Framkvæmdastjóri IKEA fagnar gataskeiðunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2016 14:49 Þórarinn hafði ekki heyrt um gataskeiðarnar en hefur nákvæmlega ekkert út á þær að setja. Vísir „Mér finnst þetta flott hugvit,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi um gataskeiðina „Skeiðin hans afa“ sem hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Krista design hefur haft skeiðarnar til sölu um nokkuð skeið. María Krista Hreiðarsdóttir er í forsvari fyrir Krista design en um er að ræða skeiðar sem keyptar eru í IKEA; í þær boruð göt og þær settar í glæsilega gjafapakkningu. Þær má til dæmis nota sem skeiðar fyrir feta-ost, gular og grænar baunir eða þess lags matvöru þar sem gæti hentað að losa vökvann frá.Notast við hugmynd afa María Krista sagði í frétt Vísi í morgun að hugmyndin að baki hönnuninni komi frá útfærslu afa hennar á matskeiðum sem hann fann ofan í skúffu hjá ömmur hennar. Hann boraði þær út fyrir annan tilgang. „Pælingin hjá honum og endurútfærslan á annars venjulegri skeið er því hönnun/hugvit í sjálfu sér að okkar mati og erum við því aðeins að halda hugmyndum hans og heiðri á lofti.“ Þórarinn hafði ekki heyrt af gataskeiðunum fyrr en hann las fréttir um þær í dag. Hann segir fólk geta deilt um hvort um hönnun sé að ræða eða ekki. Honum finnist hins vegar alls ekki um nokkur svik að ræða og langt í frá eina dæmi þess að vörur frá IKEA séu notaðar og teknar skrefinu lengra.„Live and let live“ Nefnir framkvæmdastjórinn sem dæmi að fólk hafi keypt kerti sem svo eru skreytt og einnig fjárfest í stálausum, beygt þær og notað sem kertastjaka á vegg. „Við höfum ekkert út á þetta að setja. Mér finnst þetta ofsalega flott,“ segir Þórarinn. Hann bendir á að einhvers staðar verði fólk að geta keypt skeiðar og þetta sé merki um gott hugvit þar sem enginn tapi. „Live and let live,“ segir Þórarinn. Höfundaréttur IKEA Tengdar fréttir „Hönnuður“ gataskeiðar hlaut dóm fyrir brot á iðnaðarlögum María Krista Hreiðarsdóttir hjá Krista design er harður stuðningsmaður þess að löggilding iðngreinarinnar ljósmyndun verði felld niður. 9. febrúar 2016 13:15 Bora göt í Ikea-skeiðar og kalla íslenska hönnun Ikea-skeiðin hans afa vekur athygli en mismikla lukku. 9. febrúar 2016 10:10 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
„Mér finnst þetta flott hugvit,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi um gataskeiðina „Skeiðin hans afa“ sem hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Krista design hefur haft skeiðarnar til sölu um nokkuð skeið. María Krista Hreiðarsdóttir er í forsvari fyrir Krista design en um er að ræða skeiðar sem keyptar eru í IKEA; í þær boruð göt og þær settar í glæsilega gjafapakkningu. Þær má til dæmis nota sem skeiðar fyrir feta-ost, gular og grænar baunir eða þess lags matvöru þar sem gæti hentað að losa vökvann frá.Notast við hugmynd afa María Krista sagði í frétt Vísi í morgun að hugmyndin að baki hönnuninni komi frá útfærslu afa hennar á matskeiðum sem hann fann ofan í skúffu hjá ömmur hennar. Hann boraði þær út fyrir annan tilgang. „Pælingin hjá honum og endurútfærslan á annars venjulegri skeið er því hönnun/hugvit í sjálfu sér að okkar mati og erum við því aðeins að halda hugmyndum hans og heiðri á lofti.“ Þórarinn hafði ekki heyrt af gataskeiðunum fyrr en hann las fréttir um þær í dag. Hann segir fólk geta deilt um hvort um hönnun sé að ræða eða ekki. Honum finnist hins vegar alls ekki um nokkur svik að ræða og langt í frá eina dæmi þess að vörur frá IKEA séu notaðar og teknar skrefinu lengra.„Live and let live“ Nefnir framkvæmdastjórinn sem dæmi að fólk hafi keypt kerti sem svo eru skreytt og einnig fjárfest í stálausum, beygt þær og notað sem kertastjaka á vegg. „Við höfum ekkert út á þetta að setja. Mér finnst þetta ofsalega flott,“ segir Þórarinn. Hann bendir á að einhvers staðar verði fólk að geta keypt skeiðar og þetta sé merki um gott hugvit þar sem enginn tapi. „Live and let live,“ segir Þórarinn.
Höfundaréttur IKEA Tengdar fréttir „Hönnuður“ gataskeiðar hlaut dóm fyrir brot á iðnaðarlögum María Krista Hreiðarsdóttir hjá Krista design er harður stuðningsmaður þess að löggilding iðngreinarinnar ljósmyndun verði felld niður. 9. febrúar 2016 13:15 Bora göt í Ikea-skeiðar og kalla íslenska hönnun Ikea-skeiðin hans afa vekur athygli en mismikla lukku. 9. febrúar 2016 10:10 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
„Hönnuður“ gataskeiðar hlaut dóm fyrir brot á iðnaðarlögum María Krista Hreiðarsdóttir hjá Krista design er harður stuðningsmaður þess að löggilding iðngreinarinnar ljósmyndun verði felld niður. 9. febrúar 2016 13:15
Bora göt í Ikea-skeiðar og kalla íslenska hönnun Ikea-skeiðin hans afa vekur athygli en mismikla lukku. 9. febrúar 2016 10:10