Skora á rithöfunda að afþakka listamannalaunin Einar Mikael Sverrisson skrifar 25. janúar 2016 09:37 Nú er liðin rúm vika síðan ég tjáði mig um listamannalaunin og það gleður mig hversu sterk viðbrögðin urðu og hve margir hafa tjáð sig um málefnið. Hins vegar þótti mér leitt að sjá hvernig sumir fjölmiðlar reyna að draga athyglina frá því sem raunverulega skiptir máli, sjálfum kjarna málsins, og villa þannig um fyrir lesendum. Það eina sem ég vildi vekja máls á var að mér þætti undarlega staðið að úthlutun listamannalauna til rithöfunda og að ég fengi ekki betur séð en að sumir þeirra séu áskrifendur að drjúgum fjárhæðum sem íslenskir skattborgarar greiða. Eftir hrun héldu þeir rithöfundar sem um ræðir áfram að úthluta sjálfum sér háum styrkjum. Á sama tíma misstu margar íslenskar fjölskyldur heimili sín, vinnuna og jafnvel aleiguna. Ég get ekki skilið hvernig þessir rithöfundar geta réttlætt fyrir sjálfum sér að þetta sé í lagi svo fremi sem enginn veitir því athygli. Það er að mínu mati sorglegt hvernig DV, Stundin og Nútíminn reyndu snúa skrifum mínum um listamannalaun á hvolf og beina spjótum sínum að mér sem persónu í stað þess að fjalla á málefnalegan hátt um inntak skrifa minna. Það er illskiljanlegt að átta sig á óeðli slíkrar fréttamennsku sem snýst um að draga athyglina frá því sem raunverulega skiptir máli í umfjöllun. Vissulega hefði mörgum þótt krassandi ef rétt reyndist að ég væri engu skárri en þeir listamenn sem ég gagnrýndi. Ef ég hefði sjálfur þegið styrki í þágu listarinnar á sama tíma og ég lýsti yfir andúð á þeim sem eru áskrifendur að listamannalaunum og sambærilegum greiðslum. Það er sannarlega ódýr lausn að grípa til þess að skjóta sendiboðann í stað þess að taka á málunum. Þannig kom það mér í það minnsta fyrir sjónir þegar fyrrnefndir fréttamiðlar birtu fréttir um markaðsrannsónarstyrk sem ég sótti um fyrir fyrirtækið mitt á síðasta ári. Eins og fram hefur komið var um eingreiðslu upp á 550.000 kr. að ræða og var fjárhæðin aldrei greidd út því ég hætti einfaldlega við verkefnið sem styrkurinn var ætlaður. Fullyrtu fjölmiðlarnir þrír að styrkurinn hefði verið ætlaður mér persónulega til að koma mér á framfæri erlendis sem töframaður. Ég finn mig knúinn til að ítreka að svo var ekki auk þess sem ekki er hægt að bera styrk sem aldrei var greiddur út saman við greiðslur til útvalins hóps rithöfunda – fjárhæðar sem alls nemur rúmlega hálfum milljarði króna. Daginn eftir að greinin um meintar styrkveitingar mínar birtist á vef Stundarinnar fór ég og hitti ritstjórann, Jón Trausta Reynisson, að máli. Vildi ég vita hvort ekki væri eðlilegt og jafnframt ábyrgðarhlutverk miðilsins að biðjast afsökunar á þessari röngu umfjöllun. Sagðist Jón Trausti ekki telja Stundina bera ábyrgð á umfjölluninni og svipuð voru viðbrögð ritstjóra DV og Nútímans. Það er mat mitt að við séum algjörlega búin að missa okkur í græðginni sem heltekið hefur hið íslenska samfélag. Það er afbrigðilegt að við kennum börnum okkar að eini mælikvarðinn í lífinu sé hversu ríkur maður getur orðið. Við ættum mun frekar að kenna þeim hvernig hægt er að sýna þakklæti fyrir það sem þau fá og að ekki þurfi að meta hlutina eftir því hversu dýrir þeir eru. Það sama ætti auðvitað að gilda um okkur sem erum fullorðin. Síðustu fimm árin hef ég gert mitt besta til að hjálpa íslenskum börnum og fjölskyldum þeirra. Öll langar okkur til að rétta náunganum hjálparhönd. Þannig höfum við Íslendingar alla tíð verið. Við ættum að lifa við og þrífast á hamingju annarra en ekki eymd annarra. Við eigum ekki að ýta undir reiði og hatur hvert í garð annars og það er nóg pláss fyrir okkur öll á Íslandi. Ég hvet þá rithöfunda sem umræðan snertir til að rífa niður spegilinn sem fær þá til að einblína í sífellu á sjálfa sig. Þannig geta þeir séð íslensku fjölskyldurnar sem nauðsynlega þurfa á peningunum, sem þeir deildu sín á milli, að halda. Í dag búa 9% íslenskra barna við fátækt. Það er skelfilega hátt hlutfall. Í ljósi þess ætla ég að leggja mitt af mörkum með því að gefa Mæðrastyrksnefnd 100 áritaðar Galdrabækur því staðreyndin er sú að margir foreldrar eru í þeirri stöðu að hafa ekki efni á að gefa börnum sínum afmælisgjafir. Nú skora ég á rithöfundana til að gera slíkt hið sama og afþakki um leið listamannalaunin þetta árið og líka í framtíðinni. Áfram Ísland! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Tengdar fréttir Tekur upp hanskann fyrir listamannalaun: „Væri þjóðin ekki fátækari í anda ef við hefðum ekki listamannalaun?“ Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson segir að Íslendingar gætu allt eins bara lesið bankabækur. 17. janúar 2016 17:17 Söluhæstu bækur ársins 2015 Bóksölulisti íslenskra útgefenda fyrir allt árið 2015 liggur fyrir og tróna þau Arnaldur og Yrsa efst á lista. 4. janúar 2016 16:30 Margir ungir listamenn sem hafa aldrei fengið tækifæri Það verður að segjast eins og er að ég varð orðlaus þegar ég kom heim í gær og fór yfir fréttir dagsins. 21. janúar 2016 13:30 Einar Mikael töframaður hjólar í listamannalaunin: Hvetur til sniðgöngu á verkum þeirra rithöfunda sem mest hafa fengið Einar Mikael töframaður gagnrýnir afköst þeirra rithöfunda sem hann nefnir áskrifendur að listamannalaunum og vill að landsmenn sniðgangi verk þeirra þangað til þeir afþakki launin. 16. janúar 2016 14:00 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er liðin rúm vika síðan ég tjáði mig um listamannalaunin og það gleður mig hversu sterk viðbrögðin urðu og hve margir hafa tjáð sig um málefnið. Hins vegar þótti mér leitt að sjá hvernig sumir fjölmiðlar reyna að draga athyglina frá því sem raunverulega skiptir máli, sjálfum kjarna málsins, og villa þannig um fyrir lesendum. Það eina sem ég vildi vekja máls á var að mér þætti undarlega staðið að úthlutun listamannalauna til rithöfunda og að ég fengi ekki betur séð en að sumir þeirra séu áskrifendur að drjúgum fjárhæðum sem íslenskir skattborgarar greiða. Eftir hrun héldu þeir rithöfundar sem um ræðir áfram að úthluta sjálfum sér háum styrkjum. Á sama tíma misstu margar íslenskar fjölskyldur heimili sín, vinnuna og jafnvel aleiguna. Ég get ekki skilið hvernig þessir rithöfundar geta réttlætt fyrir sjálfum sér að þetta sé í lagi svo fremi sem enginn veitir því athygli. Það er að mínu mati sorglegt hvernig DV, Stundin og Nútíminn reyndu snúa skrifum mínum um listamannalaun á hvolf og beina spjótum sínum að mér sem persónu í stað þess að fjalla á málefnalegan hátt um inntak skrifa minna. Það er illskiljanlegt að átta sig á óeðli slíkrar fréttamennsku sem snýst um að draga athyglina frá því sem raunverulega skiptir máli í umfjöllun. Vissulega hefði mörgum þótt krassandi ef rétt reyndist að ég væri engu skárri en þeir listamenn sem ég gagnrýndi. Ef ég hefði sjálfur þegið styrki í þágu listarinnar á sama tíma og ég lýsti yfir andúð á þeim sem eru áskrifendur að listamannalaunum og sambærilegum greiðslum. Það er sannarlega ódýr lausn að grípa til þess að skjóta sendiboðann í stað þess að taka á málunum. Þannig kom það mér í það minnsta fyrir sjónir