Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 88-101 | Grindvíkingar bitu frá sér Sveinn Ólafur Magnússon í TM-höllinni í Keflavík skrifar 8. febrúar 2016 22:00 Valur Orri valsson, leikstjórnandi Keflavíkur. vísir/stefán Keflavík mistókst að komast upp að hlið KR á toppi Dominos-deildar karla í kvöld. Fyrir leikinn voru Keflvíkingar í öðru sæti en Grindvíkingar í því níunda og þurftu nauðsynlega á sigri að halda enda í mikilli baráttu við Snæfell um sæti í úrslitakeppninni. Keflvíkingar þurftu á sigri að halda til þess að missa ekki KR á undan sér í toppbaráttunni. Leikurinn fór rólega af stað og greinilegt að bæði lið ætluðu að leita inni í teig af þeim Charles Wayne Garcia hjá Grindavík og Jerome Hill hjá Keflavík. Bæði lið voru föst fyrir í vörninni og greinilegt að hvorugt liðið vildi gefa eftir og var leikurinn í járnum. Aldrei var teljanlegur munur á liðunum þó voru Keflvíkingar fyrri til þess að skora. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 23-21 fyrir Keflavík. Í öðrum leikhluta skiptust liðin á að skora og spila góða vörn. Grindavík hélt áfram að leita inní teig að Garcia. Jón Axel Guðmundsson var að spila mjög vel og réðu Keflvíkingar illa við hann og þegar fyrri hálfleik lauk var hann búinn að skora 15 stig. Sóknarleikur Keflvíkinga var frekar hægur og náðu þeir ekkert að keyra upp hraðann eins og þeir vilja spila. Það verður ekki tekið að Grindvíkingum að þeir spiluðu fína vörn. Þrír leikmenn voru í aðalhlutverki hjá Grindavík í fyrri hálfleik þeir Charles Wayne Garcia með 13 stig, Jóhann Árni Ólafsson skoraði einnig 13 stig og fyrrnefndur Jón Axel. Hjá Keflavík var Jerome Hill í sérflokki og skoraði 16 stig en aðrir voru með töluvert minna. Lykilmenn í liði Keflavíkur voru ekki að finna sig í fyrri hálfleik, sérstaklega í sókninni. Heilt yfir var leikurinn frekar rólegur og leikmenn virkuðu þungir. Grindavík skoraði átta síðustu stigin í fyrri hálfleik og leiddi með fimm stigum, 41-46. Grindvíkingar byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafti og héldu uppteknum hætti í vörninni sem gerði Keflvíkingum erfitt fyrir í sókninni. Jón Axel var allt í öllu í sóknarleik Grindvíkinga ásamt þeim Garcia og Jóhanni Árna. Garcia fékk sína fjórðu villu þegar þriðji leikhluti var hálfnaður og fékk sér sæti á bekknum en það kom ekki að sök. Grindvíkinga heldu uppteknum hætti og leiddu eftir þriðja leikhluta 62-73. Keflvíkingar byrjuðu í svæðisvörn í upphafi fjórða leikhluta sem gekk ágætlega en þeir náðu ekki að nýta sér það sóknarlega. Hægt og rólega juku Grindvíkingar forskot sitt sem var mest 15 stig. Keflvíkingar náðu að minnka muninn niður í átta stig en nær komust þeir ekki. Grindvíkingar gáfu í og náðu mest sextán stiga forskoti sem Keflvíkingar náðu ekki að brúa og sanngjarn sigur Grindvíkinga staðreynd. Mikið púður fór í það hjá Keflvíkingum að tala við dómaranna í leiknum en þeir höfðu nóg að gera sérstaklega í seinni hálfleik. Grindvíkingar voru einfaldlega grimmari í kvöld, sérstaklega í seinni hálfleik, þeir spiluðu stífa vörn og agaðan sóknarleik. Bestir í liði Grindvíkinga voru Jón Axel Guðmundsson sem átti stórleik en hann skoraði 35 stig og stjórnaði sóknarleiknum eins og herforingi. Aðrir sem áttu góðan leik voru þeir Jóhann Árni Ólafsson með 25 stig og Charles Wayne Garcia sem setti niður 23 stig. Einnig átti Ómar Sævarsson góðan dag í vörninni. Keflvíkingar áttu slakan dag sérstaklega í sókninni. Einu mennirnir með lífsmarki hjá þeim voru Jerome Hill sem skoraði 29 stig ásamt Guðmundi Jónssyni sem skoraði 17 stig einnig átti Magnús Már Traustason ágæta spretti. Aðrir leikmenn sáust varla í kvöld.Valur Orri: Við mættum ekki með hausinn í lagi „Allt sem við gerðum var lélegt eins og hausinn einhverstaðar annars staðar og þá gerist svona. Það er frekar mikið að fá sig hundrað stig í svona leik en við vorum ekki að spila að neinum krafti,“ sagði Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, eftir tapið á móti Grindavík í kvöld. Jerome Hill var að spila sinn annan leik í kvöld en hann og Valur Orri hafa náð vel saman sérstaklega í leiknum á móti Snæfell „Jerome Hill er flottur leikmaður. Hann er sterkur, ákveðin og gefur góðar hindranir. Einnig er hann góður að finna lausa menn.