Körfubolti

Körfuboltakvöld: Jerome Hill, þú ert rekinn! | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bandaríkjamaðurinn Jerome Hill hefur átt erfitt uppdráttar með Tindastóli í Domino's deildinni í körfubolta í vetur og í viðtali eftir tap Stólanna fyrir Þór Þorlákshöfn á fimmtudaginn sagði José Costa, þjálfari Tindastóls, það nánast berum orðum að Hill væri á förum.

„Við þurfum að gera eitthvað. Við þurfum einhvern til að hjálpa (Darrel) Lewis við stigaskorun, Pétri (Rúnari Birgissyni) í leikstjórnandastöðunni og fleira,“ sagði Costa í viðtali eftir leik.

„Jerome Hill, þú ert rekinn!“ var niðurstaða Fannars Ólafssonar í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn.

„Costa er bara að segja að sinn aðalmaður sé ekki nógu góður. Það er ekki séns að hann verði áfram,“ bætti Fannar við.

Strákarnir í Körfuboltakvöldi voru þó efins um þessa aðferð Costa, að segja Hill í raun upp í beinni.

„Þetta er fáránlegt,“ sagði Fannar og Jón Halldór Eðvaldsson bætti við: „Ég myndi ekki reka leikmanninn minn í beinni útsendingu.“

Umræðuna um Hill má sjá í heild sinni hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×