þegar fyrrnefndir fréttamiðlar birtu fréttir um markaðsrannsónarstyrk sem ég sótti um fyrir fyrirtækið mitt á síðasta ári. Eins og fram hefur komið var um eingreiðslu upp á 550.000 kr. að ræða og var fjárhæðin aldrei greidd út því ég hætti einfaldlega við verkefnið sem styrkurinn var ætlaður. Fullyrtu fjölmiðlarnir þrír að styrkurinn hefði verið ætlaður mér persónulega til að koma mér á framfæri erlendis sem töframaður. Ég finn mig knúinn til að ítreka að svo var ekki auk þess sem ekki er hægt að bera styrk sem aldrei var greiddur út saman við greiðslur til útvalins hóps rithöfunda – fjárhæðar sem alls nemur rúmlega hálfum milljarði króna. Daginn eftir að greinin um meintar styrkveitingar mínar birtist á vef Stundarinnar fór ég og hitti ritstjórann, Jón Trausta Reynisson, að máli. Vildi ég vita hvort ekki væri eðlilegt og jafnframt ábyrgðarhlutverk miðilsins að biðjast afsökunar á þessari röngu umfjöllun. Sagðist Jón Trausti ekki telja Stundina bera ábyrgð á umfjölluninni og svipuð voru viðbrögð ritstjóra DV og Nútímans. Það er mat mitt að við séum algjörlega búin að missa okkur í græðginni sem heltekið hefur hið íslenska samfélag. Það er afbrigðilegt að við kennum börnum okkar að eini mælikvarðinn í lífinu sé hversu ríkur maður getur orðið. Við ættum mun frekar að kenna þeim hvernig hægt er að sýna þakklæti fyrir það sem þau fá og að ekki þurfi að meta hlutina eftir því hversu dýrir þeir eru. Það sama ætti auðvitað að gilda um okkur sem erum fullorðin. Síðustu fimm árin hef ég gert mitt besta til að hjálpa íslenskum börnum og fjölskyldum þeirra. Öll langar okkur til að rétta náunganum hjálparhönd. Þannig höfum við Íslendingar alla tíð verið. Við ættum að lifa við og þrífast á hamingju annarra en ekki eymd annarra. Við eigum ekki að ýta undir reiði og hatur hvert í garð annars og það er nóg pláss fyrir okkur öll á Íslandi. Ég hvet þá rithöfunda sem umræðan snertir til að rífa niður spegilinn sem fær þá til að einblína í sífellu á sjálfa sig. Þannig geta þeir séð íslensku fjölskyldurnar sem nauðsynlega þurfa á peningunum, sem þeir deildu sín á milli, að halda. Í dag búa 9% íslenskra barna við fátækt. Það er skelfilega hátt hlutfall. Í ljósi þess ætla ég að leggja mitt af mörkum með því að gefa Mæðrastyrksnefnd 100 áritaðar Galdrabækur því staðreyndin er sú að margir foreldrar eru í þeirri stöðu að hafa ekki efni á að gefa börnum sínum afmælisgjafir. Nú skora ég á rithöfundana til að gera slíkt hið sama og afþakki um leið listamannalaunin þetta árið og líka í framtíðinni. Áfram Ísland!
Tekur upp hanskann fyrir listamannalaun: „Væri þjóðin ekki fátækari í anda ef við hefðum ekki listamannalaun?“ Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson segir að Íslendingar gætu allt eins bara lesið bankabækur. 17. janúar 2016 17:17
Söluhæstu bækur ársins 2015 Bóksölulisti íslenskra útgefenda fyrir allt árið 2015 liggur fyrir og tróna þau Arnaldur og Yrsa efst á lista. 4. janúar 2016 16:30
Margir ungir listamenn sem hafa aldrei fengið tækifæri Það verður að segjast eins og er að ég varð orðlaus þegar ég kom heim í gær og fór yfir fréttir dagsins. 21. janúar 2016 13:30
Einar Mikael töframaður hjólar í listamannalaunin: Hvetur til sniðgöngu á verkum þeirra rithöfunda sem mest hafa fengið Einar Mikael töframaður gagnrýnir afköst þeirra rithöfunda sem hann nefnir áskrifendur að listamannalaunum og vill að landsmenn sniðgangi verk þeirra þangað til þeir afþakki launin. 16. janúar 2016 14:00
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun