Körfubolti

Körfuboltakvöld: Grétar er einn besti íslenski leikmaðurinn undir körfunni

„Það er ótrúlega gott fyrir Einar, þjálfara Þórs, að hafa Ragga og Grétar tvo saman undir körfunni. Fyrir áramót byrjaði Þórsliðið mjög vel og svo kom slappur kafli en núna er Grétar kominn inn í þetta og þeir eru komnir með meira jafnvægi í teignum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi í gær, aðspurður um leikmenn Þórs undir körfunni.

Þór Þorlákshöfn vann stórsigur á nágrönnum sínum í FSu í vikunni en Grétar hefur fallið í skugga Ragnars þegar kemur að fjölmiðlaumfjöllun.

„Hann er ekki bara með góða skottækni, ég fullyrði það að það er ekki til sá íslenski leikmaður sem er með betri hreyfingar undir körfunni. Hann er með yfirburði á því sviði, skottæknin og allt saman. Þetta er allt á hreinu hjá honum og hann breytir þessu liði algjörlega, setur það á annan stall,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson, um Grétar í þættinum.

Umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem þeir fara yfir Þórsliðið og áhrif Grétars á spilamennskuna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×