“ Keflvíkingar mistu toppsætið til KR eftir tapið í kvöld „Mér líst vel á framhaldið, við verðum að spila af meiri krafti en við gerðum hér í kvöld. Þessi leikur var svipaður eins og á móti Hetti. Við mættum ekki hausinn ekki í lagi það vantaði alla grimmd og ákveðni í menn.“Jón Axel: Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur Jón Axel Guðmundsson, leikmaður rGrindvíkinga, átti stórleik í kvöld á móti Keflavík ekki bara stjórnaði hann sóknarleiknum eins og herforingi heldur setti hann niður 35 stig. „Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur upp á að komast í úrslitakeppnina. Við þurfum svona sigra, komnir tveir í röð og það er góð tilfinning,“ sagði Jón Axel eftir sigurinn í kvöld en Grindvíkingar hafa unnið tvö topplið í röð, unnu Stjörnuna í síðustu umferð og núna Keflavík. Grindvíkingar spiluðu góða vörn í kvöld eins og á móti Stjörnunni. „Við höfum verið að spila hörkuvörn í síðustu tveimur leikjum og vonandi heldur þetta áfram hjá okkur. Við vorum nokkrir að spila vel í kvöld og ég var að finna mig nokkuð vel það eru allir að skila til liðsins.“ Charles Wayne Garcia sem nýlega gekk til liðs við Grindavík hefur verið að spila vel fyrir liðið og Jón Axel er ánægður með hann. „Garcia er stór þannig að hann truflar mikið í vörninni, hann er duglegur að hjálpa og hvetja menn. Það skemmir ekkert fyrir að hann er einnig mjög góður sóknarmaður,“ sagði Jón Axel glaður í bragði að lokum.Jóhann Þór: Liðsheildin flott hjá okkur í kvöld „Hver leikur sem eftir er hjá okkur verðum við að vinna þetta er svo jafnt. Tvö stig í kvöld er gott fyrir okkur. Leikurinn í kvöld er beint framhald af leiknum við Stjörnunna við vorum að spila góða vörn,” sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga sem var ánægður með spilamennskuna hjá sínum mönnum „Liðsheildin var flott í kvöld allir leikmenn voru að hjálpa liðinu. Ómar Sævarsson stóð sig vel, Hilmir Kristjánsson kom sterkur og Jón Axel Guðmundsson frábær. Það var flott heild á lliðinu, Jóhann Árni Ólafsson var sterkur þegar á reyndi og þannig á það að vera.“ „Við ætlum að halda áfram að byggja ofan á þennan sigur. Við erum búnir að leggja liðin í öðru og þriðja sæti sem er nokkuð sterkt hjá okkur en við verðum að halda áfram. Það er erfiðir leikir eftir þannig að við horfum fram á veginn.” sagði Jóhann Þór.Sigurður: Ég er ekki sáttur „Ég er ekki sáttur og liðið er heldur ekkert sátt. Við spiluðum illa og vorum lélegir það var kraftur í Grindavík í kvöld. Þeir eru að berjast um að komast í úrslitakeppnina og þeir mættu hér í kvöld og spiluðu alvöru leik en of fáir leikmenn hjá okkur mættu til leiks,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. „Það er áhyggjuefni með vörnina hjá okkur í kvöld eins og leikurinn þróaðist en einnig með sóknina hjá okkur. Við munum fara yfir okkar leik á næstu dögum,“ sagði Sigurður, þjálfari Keflvíkinga, sem var óánægður með liðið sitt í kvöldKeflavík-Grindavík 88-101 (23-21, 18-25, 21-27, 26-28)Keflavík: Jerome Hill 29/13 fráköst/4 varin skot, Guðmundur Jónsson 17, Magnús Már Traustason 13/4 fráköst, Valur Orri Valsson 9/4 fráköst/8 stoðsendingar, Reggie Dupree 6/6 fráköst, Ágúst Orrason 4, Daði Lár Jónsson 4, Andrés Kristleifsson 2, Magnús Þór Gunnarsson 2/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 2, Andri Daníelsson 0, Arnór Ingi Ingvason 0.Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 35/6 fráköst/6 stolnir, Jóhann Árni Ólafsson 25/5 fráköst, Charles Wayne Garcia Jr. 23/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/10 fráköst/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 8, Jens Valgeir Óskarsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Þorsteinn Finnbogason 0, Hilmir Kristjánsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0.Hér að neðan má sjá textalýsingu úr leiknum.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Keflavík mistókst að komast upp að hlið KR á toppi Dominos-deildar karla í kvöld. Fyrir leikinn voru Keflvíkingar í öðru sæti en Grindvíkingar í því níunda og þurftu nauðsynlega á sigri að halda enda í mikilli baráttu við Snæfell um sæti í úrslitakeppninni. Keflvíkingar þurftu á sigri að halda til þess að missa ekki KR á undan sér í toppbaráttunni. Leikurinn fór rólega af stað og greinilegt að bæði lið ætluðu að leita inni í teig af þeim Charles Wayne Garcia hjá Grindavík og Jerome Hill hjá Keflavík. Bæði lið voru föst fyrir í vörninni og greinilegt að hvorugt liðið vildi gefa eftir og var leikurinn í járnum. Aldrei var teljanlegur munur á liðunum þó voru Keflvíkingar fyrri til þess að skora. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 23-21 fyrir Keflavík. Í öðrum leikhluta skiptust liðin á að skora og spila góða vörn. Grindavík hélt áfram að leita inní teig að Garcia. Jón Axel Guðmundsson var að spila mjög vel og réðu Keflvíkingar illa við hann og þegar fyrri hálfleik lauk var hann búinn að skora 15 stig. Sóknarleikur Keflvíkinga var frekar hægur og náðu þeir ekkert að keyra upp hraðann eins og þeir vilja spila. Það verður ekki tekið að Grindvíkingum að þeir spiluðu fína vörn. Þrír leikmenn voru í aðalhlutverki hjá Grindavík í fyrri hálfleik þeir Charles Wayne Garcia með 13 stig, Jóhann Árni Ólafsson skoraði einnig 13 stig og fyrrnefndur Jón Axel. Hjá Keflavík var Jerome Hill í sérflokki og skoraði 16 stig en aðrir voru með töluvert minna. Lykilmenn í liði Keflavíkur voru ekki að finna sig í fyrri hálfleik, sérstaklega í sókninni. Heilt yfir var leikurinn frekar rólegur og leikmenn virkuðu þungir. Grindavík skoraði átta síðustu stigin í fyrri hálfleik og leiddi með fimm stigum, 41-46. Grindvíkingar byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafti og héldu uppteknum hætti í vörninni sem gerði Keflvíkingum erfitt fyrir í sókninni. Jón Axel var allt í öllu í sóknarleik Grindvíkinga ásamt þeim Garcia og Jóhanni Árna. Garcia fékk sína fjórðu villu þegar þriðji leikhluti var hálfnaður og fékk sér sæti á bekknum en það kom ekki að sök. Grindvíkinga heldu uppteknum hætti og leiddu eftir þriðja leikhluta 62-73. Keflvíkingar byrjuðu í svæðisvörn í upphafi fjórða leikhluta sem gekk ágætlega en þeir náðu ekki að nýta sér það sóknarlega. Hægt og rólega juku Grindvíkingar forskot sitt sem var mest 15 stig. Keflvíkingar náðu að minnka muninn niður í átta stig en nær komust þeir ekki. Grindvíkingar gáfu í og náðu mest sextán stiga forskoti sem Keflvíkingar náðu ekki að brúa og sanngjarn sigur Grindvíkinga staðreynd. Mikið púður fór í það hjá Keflvíkingum að tala við dómaranna í leiknum en þeir höfðu nóg að gera sérstaklega í seinni hálfleik. Grindvíkingar voru einfaldlega grimmari í kvöld, sérstaklega í seinni hálfleik, þeir spiluðu stífa vörn og agaðan sóknarleik. Bestir í liði Grindvíkinga voru Jón Axel Guðmundsson sem átti stórleik en hann skoraði 35 stig og stjórnaði sóknarleiknum eins og herforingi. Aðrir sem áttu góðan leik voru þeir Jóhann Árni Ólafsson með 25 stig og Charles Wayne Garcia sem setti niður 23 stig. Einnig átti Ómar Sævarsson góðan dag í vörninni. Keflvíkingar áttu slakan dag sérstaklega í sókninni. Einu mennirnir með lífsmarki hjá þeim voru Jerome Hill sem skoraði 29 stig ásamt Guðmundi Jónssyni sem skoraði 17 stig einnig átti Magnús Már Traustason ágæta spretti. Aðrir leikmenn sáust varla í kvöld.Valur Orri: Við mættum ekki með hausinn í lagi „Allt sem við gerðum var lélegt eins og hausinn einhverstaðar annars staðar og þá gerist svona. Það er frekar mikið að fá sig hundrað stig í svona leik en við vorum ekki að spila að neinum krafti,“ sagði Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, eftir tapið á móti Grindavík í kvöld. Jerome Hill var að spila sinn annan leik í kvöld en hann og Valur Orri hafa náð vel saman sérstaklega í leiknum á móti Snæfell „Jerome Hill er flottur leikmaður. Hann er sterkur, ákveðin og gefur góðar hindranir. Einnig er hann góður að finna lausa menn.