Ólýsanleg tilfinning Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 27. janúar 2016 09:00 Alda Dís Arnardóttir vissi alltaf að sig langaði til þess að starfa sem söngkona. Vísir/Ernir Alda Dís Arnardóttir, 22 ára snót úr Snæfellsbæ, bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent fyrir rúmu ári en hún hefur átt afar viðburðaríkt ár.Vildi vinna sem söngkona „Það er óhætt að segja að tilfinningin á úrslitakvöldinu hafi verið ólýsanleg, mér leið eins og ég væri búin að sanna fyrir sjálfri mér að þetta væri málið, ég ætti að vinna sem söngkona og það var það mikilvægasta fyrir mig,“ segir Alda Dís þegar hún rifjar upp þátttöku sína. Eflaust eru margar ástæður fyrir því að fólk reynir fyrir sér í þætti sem þessum, en sigurvegarinn hlýtur vegleg verðlaun ásamt því að fá tækifæri til að koma sér á framfæri. „Aðalástæðan fyrir því að ég tók þátt í Ísland Got Talent var sú að ég vildi koma mér í þá stöðu að vinna sem atvinnusöngkona, og það virkaði. Þetta er búið að vera ótrúlegt ár, ég kom fyrst fram í sjónvarpi í fjórða þætti Ísland Got Talent og það má segja að eftir það breyttist allt. Þetta var ótrúleg reynsla sem ég hlaut í kjölfar sigursins.“Heiður að vinna með Bubba Við tók mikið ævintýri hjá Öldu Dís þar sem hún flaug út til Los Angeles til að vinna með upptökuteyminu StopWaitGo að nýju lagi. En StopWaitGo hefur verið að gera það gott í tónlistabransanum. „Þetta var allt frekar stressandi, en það var frábært að fara út og kynnast strákunum, samstarfið gekk mjög vel. Á þessum tíma samdi ég textann við lagið Rauða nótt og eftir það fann ég hvað það var gott að vinna með þeim,“ segir Alda Dís. Fyrsta lag Öldu Dísar Rauða nótt fékk góðar viðtökur og spilun á útvarpsstöðum landsins. „Það var þá sem ég fékk leyfi frá framleiðanda til að klára plötuna. Þetta var alveg ótrúlega spennandi, ég vissi alltaf að ég vildi vera lagahöfundur. Bubbi Morthens á lag á plötunni minni og það var mikill heiður að fá að vinna með honum. Þetta tókst allt saman vel og ég er alveg ótrúlega stolt af sjálfri mér.“Er smá fiðrildi Næsta verkefni Öldu Dísar er Söngvakeppni sjónvarpsins, þar kemur hún til með að flytja lagið Augnablik eftir Ölmu Guðmundsdóttir og James Wong. „Ég alveg dýrka þetta lag og ég hlakka mikið til. Boðskapur lagsins snýst um að lifa í núinu, en það er mjög lýsandi fyrir mig akkúrat núna, þar sem ég er smá fiðrildi og á svo bágt með að vera í núinu, það er frábært að tengja svona vel við lagið.“ Það er óhætt að segja að Alda Dís eigi framtíðina fyrir sér í tónlistinni og að árið eftir sigurinn í Ísland Got Talent hafi verið og viðburðaríkt. „Þetta er búið að vera alveg frábært ár, ég tók að mér fullt skemmtilegum verkefnum meðal annars tók ég þátt í sjónvarpsþáttunum Rétti, einnig tók ég þátt í Áramótaskaupinu þar sem ég söng lagið Crystals með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Fram undan er áframhaldandi vinna í tónlist. Hver veit hvað gerist næst, allavega ætla ég að reyna að vera í núinu og einbeita mér að því sem ég er að gera núna,“ segir Alda Dís að lokum. Þriðja þáttaröðin af Ísland Got Talent hefst næstkomandi sunnudag á Stöð 2. Tónlist Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Alda Dís Arnardóttir, 22 ára snót úr Snæfellsbæ, bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent fyrir rúmu ári en hún hefur átt afar viðburðaríkt ár.Vildi vinna sem söngkona „Það er óhætt að segja að tilfinningin á úrslitakvöldinu hafi verið ólýsanleg, mér leið eins og ég væri búin að sanna fyrir sjálfri mér að þetta væri málið, ég ætti að vinna sem söngkona og það var það mikilvægasta fyrir mig,“ segir Alda Dís þegar hún rifjar upp þátttöku sína. Eflaust eru margar ástæður fyrir því að fólk reynir fyrir sér í þætti sem þessum, en sigurvegarinn hlýtur vegleg verðlaun ásamt því að fá tækifæri til að koma sér á framfæri. „Aðalástæðan fyrir því að ég tók þátt í Ísland Got Talent var sú að ég vildi koma mér í þá stöðu að vinna sem atvinnusöngkona, og það virkaði. Þetta er búið að vera ótrúlegt ár, ég kom fyrst fram í sjónvarpi í fjórða þætti Ísland Got Talent og það má segja að eftir það breyttist allt. Þetta var ótrúleg reynsla sem ég hlaut í kjölfar sigursins.“Heiður að vinna með Bubba Við tók mikið ævintýri hjá Öldu Dís þar sem hún flaug út til Los Angeles til að vinna með upptökuteyminu StopWaitGo að nýju lagi. En StopWaitGo hefur verið að gera það gott í tónlistabransanum. „Þetta var allt frekar stressandi, en það var frábært að fara út og kynnast strákunum, samstarfið gekk mjög vel. Á þessum tíma samdi ég textann við lagið Rauða nótt og eftir það fann ég hvað það var gott að vinna með þeim,“ segir Alda Dís. Fyrsta lag Öldu Dísar Rauða nótt fékk góðar viðtökur og spilun á útvarpsstöðum landsins. „Það var þá sem ég fékk leyfi frá framleiðanda til að klára plötuna. Þetta var alveg ótrúlega spennandi, ég vissi alltaf að ég vildi vera lagahöfundur. Bubbi Morthens á lag á plötunni minni og það var mikill heiður að fá að vinna með honum. Þetta tókst allt saman vel og ég er alveg ótrúlega stolt af sjálfri mér.“Er smá fiðrildi Næsta verkefni Öldu Dísar er Söngvakeppni sjónvarpsins, þar kemur hún til með að flytja lagið Augnablik eftir Ölmu Guðmundsdóttir og James Wong. „Ég alveg dýrka þetta lag og ég hlakka mikið til. Boðskapur lagsins snýst um að lifa í núinu, en það er mjög lýsandi fyrir mig akkúrat núna, þar sem ég er smá fiðrildi og á svo bágt með að vera í núinu, það er frábært að tengja svona vel við lagið.“ Það er óhætt að segja að Alda Dís eigi framtíðina fyrir sér í tónlistinni og að árið eftir sigurinn í Ísland Got Talent hafi verið og viðburðaríkt. „Þetta er búið að vera alveg frábært ár, ég tók að mér fullt skemmtilegum verkefnum meðal annars tók ég þátt í sjónvarpsþáttunum Rétti, einnig tók ég þátt í Áramótaskaupinu þar sem ég söng lagið Crystals með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Fram undan er áframhaldandi vinna í tónlist. Hver veit hvað gerist næst, allavega ætla ég að reyna að vera í núinu og einbeita mér að því sem ég er að gera núna,“ segir Alda Dís að lokum. Þriðja þáttaröðin af Ísland Got Talent hefst næstkomandi sunnudag á Stöð 2.
Tónlist Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning