Einstakt lýðheilsuátak Kristján Þór Júlíusson skrifar 22. janúar 2016 07:00 Í dag er einstöku meðferðarátaki við lifrarbólgu C hleypt af stokkunum. Átakið felur í sér að að unnt verður að veita öllum þeim 800-1.000 einstaklingum sem eru sjúkratryggðir á Íslandi og hafa greinst með lifrabólgu C bestu fáanlegu meðferð með nýjum lyfjum. Átak af þessari stærðargráðu, þar sem öllum býðst besta fáanlega meðferð, á sér vart fordæmi á heimsvísu. Lifrarbólga C er alvarlegur og í mörgum tilvikum lífshættulegur sjúkdómur þar sem þekktar afleiðingar eru skorpulifur, lifrarkrabbamein og lifrarbilun. Flestir sem sýkjast af lifrarbólgu fá langvinna sýkingu sem krefst meðferðar. Sú lyfjameðferð sem lengst af var beitt gat læknað fólk en dugði ekki alltaf. Meðferð tekur marga mánuði og aukaverkanir eru nokkuð algengar og geta reynst sjúklingum erfiðar. Á síðustu misserum hafa komið fram ný lyf við lifrarbólgu C sem kalla má byltingarkennd þar sem þau lækna á bilinu 95 til 100% sjúklinga sem eru meðhöndlaðir með þeim, auk þess að hafa mun minni aukaverkanir en eldri lyf. Sá hængur er á að þessi lyf eru mjög dýr sem gerir það að verkum að heilbrigðisyfirvöld í þeim löndum þar sem lyfin hafa á annað borð verið innleidd gera það með ströngum skilyrðum þar sem aðeins lítill hluti smitaðra fær slíka meðferð samkvæmt forgangsröðun sem byggist á faglegu mati lækna.Ísland fær einstakt tækifæri Með átakinu er stefnt að því að vinna bug á sjúkdómnum hér á landi og stemma stigu við frekari útbreiðslu hans. Forsenda þess að unnt er að ráðast í þetta risavaxna verkefni, er samstarf við lyfjafyrirtækið Gilead Sciences sem í faraldsfræðilegu rannsóknarskyni leggur til lyfið Harvoni fyrir alla þá sjúklinga sem smitaðir eru og þiggja meðferð. Samhliða meðferðarátakinu munu fara fram rannsóknir á árangri þess til lengri og skemmri tíma, m.a. á sjúkdómsbyrði og á langtímakostnaði við heilbrigðisþjónustu. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 6. október sl. að veita árlega, næstu þrjú árin, 150 milljónir króna til átaksins sem varið verður til blóðrannsókna og annarrar þjónustu sem tengist meðferðinni. Jafnframt fól ríkisstjórnin mér að ganga frá samkomulagi íslenskra heilbrigðisyfirvalda og Gilead um verkefnið. Í dag staðfesti ég þennan samning Landspítala og Gilead. Ein af mikilvægustu forsendum þess að lýðheilsuátak eins og þetta sé raunhæft og framkvæmanlegt er sú að við erum fámenn eyþjóð auk þess sem við búum við gott heilbrigðiskerfi með trausta innviði.Langur aðdragandi og vandaður undirbúningur Undirbúningur að þessu verkefni hefur staðið á vel á annað ár. Hópur lækna á Landspítala hafði forystu um málið í samvinnu við fyrirtækið Gilead en á síðari stigum undirbúningsins komu að verkefninu breiður hópur fagfólks Landspítala, fulltrúar velferðarráðuneytisins, SÁÁ og fleiri aðila. Sóttvarnalæknir hefur átt afar mikilvæga aðkomu að verkefninu, enda fellur verkefnið að 5. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997. Landspítali mun leggja til starfsmenn, aðstöðu og nauðsynlegar greiningarannsóknir en yfirumsjón með verkefninu verður á hendi sóttvarnalæknis. Ég vil að lokum lýsa þakklæti mínu í garð allra þeirra fjölmörgu aðila sem hafa um langt skeið lagt nótt við dag til að undirbúa og gera mögulegt þetta einstæða lýðheilsuverkefni. Fjöldi fólks sem glímir við erfiðan sjúkdóm eygir nú von um lækningu og betra líf. Eins og Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur bent á má með þessu átaki binda vonir við að okkur takist að rjúfa þennan vítahring smits og bægja þessum landlæga og alvarlega sjúkdómi frá til framtíðar. Það er til mikils