“ Keflvíkingar mistu toppsætið til KR eftir tapið í kvöld „Mér líst vel á framhaldið, við verðum að spila af meiri krafti en við gerðum hér í kvöld. Þessi leikur var svipaður eins og á móti Hetti. Við mættum ekki hausinn ekki í lagi það vantaði alla grimmd og ákveðni í menn.“Jón Axel: Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur Jón Axel Guðmundsson, leikmaður rGrindvíkinga, átti stórleik í kvöld á móti Keflavík ekki bara stjórnaði hann sóknarleiknum eins og herforingi heldur setti hann niður 35 stig. „Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur upp á að komast í úrslitakeppnina. Við þurfum svona sigra, komnir tveir í röð og það er góð tilfinning,“ sagði Jón Axel eftir sigurinn í kvöld en Grindvíkingar hafa unnið tvö topplið í röð, unnu Stjörnuna í síðustu umferð og núna Keflavík. Grindvíkingar spiluðu góða vörn í kvöld eins og á móti Stjörnunni. „Við höfum verið að spila hörkuvörn í síðustu tveimur leikjum og vonandi heldur þetta áfram hjá okkur. Við vorum nokkrir að spila vel í kvöld og ég var að finna mig nokkuð vel það eru allir að skila til liðsins.“ Charles Wayne Garcia sem nýlega gekk til liðs við Grindavík hefur verið að spila vel fyrir liðið og Jón Axel er ánægður með hann. „Garcia er stór þannig að hann truflar mikið í vörninni, hann er duglegur að hjálpa og hvetja menn. Það skemmir ekkert fyrir að hann er einnig mjög góður sóknarmaður,“ sagði Jón Axel glaður í bragði að lokum.Jóhann Þór: Liðsheildin flott hjá okkur í kvöld „Hver leikur sem eftir er hjá okkur verðum við að vinna þetta er svo jafnt. Tvö stig í kvöld er gott fyrir okkur. Leikurinn í kvöld er beint framhald af leiknum við Stjörnunna við vorum að spila góða vörn,” sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga sem var ánægður með spilamennskuna hjá sínum mönnum „Liðsheildin var flott í kvöld allir leikmenn voru að hjálpa liðinu. Ómar Sævarsson stóð sig vel, Hilmir Kristjánsson kom sterkur og Jón Axel Guðmundsson frábær. Það var flott heild á lliðinu, Jóhann Árni Ólafsson var sterkur þegar á reyndi og þannig á það að vera.“ „Við ætlum að halda áfram að byggja ofan á þennan sigur. Við erum búnir að leggja liðin í öðru og þriðja sæti sem er nokkuð sterkt hjá okkur en við verðum að halda áfram. Það er erfiðir leikir eftir þannig að við horfum fram á veginn.” sagði Jóhann Þór.Sigurður: Ég er ekki sáttur „Ég er ekki sáttur og liðið er heldur ekkert sátt. Við spiluðum illa og vorum lélegir það var kraftur í Grindavík í kvöld. Þeir eru að berjast um að komast í úrslitakeppnina og þeir mættu hér í kvöld og spiluðu alvöru leik en of fáir leikmenn hjá okkur mættu til leiks,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. „Það er áhyggjuefni með vörnina hjá okkur í kvöld eins og leikurinn þróaðist en einnig með sóknina hjá okkur. Við munum fara yfir okkar leik á næstu dögum,“ sagði Sigurður, þjálfari Keflvíkinga, sem var óánægður með liðið sitt í kvöldKeflavík-Grindavík 88-101 (23-21, 18-25, 21-27, 26-28)Keflavík: Jerome Hill 29/13 fráköst/4 varin skot, Guðmundur Jónsson 17, Magnús Már Traustason 13/4 fráköst, Valur Orri Valsson 9/4 fráköst/8 stoðsendingar, Reggie Dupree 6/6 fráköst, Ágúst Orrason 4, Daði Lár Jónsson 4, Andrés Kristleifsson 2, Magnús Þór Gunnarsson 2/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 2, Andri Daníelsson 0, Arnór Ingi Ingvason 0.Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 35/6 fráköst/6 stolnir, Jóhann Árni Ólafsson 25/5 fráköst, Charles Wayne Garcia Jr. 23/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/10 fráköst/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 8, Jens Valgeir Óskarsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Þorsteinn Finnbogason 0, Hilmir Kristjánsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0.Hér að neðan má sjá textalýsingu úr leiknum.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira