við vonsviknir, bæði ég og leikmennirnir. Mér finnst við klúðra þessu í þriðja leikhluta eins og við gerðum gegn Stjörnunni,” sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, við Vísi í leikslok. „Það leit út eins og við hefðum tapað einbeitingunni og eftir það eyddum við mikilli orku í að brúa bilið, en náðum aldrei okkar markmiði sem var það að vinna leikinn.” „Mér fannst við gera mistök í þessum leik - klikka skotum og það var vott af stressi í þriðja leikhlutanum. Haukar skoruðu einnig mikilvæg stig fyrir utan þriggja stiga línuna og meira og minna er þriðji hlutinn bara vandræði fyrir okkur.” ÍR spilaði virkilega vel í fyrri hálfleik þá sérstaklega fyrstu fimmtán mínúturnar, en liðinu gekk afleitlega í þriðja leikhluta. Hefur Borce einhverjar skýringar á því? „Við komum einbeittir til leiks og eftir tap í síðasta leik í Seljaskóla ætluðum við að sýna að við værum ekki svona slæmt lið og auðvitað vorum við betri í fyrri hálfleik, en leikurinn er 40 mínútur og við verðum að vita að spila til enda.” „Auðvitað erum við áhyggjufullir. Þegar þú ferð í svona krísu, að tapa nokkrum leikjum í röð, þá ertu alltaf að spyrja þig hvort þú sért að gera nægilega vel. Ég trúi á þetta lið og ég hef oft sagt það að það eru möguleg gæði í þessu liði.” „Í kvöld gáfum við öllum tækifæri. Ég er byrjaður að hugsa um næsta tímabil; að búa til lið fyrir næsta tímabil. Við spilum oft á tíu til ellefu leikmönnum og í kvöld spiluðum við á tíu til ellefu leikmönnum og það eru góðar fréttir.” „Þeir sýndu góðar hliðar og þeir þurfa að fara úr því að vera efnilegir í að verða góðir. Ég vil ekki lenda í sömu vandræðum á næstu leiktíð og vil að þessir strákar verði klárir í að spila,” sagði Borce ákveðinn í leikslok.Kári: Verðum að horfa upp töfluna „Sóknin okkar var að flæða ágætlega. Við áttum ekkert í miklum erfiðleikum með að skora í fyrri hálfleik, en vörnin var ekki að klikka inn,” sagði Kári Jónsson, maður leiksins í röðum Hauka, við Vísi í leikslok, en Kári var frábær í kvöld. „Vörnin kom inn í þriðja leikhlutanum, en síðan slökum við aftur á í fjórða. Við náðum að vinna sem var fyrir öllu,” en hvaði sagði Ívar við Haukastrákana í hálfleik? „Hann sagði að við þyrftum bara aðeins að slípa vörnina saman. Það þyrfti að tala saman og þá auðveldast þetta svo miklu meira. Þá fáum við fleiri auðveldar körfur og við náðum ágætis mun, en svo slökum við aftur á. Við hefðum átt að klára þetta í þriðja leikhluta.” Sóknarleikur Hauka hefur verið mjög góður í síðustu leikjum. Þeir skoruðu rúmlega 100 stig á Selfossi í síðustu viku og skora 94 á heimavelli í kvöld. Það, eðlilega, gleður Kára. „Að sjálfsögðu. Sóknin er að rúlla ágætlega hjá okkur. Við erum að fá fullt af fínum færum og vörnin er að standa ágætlega. Við þurfum að halda því áfram,” sagði Kári sem er ánægður með þriggja leikja sigurgönguna. „Við verðum að horfa upp töfluna. Við stefnum hærra og viljum heimavallarrétt í úrslitakeppninni og þá þurfum við hvern sigur sem möguleiki er á,” sagði þessi frábæri leikmaður að lokum.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira