Haukur fjórum sekúndum á undan Magnúsi í kappátinu | Gera út um þetta í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 16:00 Magnús Þór Gunnarsson og Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Vilhelm Einn af leikjum tímabilsins í körfuboltanum fer fram í kvöld þegar topplið Keflavíkur tekur á móti nágrönnum sínum í Njarðvík í Domino´s deild karla í uppgjöri Reykjanesbæjarliðanna. Keflavík er á toppnum og með sex stigum meira en Njarðvíkingar. Það er ljóst að með sigri verður Keflavíkurliðið bæði með átta stiga forskot á Njarðvík og betri árangur í innbyrðisviðureignum. Njarðvíkingar verða því að vinna í kvöld ætli þeir sér eitt af efstu sætunum og þeir mæta nú til leiks með nýjan Bandaríkjamann sem heitir Jeremy Martez Atkinson og spilaði með Stjörnunni í fyrra. „El Classico”-slagur nágrannana og erkifjendanna Keflavíkur og Njarðvíkur er mikill viðburður í Reykjanesbæ og vefsíðan suðurnes.net hitaði upp fyrir leikinn með því að segja frá kappáts- og spurningarkeppni Njarðvíkingsins Hauks Helga Pálssonar og Keflvíkingsins Magnúsar Þórs Gunnarssonar sem Veitingastaðurinn Lemon í Keflavík hélt á dögunum. Það er mikill munur á reynslu kappanna af „El Classico” slag Keflavíkur og Njarðvíkur. Magnús Þór hefur tekið þátt í 60 slíkum leikjum og með báðum liðum en Haukur Helgi er að fara spila í fyrsta sinn í Reykjanesbæjarslagnum. Þeir Haukur og Magnús hófu „Lemon Classico” Keppnina á kappáti, fyrir valinu varð stór samloka og stór djús. Njarðvíkingurinn Haukur Helgi sem hafði sigur en hann torgaði matnum á hvorki meira né minna en 63 sekúndum, en Magnús fylgdi í kjölfarið með 67 sekúndur. Það varð ljóst strax í upphafi að spurningarnar, sem flestar voru fengnar úr langri og farsælli sögu félagana, voru í erfiðari kantinum – Leikmönnunum gekk illa að finna réttu svörin og þar sem ekki var í boði að hringja í vin eða spyrja salinn fóru leikar svo að Magnús sigraði þennan hluta “Lemon Classico” með eins stigs mun, 1-0. „Lemon Classico” lauk því með jafntefli og höfðu þeir Magnús og Haukur að orði að málin yrðu útkljáð í TM-Höllinni í kvöld og það í beinni á Stöð 2 Sport. „Stemningin fyrir “El Classico” leikina er jafnan mikil og er engin breyting þar á í þetta skipti, Keflvíkingar hafa til að mynda verið duglegir við að senda Njarðvíkingum sneiðar í gegnum samskiptaforritið SnapChat, þeim síðarnefndu til mikils ama. Njarðvíkingar hafa hingað til ekki verið duglegir við að svara þessum sneiðum Keflvíkinga og hefur heyrst úr herbúðum þeirra að menn ætli að útkljá málin á vellinum, ekki í símanum," segir líka í fréttinni á suðurnes.net. Leikur Keflavíkur og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport frá leiknum hefst klukkan 19.00. Dominos-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Einn af leikjum tímabilsins í körfuboltanum fer fram í kvöld þegar topplið Keflavíkur tekur á móti nágrönnum sínum í Njarðvík í Domino´s deild karla í uppgjöri Reykjanesbæjarliðanna. Keflavík er á toppnum og með sex stigum meira en Njarðvíkingar. Það er ljóst að með sigri verður Keflavíkurliðið bæði með átta stiga forskot á Njarðvík og betri árangur í innbyrðisviðureignum. Njarðvíkingar verða því að vinna í kvöld ætli þeir sér eitt af efstu sætunum og þeir mæta nú til leiks með nýjan Bandaríkjamann sem heitir Jeremy Martez Atkinson og spilaði með Stjörnunni í fyrra. „El Classico”-slagur nágrannana og erkifjendanna Keflavíkur og Njarðvíkur er mikill viðburður í Reykjanesbæ og vefsíðan suðurnes.net hitaði upp fyrir leikinn með því að segja frá kappáts- og spurningarkeppni Njarðvíkingsins Hauks Helga Pálssonar og Keflvíkingsins Magnúsar Þórs Gunnarssonar sem Veitingastaðurinn Lemon í Keflavík hélt á dögunum. Það er mikill munur á reynslu kappanna af „El Classico” slag Keflavíkur og Njarðvíkur. Magnús Þór hefur tekið þátt í 60 slíkum leikjum og með báðum liðum en Haukur Helgi er að fara spila í fyrsta sinn í Reykjanesbæjarslagnum. Þeir Haukur og Magnús hófu „Lemon Classico” Keppnina á kappáti, fyrir valinu varð stór samloka og stór djús. Njarðvíkingurinn Haukur Helgi sem hafði sigur en hann torgaði matnum á hvorki meira né minna en 63 sekúndum, en Magnús fylgdi í kjölfarið með 67 sekúndur. Það varð ljóst strax í upphafi að spurningarnar, sem flestar voru fengnar úr langri og farsælli sögu félagana, voru í erfiðari kantinum – Leikmönnunum gekk illa að finna réttu svörin og þar sem ekki var í boði að hringja í vin eða spyrja salinn fóru leikar svo að Magnús sigraði þennan hluta “Lemon Classico” með eins stigs mun, 1-0. „Lemon Classico” lauk því með jafntefli og höfðu þeir Magnús og Haukur að orði að málin yrðu útkljáð í TM-Höllinni í kvöld og það í beinni á Stöð 2 Sport. „Stemningin fyrir “El Classico” leikina er jafnan mikil og er engin breyting þar á í þetta skipti, Keflvíkingar hafa til að mynda verið duglegir við að senda Njarðvíkingum sneiðar í gegnum samskiptaforritið SnapChat, þeim síðarnefndu til mikils ama. Njarðvíkingar hafa hingað til ekki verið duglegir við að svara þessum sneiðum Keflvíkinga og hefur heyrst úr herbúðum þeirra að menn ætli að útkljá málin á vellinum, ekki í símanum," segir líka í fréttinni á suðurnes.net. Leikur Keflavíkur og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport frá leiknum hefst klukkan 19.00.
Dominos-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira