Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefni Una Sighvatsdóttir skrifar 26. janúar 2016 19:22 Guðrún Sigmundsdóttir settur sóttvarnalæknir Zikaveirusýkingin er ný farsótt. Veiran uppgötvaðist fyrst í Afríku um miðja síðustu öld en sýkingar af henni hafa verið sjaldgæfar, þar til nú þegar veiran hefur á stuttum tíma greinst í 21 landi Suður- Mið og Norður-Ameríku. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði í dag við því að hún muni berast víðar um álfurnar, en moskítóflugan sem ber hana þrífst í öllum löndum Ameríku nema Sjíle og Kanada. Guðrún Sigmundsdóttir, settur sóttvarnalæknir, vekur athygli á því að ferðamenn geti borið veiruna með sér hingað til lands. „Við erum ekki með vectorinn [ísl. smitberann] sjálf, sem er þessi moskítófluga. Þannig að þetta verður ekki landlægur sjúkdómur hér á meðan við erum ekki með þann vector. En það er sjálfsagt að vara fólk við, sem er að fara í ferðalög, svo það viti á hverju það þarf að vara sig.“Eitrað fyrir moskítóflugum í Sao Paulo í Brasilíu.Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefni Varúðarráðstafanir felast fyrst og fremst í því að forðast moskítóbit. Engin bólusetning eða lækning er til, en almennt veldur zikaveirusýking aðeins vægum einkennum, svo sem hita og höfuðverk. Vísbendingar eru þó um alvarlegri afleiðingar sýkist barnshafandi konur. Síðan í október í fyrra hafa hátt í 4000 börn í Brasilíu greinst með sjúkdóm sem kallast microcephaly eða smáheili. Þetta er sjaldgæfur heila- og taugasjúkdómur sem getur haft alvarleg áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna.Enn á rannsóknarstigi í 49 tilfellum í Brasilíu fæddust börnin andvana eða létust skömmu eftir fæðingu. Barnshafandi konur hafa því verið hvattar til að íhuga að fresta för til landa þar sem veiran hefur greinst þar til eftir fæðingu. Rétt er þó að taka fram að enn hefur ekki endanlega verið sýnt fram á að zikaveiran valdi fóstuskaða. Guðrún segir að unnið sé af kappi að því að safna gögnum. „Þetta er mikið á rannsóknarstigi, en við erum með þessi mögulegu tengsl og það ætti að nægja til að maður hugsi sinn gang og sé ekki að útsetja sig í óþarfa hættu." Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17 Genabreyttar moskítóflugur geti komið í veg fyrir Zika-vírusinn Genabreyttar moskítóflugur gætu dregið úr frekari útbreiðslu Zika-vírussins, sem herjað hefur á íbúa Brasilíu að undanförnu. 20. janúar 2016 08:11 Heita því að vernda keppendur og gesti í Río frá Zika-veirunni Síðustu mánuði hefur Zika-veiran valdið alvarlegum fæðingargöllum í þúsundum nýfæddra barna í Mið- og Suður-Ameríku. 24. janúar 2016 23:30 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Zikaveirusýkingin er ný farsótt. Veiran uppgötvaðist fyrst í Afríku um miðja síðustu öld en sýkingar af henni hafa verið sjaldgæfar, þar til nú þegar veiran hefur á stuttum tíma greinst í 21 landi Suður- Mið og Norður-Ameríku. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði í dag við því að hún muni berast víðar um álfurnar, en moskítóflugan sem ber hana þrífst í öllum löndum Ameríku nema Sjíle og Kanada. Guðrún Sigmundsdóttir, settur sóttvarnalæknir, vekur athygli á því að ferðamenn geti borið veiruna með sér hingað til lands. „Við erum ekki með vectorinn [ísl. smitberann] sjálf, sem er þessi moskítófluga. Þannig að þetta verður ekki landlægur sjúkdómur hér á meðan við erum ekki með þann vector. En það er sjálfsagt að vara fólk við, sem er að fara í ferðalög, svo það viti á hverju það þarf að vara sig.“Eitrað fyrir moskítóflugum í Sao Paulo í Brasilíu.Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefni Varúðarráðstafanir felast fyrst og fremst í því að forðast moskítóbit. Engin bólusetning eða lækning er til, en almennt veldur zikaveirusýking aðeins vægum einkennum, svo sem hita og höfuðverk. Vísbendingar eru þó um alvarlegri afleiðingar sýkist barnshafandi konur. Síðan í október í fyrra hafa hátt í 4000 börn í Brasilíu greinst með sjúkdóm sem kallast microcephaly eða smáheili. Þetta er sjaldgæfur heila- og taugasjúkdómur sem getur haft alvarleg áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna.Enn á rannsóknarstigi í 49 tilfellum í Brasilíu fæddust börnin andvana eða létust skömmu eftir fæðingu. Barnshafandi konur hafa því verið hvattar til að íhuga að fresta för til landa þar sem veiran hefur greinst þar til eftir fæðingu. Rétt er þó að taka fram að enn hefur ekki endanlega verið sýnt fram á að zikaveiran valdi fóstuskaða. Guðrún segir að unnið sé af kappi að því að safna gögnum. „Þetta er mikið á rannsóknarstigi, en við erum með þessi mögulegu tengsl og það ætti að nægja til að maður hugsi sinn gang og sé ekki að útsetja sig í óþarfa hættu."
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17 Genabreyttar moskítóflugur geti komið í veg fyrir Zika-vírusinn Genabreyttar moskítóflugur gætu dregið úr frekari útbreiðslu Zika-vírussins, sem herjað hefur á íbúa Brasilíu að undanförnu. 20. janúar 2016 08:11 Heita því að vernda keppendur og gesti í Río frá Zika-veirunni Síðustu mánuði hefur Zika-veiran valdið alvarlegum fæðingargöllum í þúsundum nýfæddra barna í Mið- og Suður-Ameríku. 24. janúar 2016 23:30 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17
Genabreyttar moskítóflugur geti komið í veg fyrir Zika-vírusinn Genabreyttar moskítóflugur gætu dregið úr frekari útbreiðslu Zika-vírussins, sem herjað hefur á íbúa Brasilíu að undanförnu. 20. janúar 2016 08:11
Heita því að vernda keppendur og gesti í Río frá Zika-veirunni Síðustu mánuði hefur Zika-veiran valdið alvarlegum fæðingargöllum í þúsundum nýfæddra barna í Mið- og Suður-Ameríku. 24. janúar 2016 23:30