Trump hundsar kappræður Fox og Google Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2016 15:15 Donald Trump og Megyn Kelly. Vísir/Getty Forsetaframbjóðandinn Donald Trump ætlar ekki að taka þátt í kappræðum Fox News og Google annað kvöld. Google ætlar að kanna sannleiksgildi ummæla frambjóðendanna í beinni útsendingu. Ákvörðun Trump, sem hann tilkynnti tveimur sólarhringum áður en kappræðurnar fara fram, má þó rekja til deilna hans og Megyn Kelly hjá Fox News. Allt frá fyrstu kappræðum Repúblikana í ágúst hafa þau eldað grátt silfur saman, þegar hún spurði hann út í fyrri ummæli hans um konur. „Þú hefur kallað konur, sem þú kannt ekki vel við, feit svín, hunda, sóða og ógeðsleg dýr,“ sagði Kelly og spurði hvort að það sýndi fram á skapgerð sem sæmi forseta. Auk þess, seinna í kappræðunum, spurði Kelly hann hvenær hann hefði orðið Repúblikani. Á árum áður var Trump Demókrati. Eftir kappræðurnar fór Trump hörðum orðum um Kelly við CNN.Sagði hann blóð flæða hvaðan sem er út úr Megyn Kelly og að hún hefði reynt að klekja á sér. Síðan þá hefur hann reglulega skammast út í Kelly á samfélagsmiðlum. Í dag skrifaði hann á Twitter: „Ég neita að segja að kalla Megyn Kelly glyðru, því það væri ekki í takt við pólitískan rétttrúnað. Þess í stað segi ég að hún sé fréttamaður í léttvigt.“Tilkynning og frétt Fox. Watch the latest video at video.foxnews.com Donald Trump um ákvörðun sína í myndbandi sem hann birti á Instagram. Should I do the #GOPdebate? A video posted by Donald J. Trump (@realdonaldtrump) on Jan 26, 2016 at 10:04am PST Í tilkynningu frá framboði Trump um ákvörðunina á Twitter er farið víða um hæfileika hans sem viðskiptamaður og rithöfundur bóka um viðskipti og því þekki hann vonda samninga þegar hann sjái þá. Hann segir Fox græða á tá og fingri á kappræðunum sem setji áhorfsmet vegna þess að hann taki þátt í þeim. „Ólíkt því mjög heimska og einstaklega óhæfa fólki sem stýrir nú landi okkar í strand, veit herra Trump hvenær hann á að draga í land.“ Þá segir að starfsmenn Fox telji sig geta leikið á Trump, en hann taki ekki þátt í svona leikjum. Þess í stað ætli hann að fara til Iowa og safna fé fyrir fyrrverandi hermenn. Fyrstu atkvæði forvalsins verða greidd í Iowa á mánudaginn.pic.twitter.com/SmTkLPiBYD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 27, 2016 Í yfirlýsingu frá Fox News segir að Trump hafi ítrekað ráðist gegn Kelly og hann hafi nú eytt fjórum dögum í að heimta að hún tæki ekki þátt í kappræðunum. þá segir einnig að Corey Lewandowski, kosningastjóri Trump, hafi hótað Kelly. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump ætlar ekki að taka þátt í kappræðum Fox News og Google annað kvöld. Google ætlar að kanna sannleiksgildi ummæla frambjóðendanna í beinni útsendingu. Ákvörðun Trump, sem hann tilkynnti tveimur sólarhringum áður en kappræðurnar fara fram, má þó rekja til deilna hans og Megyn Kelly hjá Fox News. Allt frá fyrstu kappræðum Repúblikana í ágúst hafa þau eldað grátt silfur saman, þegar hún spurði hann út í fyrri ummæli hans um konur. „Þú hefur kallað konur, sem þú kannt ekki vel við, feit svín, hunda, sóða og ógeðsleg dýr,“ sagði Kelly og spurði hvort að það sýndi fram á skapgerð sem sæmi forseta. Auk þess, seinna í kappræðunum, spurði Kelly hann hvenær hann hefði orðið Repúblikani. Á árum áður var Trump Demókrati. Eftir kappræðurnar fór Trump hörðum orðum um Kelly við CNN.Sagði hann blóð flæða hvaðan sem er út úr Megyn Kelly og að hún hefði reynt að klekja á sér. Síðan þá hefur hann reglulega skammast út í Kelly á samfélagsmiðlum. Í dag skrifaði hann á Twitter: „Ég neita að segja að kalla Megyn Kelly glyðru, því það væri ekki í takt við pólitískan rétttrúnað. Þess í stað segi ég að hún sé fréttamaður í léttvigt.“Tilkynning og frétt Fox. Watch the latest video at video.foxnews.com Donald Trump um ákvörðun sína í myndbandi sem hann birti á Instagram. Should I do the #GOPdebate? A video posted by Donald J. Trump (@realdonaldtrump) on Jan 26, 2016 at 10:04am PST Í tilkynningu frá framboði Trump um ákvörðunina á Twitter er farið víða um hæfileika hans sem viðskiptamaður og rithöfundur bóka um viðskipti og því þekki hann vonda samninga þegar hann sjái þá. Hann segir Fox græða á tá og fingri á kappræðunum sem setji áhorfsmet vegna þess að hann taki þátt í þeim. „Ólíkt því mjög heimska og einstaklega óhæfa fólki sem stýrir nú landi okkar í strand, veit herra Trump hvenær hann á að draga í land.“ Þá segir að starfsmenn Fox telji sig geta leikið á Trump, en hann taki ekki þátt í svona leikjum. Þess í stað ætli hann að fara til Iowa og safna fé fyrir fyrrverandi hermenn. Fyrstu atkvæði forvalsins verða greidd í Iowa á mánudaginn.pic.twitter.com/SmTkLPiBYD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 27, 2016 Í yfirlýsingu frá Fox News segir að Trump hafi ítrekað ráðist gegn Kelly og hann hafi nú eytt fjórum dögum í að heimta að hún tæki ekki þátt í kappræðunum. þá segir einnig að Corey Lewandowski, kosningastjóri Trump, hafi hótað Kelly.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira