Ætla að „grafa“ ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2016 10:30 Ashraf Ghani, forseti Afganistan. Vísir/EPA Ashraf Ghani, forseti Afganistan, lofar því að hópur sem aðhyllist samtökunum Íslamskt ríki verði „grafin“ þar í landi. Deild ISIS í Afganistan hefur barist bæði gegn stjórnarhernum og Talibönum og Ghani segir að þeir tákni verulega ógn. Hins vegar hafi ódæði þeirra ekki fallið vel í kramið hjá Afgönum og að þjóðin sé nú knúin áfram af hefnd. „Þeir kássuðust upp á ranga þjóð,“ segði Ghani. Samtökin lýstu yfir veru sinni í Afganistan í janúar í fyrra, en meðlimir ISIS þar eru að mestu fyrrverandi meðlimir Talibana í Pakistan og Afganistan. Í viðtali við BBC kallaði Ghani eftir samvinnu við nágranna sína sem og á alþjóðavettvangi til að sporna gegn ISIS. Þá hafa Talibanar stofnað sérstaka þúsund manna sérsveit, sem ætlað er að berjast gegn deild ISIS í Afganistan.Sjá einnig: Talibanar hneykslaðir á framferði ISIS Til stendur að hefja friðarviðræður við Talibana, en átökin í Afganistan hafa stigmagnast á síðustu mánuðum. Talibanar hertóku stóran hluta af hinum mikilvæga bæ Sangin og í september tókst þeim að ná borginni Kunduz að fullu, en þó í stuttan tíma.Ghani segir nauðsynlegt að friðarviðræðurnar hefjist sem fyrst, áður en átökin magnast enn fremur. Þá segir hann að átökin í Afganistan séu samofin átökum í Pakistan, þar sem yfirvöld berjast einnig við Talibana. Hann stakk upp á því að Pakistanar myndu herja sérstaklega gegn þeim deildum Talibana sem neituðu að taka þátt í friðarviðræðunum. „Við þurfum að átta okkur á því að við eigum sameiginlega hagsmuni og að við þurfum að vinna saman til að vernda ríki okkar.“ Aðspurður út í hvað hann hefði að segja við þá afgönsku flóttamenn sem hafi flúið til Evrópu sagði Ghani: „Það sem ég vil segja við þau er að þau eiga sér ekki framtíð í Evrópu. Evrópa er að loka landamærum sínum.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sex bandarískir hermenn féllu í árás í Afganistan Árásin beindist að bandarísk-afganskri hersveit sem var á vettvangi norður af Kabúl. 21. desember 2015 19:24 Talibanar sækja fram í Sangin Vígamenn sitja um hundruð hermenn og lögreglumenn nærri bænum, sem er sagður vera undir stjórn Talibana. 23. desember 2015 16:15 Sjö manns féllu í sprengjuárás í Afganistan Minnst 25 særðust í árásinni þegar árásarmaður keyrði bíl sínum í hlið sendiferðabíls sjónvarpsstöðvarinnar og sprengdi bíl sinn. 20. janúar 2016 23:40 Tugir særðir og 19 látnir í árás talibana Að minnsta kosti 19 manns létu lífið og tugir særðust í árás vopnaðra manna á Bacha Khan-háskólann í Charsadda í Pakistan í gær. 21. janúar 2016 06:00 Talibanar hörfa frá Kunduz Afganski stjórnarherinn hefur hrakið herlið Talibana frá borginni Kunduz í norður-Afganistan 13. október 2015 15:47 Talibanar ráðast á sendiráðahverfi Kabúlborgar Upphaflega var greint frá því að ráðist hafi verið á sendiráð Spánar í borginni, en forsætisráðherra landsins hefur hafnað því. 11. desember 2015 18:22 Vígamenn ráðast á háskóla í Pakistan Vígamenn gerðu í nótt árás á háskólann í Charsadda í norðvesturhluta Pakistans og stendur bardagi á milli þeirra og öryggissveita enn yfir. Mennirnir skutu sér leið inn í skólann og enn er óljós hvort margir séu látnir en staðfest er að sjö eru látnir og tuttugu særðir hið minnsta. 20. janúar 2016 07:23 Segir fjölda flóttamanna frá Afganistan óásættanlegan "Ég er að segja hreint út að hælisleitendur frá Afganistan mega búast við því að fá ekki að vera áfram í Þýskalandi.“ 28. október 2015 13:31 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Ashraf Ghani, forseti Afganistan, lofar því að hópur sem aðhyllist samtökunum Íslamskt ríki verði „grafin“ þar í landi. Deild ISIS í Afganistan hefur barist bæði gegn stjórnarhernum og Talibönum og Ghani segir að þeir tákni verulega ógn. Hins vegar hafi ódæði þeirra ekki fallið vel í kramið hjá Afgönum og að þjóðin sé nú knúin áfram af hefnd. „Þeir kássuðust upp á ranga þjóð,“ segði Ghani. Samtökin lýstu yfir veru sinni í Afganistan í janúar í fyrra, en meðlimir ISIS þar eru að mestu fyrrverandi meðlimir Talibana í Pakistan og Afganistan. Í viðtali við BBC kallaði Ghani eftir samvinnu við nágranna sína sem og á alþjóðavettvangi til að sporna gegn ISIS. Þá hafa Talibanar stofnað sérstaka þúsund manna sérsveit, sem ætlað er að berjast gegn deild ISIS í Afganistan.Sjá einnig: Talibanar hneykslaðir á framferði ISIS Til stendur að hefja friðarviðræður við Talibana, en átökin í Afganistan hafa stigmagnast á síðustu mánuðum. Talibanar hertóku stóran hluta af hinum mikilvæga bæ Sangin og í september tókst þeim að ná borginni Kunduz að fullu, en þó í stuttan tíma.Ghani segir nauðsynlegt að friðarviðræðurnar hefjist sem fyrst, áður en átökin magnast enn fremur. Þá segir hann að átökin í Afganistan séu samofin átökum í Pakistan, þar sem yfirvöld berjast einnig við Talibana. Hann stakk upp á því að Pakistanar myndu herja sérstaklega gegn þeim deildum Talibana sem neituðu að taka þátt í friðarviðræðunum. „Við þurfum að átta okkur á því að við eigum sameiginlega hagsmuni og að við þurfum að vinna saman til að vernda ríki okkar.“ Aðspurður út í hvað hann hefði að segja við þá afgönsku flóttamenn sem hafi flúið til Evrópu sagði Ghani: „Það sem ég vil segja við þau er að þau eiga sér ekki framtíð í Evrópu. Evrópa er að loka landamærum sínum.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sex bandarískir hermenn féllu í árás í Afganistan Árásin beindist að bandarísk-afganskri hersveit sem var á vettvangi norður af Kabúl. 21. desember 2015 19:24 Talibanar sækja fram í Sangin Vígamenn sitja um hundruð hermenn og lögreglumenn nærri bænum, sem er sagður vera undir stjórn Talibana. 23. desember 2015 16:15 Sjö manns féllu í sprengjuárás í Afganistan Minnst 25 særðust í árásinni þegar árásarmaður keyrði bíl sínum í hlið sendiferðabíls sjónvarpsstöðvarinnar og sprengdi bíl sinn. 20. janúar 2016 23:40 Tugir særðir og 19 látnir í árás talibana Að minnsta kosti 19 manns létu lífið og tugir særðust í árás vopnaðra manna á Bacha Khan-háskólann í Charsadda í Pakistan í gær. 21. janúar 2016 06:00 Talibanar hörfa frá Kunduz Afganski stjórnarherinn hefur hrakið herlið Talibana frá borginni Kunduz í norður-Afganistan 13. október 2015 15:47 Talibanar ráðast á sendiráðahverfi Kabúlborgar Upphaflega var greint frá því að ráðist hafi verið á sendiráð Spánar í borginni, en forsætisráðherra landsins hefur hafnað því. 11. desember 2015 18:22 Vígamenn ráðast á háskóla í Pakistan Vígamenn gerðu í nótt árás á háskólann í Charsadda í norðvesturhluta Pakistans og stendur bardagi á milli þeirra og öryggissveita enn yfir. Mennirnir skutu sér leið inn í skólann og enn er óljós hvort margir séu látnir en staðfest er að sjö eru látnir og tuttugu særðir hið minnsta. 20. janúar 2016 07:23 Segir fjölda flóttamanna frá Afganistan óásættanlegan "Ég er að segja hreint út að hælisleitendur frá Afganistan mega búast við því að fá ekki að vera áfram í Þýskalandi.“ 28. október 2015 13:31 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Sex bandarískir hermenn féllu í árás í Afganistan Árásin beindist að bandarísk-afganskri hersveit sem var á vettvangi norður af Kabúl. 21. desember 2015 19:24
Talibanar sækja fram í Sangin Vígamenn sitja um hundruð hermenn og lögreglumenn nærri bænum, sem er sagður vera undir stjórn Talibana. 23. desember 2015 16:15
Sjö manns féllu í sprengjuárás í Afganistan Minnst 25 særðust í árásinni þegar árásarmaður keyrði bíl sínum í hlið sendiferðabíls sjónvarpsstöðvarinnar og sprengdi bíl sinn. 20. janúar 2016 23:40
Tugir særðir og 19 látnir í árás talibana Að minnsta kosti 19 manns létu lífið og tugir særðust í árás vopnaðra manna á Bacha Khan-háskólann í Charsadda í Pakistan í gær. 21. janúar 2016 06:00
Talibanar hörfa frá Kunduz Afganski stjórnarherinn hefur hrakið herlið Talibana frá borginni Kunduz í norður-Afganistan 13. október 2015 15:47
Talibanar ráðast á sendiráðahverfi Kabúlborgar Upphaflega var greint frá því að ráðist hafi verið á sendiráð Spánar í borginni, en forsætisráðherra landsins hefur hafnað því. 11. desember 2015 18:22
Vígamenn ráðast á háskóla í Pakistan Vígamenn gerðu í nótt árás á háskólann í Charsadda í norðvesturhluta Pakistans og stendur bardagi á milli þeirra og öryggissveita enn yfir. Mennirnir skutu sér leið inn í skólann og enn er óljós hvort margir séu látnir en staðfest er að sjö eru látnir og tuttugu særðir hið minnsta. 20. janúar 2016 07:23
Segir fjölda flóttamanna frá Afganistan óásættanlegan "Ég er að segja hreint út að hælisleitendur frá Afganistan mega búast við því að fá ekki að vera áfram í Þýskalandi.“ 28. október 2015 13:31