Ætla að „grafa“ ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2016 10:30 Ashraf Ghani, forseti Afganistan. Vísir/EPA Ashraf Ghani, forseti Afganistan, lofar því að hópur sem aðhyllist samtökunum Íslamskt ríki verði „grafin“ þar í landi. Deild ISIS í Afganistan hefur barist bæði gegn stjórnarhernum og Talibönum og Ghani segir að þeir tákni verulega ógn. Hins vegar hafi ódæði þeirra ekki fallið vel í kramið hjá Afgönum og að þjóðin sé nú knúin áfram af hefnd. „Þeir kássuðust upp á ranga þjóð,“ segði Ghani. Samtökin lýstu yfir veru sinni í Afganistan í janúar í fyrra, en meðlimir ISIS þar eru að mestu fyrrverandi meðlimir Talibana í Pakistan og Afganistan. Í viðtali við BBC kallaði Ghani eftir samvinnu við nágranna sína sem og á alþjóðavettvangi til að sporna gegn ISIS. Þá hafa Talibanar stofnað sérstaka þúsund manna sérsveit, sem ætlað er að berjast gegn deild ISIS í Afganistan.Sjá einnig: Talibanar hneykslaðir á framferði ISIS Til stendur að hefja friðarviðræður við Talibana, en átökin í Afganistan hafa stigmagnast á síðustu mánuðum. Talibanar hertóku stóran hluta af hinum mikilvæga bæ Sangin og í september tókst þeim að ná borginni Kunduz að fullu, en þó í stuttan tíma.Ghani segir nauðsynlegt að friðarviðræðurnar hefjist sem fyrst, áður en átökin magnast enn fremur. Þá segir hann að átökin í Afganistan séu samofin átökum í Pakistan, þar sem yfirvöld berjast einnig við Talibana. Hann stakk upp á því að Pakistanar myndu herja sérstaklega gegn þeim deildum Talibana sem neituðu að taka þátt í friðarviðræðunum. „Við þurfum að átta okkur á því að við eigum sameiginlega hagsmuni og að við þurfum að vinna saman til að vernda ríki okkar.“ Aðspurður út í hvað hann hefði að segja við þá afgönsku flóttamenn sem hafi flúið til Evrópu sagði Ghani: „Það sem ég vil segja við þau er að þau eiga sér ekki framtíð í Evrópu. Evrópa er að loka landamærum sínum.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sex bandarískir hermenn féllu í árás í Afganistan Árásin beindist að bandarísk-afganskri hersveit sem var á vettvangi norður af Kabúl. 21. desember 2015 19:24 Talibanar sækja fram í Sangin Vígamenn sitja um hundruð hermenn og lögreglumenn nærri bænum, sem er sagður vera undir stjórn Talibana. 23. desember 2015 16:15 Sjö manns féllu í sprengjuárás í Afganistan Minnst 25 særðust í árásinni þegar árásarmaður keyrði bíl sínum í hlið sendiferðabíls sjónvarpsstöðvarinnar og sprengdi bíl sinn. 20. janúar 2016 23:40 Tugir særðir og 19 látnir í árás talibana Að minnsta kosti 19 manns létu lífið og tugir særðust í árás vopnaðra manna á Bacha Khan-háskólann í Charsadda í Pakistan í gær. 21. janúar 2016 06:00 Talibanar hörfa frá Kunduz Afganski stjórnarherinn hefur hrakið herlið Talibana frá borginni Kunduz í norður-Afganistan 13. október 2015 15:47 Talibanar ráðast á sendiráðahverfi Kabúlborgar Upphaflega var greint frá því að ráðist hafi verið á sendiráð Spánar í borginni, en forsætisráðherra landsins hefur hafnað því. 11. desember 2015 18:22 Vígamenn ráðast á háskóla í Pakistan Vígamenn gerðu í nótt árás á háskólann í Charsadda í norðvesturhluta Pakistans og stendur bardagi á milli þeirra og öryggissveita enn yfir. Mennirnir skutu sér leið inn í skólann og enn er óljós hvort margir séu látnir en staðfest er að sjö eru látnir og tuttugu særðir hið minnsta. 20. janúar 2016 07:23 Segir fjölda flóttamanna frá Afganistan óásættanlegan "Ég er að segja hreint út að hælisleitendur frá Afganistan mega búast við því að fá ekki að vera áfram í Þýskalandi.“ 28. október 2015 13:31 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Ashraf Ghani, forseti Afganistan, lofar því að hópur sem aðhyllist samtökunum Íslamskt ríki verði „grafin“ þar í landi. Deild ISIS í Afganistan hefur barist bæði gegn stjórnarhernum og Talibönum og Ghani segir að þeir tákni verulega ógn. Hins vegar hafi ódæði þeirra ekki fallið vel í kramið hjá Afgönum og að þjóðin sé nú knúin áfram af hefnd. „Þeir kássuðust upp á ranga þjóð,“ segði Ghani. Samtökin lýstu yfir veru sinni í Afganistan í janúar í fyrra, en meðlimir ISIS þar eru að mestu fyrrverandi meðlimir Talibana í Pakistan og Afganistan. Í viðtali við BBC kallaði Ghani eftir samvinnu við nágranna sína sem og á alþjóðavettvangi til að sporna gegn ISIS. Þá hafa Talibanar stofnað sérstaka þúsund manna sérsveit, sem ætlað er að berjast gegn deild ISIS í Afganistan.Sjá einnig: Talibanar hneykslaðir á framferði ISIS Til stendur að hefja friðarviðræður við Talibana, en átökin í Afganistan hafa stigmagnast á síðustu mánuðum. Talibanar hertóku stóran hluta af hinum mikilvæga bæ Sangin og í september tókst þeim að ná borginni Kunduz að fullu, en þó í stuttan tíma.Ghani segir nauðsynlegt að friðarviðræðurnar hefjist sem fyrst, áður en átökin magnast enn fremur. Þá segir hann að átökin í Afganistan séu samofin átökum í Pakistan, þar sem yfirvöld berjast einnig við Talibana. Hann stakk upp á því að Pakistanar myndu herja sérstaklega gegn þeim deildum Talibana sem neituðu að taka þátt í friðarviðræðunum. „Við þurfum að átta okkur á því að við eigum sameiginlega hagsmuni og að við þurfum að vinna saman til að vernda ríki okkar.“ Aðspurður út í hvað hann hefði að segja við þá afgönsku flóttamenn sem hafi flúið til Evrópu sagði Ghani: „Það sem ég vil segja við þau er að þau eiga sér ekki framtíð í Evrópu. Evrópa er að loka landamærum sínum.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sex bandarískir hermenn féllu í árás í Afganistan Árásin beindist að bandarísk-afganskri hersveit sem var á vettvangi norður af Kabúl. 21. desember 2015 19:24 Talibanar sækja fram í Sangin Vígamenn sitja um hundruð hermenn og lögreglumenn nærri bænum, sem er sagður vera undir stjórn Talibana. 23. desember 2015 16:15 Sjö manns féllu í sprengjuárás í Afganistan Minnst 25 særðust í árásinni þegar árásarmaður keyrði bíl sínum í hlið sendiferðabíls sjónvarpsstöðvarinnar og sprengdi bíl sinn. 20. janúar 2016 23:40 Tugir særðir og 19 látnir í árás talibana Að minnsta kosti 19 manns létu lífið og tugir særðust í árás vopnaðra manna á Bacha Khan-háskólann í Charsadda í Pakistan í gær. 21. janúar 2016 06:00 Talibanar hörfa frá Kunduz Afganski stjórnarherinn hefur hrakið herlið Talibana frá borginni Kunduz í norður-Afganistan 13. október 2015 15:47 Talibanar ráðast á sendiráðahverfi Kabúlborgar Upphaflega var greint frá því að ráðist hafi verið á sendiráð Spánar í borginni, en forsætisráðherra landsins hefur hafnað því. 11. desember 2015 18:22 Vígamenn ráðast á háskóla í Pakistan Vígamenn gerðu í nótt árás á háskólann í Charsadda í norðvesturhluta Pakistans og stendur bardagi á milli þeirra og öryggissveita enn yfir. Mennirnir skutu sér leið inn í skólann og enn er óljós hvort margir séu látnir en staðfest er að sjö eru látnir og tuttugu særðir hið minnsta. 20. janúar 2016 07:23 Segir fjölda flóttamanna frá Afganistan óásættanlegan "Ég er að segja hreint út að hælisleitendur frá Afganistan mega búast við því að fá ekki að vera áfram í Þýskalandi.“ 28. október 2015 13:31 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Sex bandarískir hermenn féllu í árás í Afganistan Árásin beindist að bandarísk-afganskri hersveit sem var á vettvangi norður af Kabúl. 21. desember 2015 19:24
Talibanar sækja fram í Sangin Vígamenn sitja um hundruð hermenn og lögreglumenn nærri bænum, sem er sagður vera undir stjórn Talibana. 23. desember 2015 16:15
Sjö manns féllu í sprengjuárás í Afganistan Minnst 25 særðust í árásinni þegar árásarmaður keyrði bíl sínum í hlið sendiferðabíls sjónvarpsstöðvarinnar og sprengdi bíl sinn. 20. janúar 2016 23:40
Tugir særðir og 19 látnir í árás talibana Að minnsta kosti 19 manns létu lífið og tugir særðust í árás vopnaðra manna á Bacha Khan-háskólann í Charsadda í Pakistan í gær. 21. janúar 2016 06:00
Talibanar hörfa frá Kunduz Afganski stjórnarherinn hefur hrakið herlið Talibana frá borginni Kunduz í norður-Afganistan 13. október 2015 15:47
Talibanar ráðast á sendiráðahverfi Kabúlborgar Upphaflega var greint frá því að ráðist hafi verið á sendiráð Spánar í borginni, en forsætisráðherra landsins hefur hafnað því. 11. desember 2015 18:22
Vígamenn ráðast á háskóla í Pakistan Vígamenn gerðu í nótt árás á háskólann í Charsadda í norðvesturhluta Pakistans og stendur bardagi á milli þeirra og öryggissveita enn yfir. Mennirnir skutu sér leið inn í skólann og enn er óljós hvort margir séu látnir en staðfest er að sjö eru látnir og tuttugu særðir hið minnsta. 20. janúar 2016 07:23
Segir fjölda flóttamanna frá Afganistan óásættanlegan "Ég er að segja hreint út að hælisleitendur frá Afganistan mega búast við því að fá ekki að vera áfram í Þýskalandi.“ 28. október 2015 13:31