að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í dag er einstöku meðferðarátaki við lifrarbólgu C hleypt af stokkunum. Átakið felur í sér að að unnt verður að veita öllum þeim 800-1.000 einstaklingum sem eru sjúkratryggðir á Íslandi og hafa greinst með lifrabólgu C bestu fáanlegu meðferð með nýjum lyfjum. Átak af þessari stærðargráðu, þar sem öllum býðst besta fáanlega meðferð, á sér vart fordæmi á heimsvísu. Lifrarbólga C er alvarlegur og í mörgum tilvikum lífshættulegur sjúkdómur þar sem þekktar afleiðingar eru skorpulifur, lifrarkrabbamein og lifrarbilun. Flestir sem sýkjast af lifrarbólgu fá langvinna sýkingu sem krefst meðferðar. Sú lyfjameðferð sem lengst af var beitt gat læknað fólk en dugði ekki alltaf. Meðferð tekur marga mánuði og aukaverkanir eru nokkuð algengar og geta reynst sjúklingum erfiðar. Á síðustu misserum hafa komið fram ný lyf við lifrarbólgu C sem kalla má byltingarkennd þar sem þau lækna á bilinu 95 til 100% sjúklinga sem eru meðhöndlaðir með þeim, auk þess að hafa mun minni aukaverkanir en eldri lyf. Sá hængur er á að þessi lyf eru mjög dýr sem gerir það að verkum að heilbrigðisyfirvöld í þeim löndum þar sem lyfin hafa á annað borð verið innleidd gera það með ströngum skilyrðum þar sem aðeins lítill hluti smitaðra fær slíka meðferð samkvæmt forgangsröðun sem byggist á faglegu mati lækna.Ísland fær einstakt tækifæri Með átakinu er stefnt að því að vinna bug á sjúkdómnum hér á landi og stemma stigu við frekari útbreiðslu hans. Forsenda þess að unnt er að ráðast í þetta risavaxna verkefni, er samstarf við lyfjafyrirtækið Gilead Sciences sem í faraldsfræðilegu rannsóknarskyni leggur til lyfið Harvoni fyrir alla þá sjúklinga sem smitaðir eru og þiggja meðferð. Samhliða meðferðarátakinu munu fara fram rannsóknir á árangri þess til lengri og skemmri tíma, m.a. á sjúkdómsbyrði og á langtímakostnaði við heilbrigðisþjónustu. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 6. október sl. að veita árlega, næstu þrjú árin, 150 milljónir króna til átaksins sem varið verður til blóðrannsókna og annarrar þjónustu sem tengist meðferðinni. Jafnframt fól ríkisstjórnin mér að ganga frá samkomulagi íslenskra heilbrigðisyfirvalda og Gilead um verkefnið. Í dag staðfesti ég þennan samning Landspítala og Gilead. Ein af mikilvægustu forsendum þess að lýðheilsuátak eins og þetta sé raunhæft og framkvæmanlegt er sú að við erum fámenn eyþjóð auk þess sem við búum við gott heilbrigðiskerfi með trausta innviði.Langur aðdragandi og vandaður undirbúningur Undirbúningur að þessu verkefni hefur staðið á vel á annað ár. Hópur lækna á Landspítala hafði forystu um málið í samvinnu við fyrirtækið Gilead en á síðari stigum undirbúningsins komu að verkefninu breiður hópur fagfólks Landspítala, fulltrúar velferðarráðuneytisins, SÁÁ og fleiri aðila. Sóttvarnalæknir hefur átt afar mikilvæga aðkomu að verkefninu, enda fellur verkefnið að 5. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997. Landspítali mun leggja til starfsmenn, aðstöðu og nauðsynlegar greiningarannsóknir en yfirumsjón með verkefninu verður á hendi sóttvarnalæknis. Ég vil að lokum lýsa þakklæti mínu í garð allra þeirra fjölmörgu aðila sem hafa um langt skeið lagt nótt við dag til að undirbúa og gera mögulegt þetta einstæða lýðheilsuverkefni. Fjöldi fólks sem glímir við erfiðan sjúkdóm eygir nú von um lækningu og betra líf. Eins og Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur bent á má með þessu átaki binda vonir við að okkur takist að rjúfa þennan vítahring smits og bægja þessum landlæga og alvarlega sjúkdómi frá til framtíðar. Það er til mikils að vinna.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar