Körfubolti

Grétar fór úr puttalið í fjórða leikhlutanum

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Þetta var algjörlega geðveikt, ég á enginn orð til að lýsa þessu,“ segir Grétar Erlendsson, leikmaður Þórs, eftir sigur liðsins á Keflavík í kvöld en með honum tryggði liðið sér sæti í úrslitum bikarkeppninnar.

„Það var búið að vera stál í stál allan tímann en síðan gerist bara eitthvað og hlutirnir fara að detta með okkur og við sigldum þessu í land.“

Sjá einnig: Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 100-79 | Þór í bikarúrslit í fyrsta sinn

Grétar fór úr puttalið í fjórða leikhlutanum og öskraði eins og óður maður á miðjum vellinum.

„Þá varð maður reiður. Ég fékk skóinn frá Val í puttann og hann datt úr lið. Það þurfti bara að tosa puttann aftur í,“ segir Grétar sem öskraði enn meira þá.

„Það sem drepur mann ekki, styrkir mann bara eða eitthvað svoleiðis. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að komast í höllina. Velgengni hjá okkur skilar sér í auknum iðkendafjölda. Við erum ekkert á leiðinni í bikarúrslit til að vera bara með, við getum spilað bolta við öll bestu lið landsins.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×