Stefni á Ólympíuleikana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Hafdís og Aníta máttu vera kátar með afrakstur helgarinnar. vísir/vilhelm Frjálsíþróttakeppnin á Reykjavíkurleikunum 2016 fór fram í Laugardalnum á laugardaginn. Margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki var í eldlínunni og árangurinn sem náðist var prýðilegur. Þar ber helst að nefna frammistöðu Hafdísar Sigurðardóttur í langstökki en hún stökk lengst 6,54 metra og bætti þar með eigið Íslandsmet, sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í fyrra, um 0,08 metra. Hafdís setti nýtt mótsmet í leiðinni en hún hafði nokkra yfirburði í langstökkskeppninni. Hún hrósaði einnig sigri í 60 metra hlaupi þar sem hún kom í mark á 7,62 sekúndum. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist Hafdís ekki hafa búist við að ná svona góðum árangri um helgina.Sátt við að fara yfir 6,30 metra „Þetta gekk framar mínum björtustu vonum. Ég átti alls ekki von á að ná þessum árangri þannig að þetta var mjög ánægjulegt,“ sagði Hafdís sem var stödd á Keflavíkurflugvelli að bíða eftir flugi til Svíþjóðar þegar blaðamaður Fréttablaðsins heyrði í henni hljóðið í gær. Hafdís segist hafa rennt nokkuð blint í sjóinn á laugardaginn. „Ég var eiginlega ekki búin að ákveða neitt nema að ég yrði sátt með að fara yfir 6,30 metra í langstökkinu. Ég var búin að hugsa mér það þótt ég vildi ekkert segja frá því. En þetta fór svona og ég er rosalega ánægð með það,“ sagði Hafdís. Í mars fer fram HM innanhúss í frjálsum íþróttum en lágmarkið í langstökkinu þar er 6,75 metrar svo það er mikil vinna fram undan fyrir Hafdísi. Aðalmarkmið hennar er samt að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó en lágmarkið í langstökkinu þar er 6,70 metrar. „Ég var ekkert viss hvernig ég ætlaði að haga innanhúss-tímabilinu hjá mér þar sem ég er að stefna á Ólympíuleikana. En fyrst þetta mót byrjaði svona vel ætla ég að kýla á fleiri mót og sjá hvort ég nái betri árangri og jafnvel Ólympíulágmarki. En það kemur bara í ljós,“ sagði Hafdís sem stendur í ströngu næstu mánuðina við æfingar og keppni en hún er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á EM utanhúss í júlí.Aníta náði lágmarki fyrir HM Hafdís var ekki eina frjálsíþróttakonan sem gerði það gott á laugardaginn en hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir úr ÍR náði lágmarki fyrir HM innanhúss í Portland í mars. Aníta, sem er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó, kom í mark á 2:02,47 mínútum en lágmarkið á HM er 2:02,50 mínútur. Aníta hafði betur gegn Clarisse Nanhomie Moh frá Frakklandi en hún hljóp á 2:06,60 mínútum. Þá setti Arna Stefanía Guðmundsdóttir nýtt mótsmet þegar hún kom fyrst í mark í 400 metra hlaupi. Arna hljóp á 54,83 sekúndum, og kom í mark 0,17 sekúndum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur. Örnu tókst hins vegar ekki jafn vel upp í 60 metra grindahlaupi þar sem hún þjófstartaði. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sjá meira
Frjálsíþróttakeppnin á Reykjavíkurleikunum 2016 fór fram í Laugardalnum á laugardaginn. Margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki var í eldlínunni og árangurinn sem náðist var prýðilegur. Þar ber helst að nefna frammistöðu Hafdísar Sigurðardóttur í langstökki en hún stökk lengst 6,54 metra og bætti þar með eigið Íslandsmet, sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í fyrra, um 0,08 metra. Hafdís setti nýtt mótsmet í leiðinni en hún hafði nokkra yfirburði í langstökkskeppninni. Hún hrósaði einnig sigri í 60 metra hlaupi þar sem hún kom í mark á 7,62 sekúndum. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist Hafdís ekki hafa búist við að ná svona góðum árangri um helgina.Sátt við að fara yfir 6,30 metra „Þetta gekk framar mínum björtustu vonum. Ég átti alls ekki von á að ná þessum árangri þannig að þetta var mjög ánægjulegt,“ sagði Hafdís sem var stödd á Keflavíkurflugvelli að bíða eftir flugi til Svíþjóðar þegar blaðamaður Fréttablaðsins heyrði í henni hljóðið í gær. Hafdís segist hafa rennt nokkuð blint í sjóinn á laugardaginn. „Ég var eiginlega ekki búin að ákveða neitt nema að ég yrði sátt með að fara yfir 6,30 metra í langstökkinu. Ég var búin að hugsa mér það þótt ég vildi ekkert segja frá því. En þetta fór svona og ég er rosalega ánægð með það,“ sagði Hafdís. Í mars fer fram HM innanhúss í frjálsum íþróttum en lágmarkið í langstökkinu þar er 6,75 metrar svo það er mikil vinna fram undan fyrir Hafdísi. Aðalmarkmið hennar er samt að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó en lágmarkið í langstökkinu þar er 6,70 metrar. „Ég var ekkert viss hvernig ég ætlaði að haga innanhúss-tímabilinu hjá mér þar sem ég er að stefna á Ólympíuleikana. En fyrst þetta mót byrjaði svona vel ætla ég að kýla á fleiri mót og sjá hvort ég nái betri árangri og jafnvel Ólympíulágmarki. En það kemur bara í ljós,“ sagði Hafdís sem stendur í ströngu næstu mánuðina við æfingar og keppni en hún er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á EM utanhúss í júlí.Aníta náði lágmarki fyrir HM Hafdís var ekki eina frjálsíþróttakonan sem gerði það gott á laugardaginn en hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir úr ÍR náði lágmarki fyrir HM innanhúss í Portland í mars. Aníta, sem er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó, kom í mark á 2:02,47 mínútum en lágmarkið á HM er 2:02,50 mínútur. Aníta hafði betur gegn Clarisse Nanhomie Moh frá Frakklandi en hún hljóp á 2:06,60 mínútum. Þá setti Arna Stefanía Guðmundsdóttir nýtt mótsmet þegar hún kom fyrst í mark í 400 metra hlaupi. Arna hljóp á 54,83 sekúndum, og kom í mark 0,17 sekúndum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur. Örnu tókst hins vegar ekki jafn vel upp í 60 metra grindahlaupi þar sem hún þjófstartaði.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sjá meira