Belgar unnu Litháa á EM og Sviss vann Rússland | Mótherjar Íslands í undankeppni EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 13:45 Logi Gunnarsson, Hlynur Bærginsson og strákarnir í körfuboltalandsliðinu stóðu sig vel á sínu fyrsta Eurobasket-móti. Vísir/Valli Íslenska körfuboltalandsliðið lenti í riðli með Belgíu, Sviss og Kýpur þegar dregið var í riðla í Þýskalandi í dag fyrir undankeppni Eurobasket 2017. Íslenska landsliðið hefði vissulega getað verið mun óheppnari með riðil sem sést kannski á því að Svíar enduðu í riðli með Rússum og Bosníumönnum, Ungverjar eru með Makedóníu og Bretlandi í riðli og þá lentu Danir með Þjóðverjum, Hollendingum og Austurríkismönnum. Það breytir ekki því að Ísland er að fara að mæta sterkum þjóðum í þessum A-riðli og staðreyndin er sú að aðeins efsta liðið er alveg öruggt með sæti á Eurobasket 2017 þó að fjögur af sjö liðum í öðru sæti komast þangað líka.Belgar eru fulltrúar efsta styrkleikaflokksins í riðli Íslendinga. Belgar voru með á síðasta Evrópumóti og unnu þá þrjá leiki í riðlinum og komust í sextán liða úrslitin. Belgar unnu Eista, Litháa og Úkraínu í riðlinum en féllu síðan út fyrir Grikklandi í sextán liða úrslitunum.Svisslendingar komust ekki á EM en þeir sátu eftir í riðli í undankeppninni með Ítölum og Rússum sem komust síðan bæði á Eurobasket. Svissneska liðið byrjaði hinsvegar undanriðilinn rosalega vel og vann Rússa í fyrsta leik. Það var hinsvegar eini sigur svissneska liðsins í riðlinum og Svisslendingar töpuðu sem dæmi seinni leiknum í Rússlandi með 45 stigum, 56-101. Íslenska liðið ætti síðan að þekkja ágætlega til Kýpurliðsins enda hafa þjóðirnar mæst oft á Smáþjóðaleikum og oft hefur soðið upp úr. Kýpur var þó ekki með á síðustu leikum sem fóru fram hér á Íslandi. Leikir íslenska liðsins fara allir fram frá 31. janúar til 17. september en leikið er heima og að heiman. Leikdagarnir eru 31. ágúst, 3., 7., 10., 14. og 17. september. EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Körfuboltastrákarnir í öðrum styrkleikaflokki Ísland hefur aldrei verið jafn ofarlega fyrir drátt til undankeppni Evrópumóts. 20. janúar 2016 18:08 Íslenska körfuboltalandsliðið í riðli með Belgíu og Sviss Íslenska körfuboltalandsliðið verður í A-riðli í undankeppni Evrópumóts karla í körfubolta en dregið var í München í Þýskalandi í dag. 22. janúar 2016 11:27 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið lenti í riðli með Belgíu, Sviss og Kýpur þegar dregið var í riðla í Þýskalandi í dag fyrir undankeppni Eurobasket 2017. Íslenska landsliðið hefði vissulega getað verið mun óheppnari með riðil sem sést kannski á því að Svíar enduðu í riðli með Rússum og Bosníumönnum, Ungverjar eru með Makedóníu og Bretlandi í riðli og þá lentu Danir með Þjóðverjum, Hollendingum og Austurríkismönnum. Það breytir ekki því að Ísland er að fara að mæta sterkum þjóðum í þessum A-riðli og staðreyndin er sú að aðeins efsta liðið er alveg öruggt með sæti á Eurobasket 2017 þó að fjögur af sjö liðum í öðru sæti komast þangað líka.Belgar eru fulltrúar efsta styrkleikaflokksins í riðli Íslendinga. Belgar voru með á síðasta Evrópumóti og unnu þá þrjá leiki í riðlinum og komust í sextán liða úrslitin. Belgar unnu Eista, Litháa og Úkraínu í riðlinum en féllu síðan út fyrir Grikklandi í sextán liða úrslitunum.Svisslendingar komust ekki á EM en þeir sátu eftir í riðli í undankeppninni með Ítölum og Rússum sem komust síðan bæði á Eurobasket. Svissneska liðið byrjaði hinsvegar undanriðilinn rosalega vel og vann Rússa í fyrsta leik. Það var hinsvegar eini sigur svissneska liðsins í riðlinum og Svisslendingar töpuðu sem dæmi seinni leiknum í Rússlandi með 45 stigum, 56-101. Íslenska liðið ætti síðan að þekkja ágætlega til Kýpurliðsins enda hafa þjóðirnar mæst oft á Smáþjóðaleikum og oft hefur soðið upp úr. Kýpur var þó ekki með á síðustu leikum sem fóru fram hér á Íslandi. Leikir íslenska liðsins fara allir fram frá 31. janúar til 17. september en leikið er heima og að heiman. Leikdagarnir eru 31. ágúst, 3., 7., 10., 14. og 17. september.
EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Körfuboltastrákarnir í öðrum styrkleikaflokki Ísland hefur aldrei verið jafn ofarlega fyrir drátt til undankeppni Evrópumóts. 20. janúar 2016 18:08 Íslenska körfuboltalandsliðið í riðli með Belgíu og Sviss Íslenska körfuboltalandsliðið verður í A-riðli í undankeppni Evrópumóts karla í körfubolta en dregið var í München í Þýskalandi í dag. 22. janúar 2016 11:27 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Sjá meira
Körfuboltastrákarnir í öðrum styrkleikaflokki Ísland hefur aldrei verið jafn ofarlega fyrir drátt til undankeppni Evrópumóts. 20. janúar 2016 18:08
Íslenska körfuboltalandsliðið í riðli með Belgíu og Sviss Íslenska körfuboltalandsliðið verður í A-riðli í undankeppni Evrópumóts karla í körfubolta en dregið var í München í Þýskalandi í dag. 22. janúar 2016 11:27