Fátt nýtt að frétta af skuldbindingum Íslands Svavar Hávarðsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Fólk um allan heim treystir stjórnvöldum til þess að taka á djúpstæðum vanda. nordicphotos/afp Settir verða ábyrgðarmenn yfir öll sextán verkefni sóknaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum í janúar og einnig þegar útfærslu flestra eða allra verkefnanna verður lokið. Fjármögnun sóknaráætlunarinnar liggur fyrir. Hins vegar virðist framhaldið vera óljóst, sérstaklega hvað varðar skuldbindingar til framtíðar litið. Þetta má ráða af svari Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra. Verkefnin sextán miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, styðja alþjóðleg loftslagsverkefni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar í loftslagsmálum. Átta verkefni miða að því að draga úr nettólosun í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Í svarinu segir að verkefni í sóknaráætluninni fái flest fjárveitingu til eins til þriggja ára og að í mörgum verkefnanna séu fleiri fengnir að vinnu loftslagsverkefna en tíðkast hefur til þessa, og eru í þeim hópi fulltrúar sem tengjast atvinnulífinu. Sóknaráætlunin var sett fram í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember og er ætlað að sýna vilja íslenskra stjórnvalda til að taka þátt í alþjóðlegu átaki gegn loftslagsbreytingum og búa í haginn fyrir væntanlegar hertar kröfur um losun eftir 2020. Svandís spurði einnig hvernig vinnu við að útfæra losunarmarkmið Íslands gagnvart sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins verði háttað. Fær hún það svar að Ísland hefur, líkt og Noregur, lýst yfir vilja til að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópuríkja um losun til 2030. ESB hafi tekið vel í þá málaleitan en ekki hefur verið rætt um hvernig málinu verður fram haldið. „Það mun væntanlega skýrast á næstu vikum, þegar ríki taka til við að skipuleggja verkefni sem tengjast eftirfylgni Parísarsamkomulagsins,“ segir í svari ráðherra. Loftslagsmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Settir verða ábyrgðarmenn yfir öll sextán verkefni sóknaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum í janúar og einnig þegar útfærslu flestra eða allra verkefnanna verður lokið. Fjármögnun sóknaráætlunarinnar liggur fyrir. Hins vegar virðist framhaldið vera óljóst, sérstaklega hvað varðar skuldbindingar til framtíðar litið. Þetta má ráða af svari Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra. Verkefnin sextán miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, styðja alþjóðleg loftslagsverkefni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar í loftslagsmálum. Átta verkefni miða að því að draga úr nettólosun í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Í svarinu segir að verkefni í sóknaráætluninni fái flest fjárveitingu til eins til þriggja ára og að í mörgum verkefnanna séu fleiri fengnir að vinnu loftslagsverkefna en tíðkast hefur til þessa, og eru í þeim hópi fulltrúar sem tengjast atvinnulífinu. Sóknaráætlunin var sett fram í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember og er ætlað að sýna vilja íslenskra stjórnvalda til að taka þátt í alþjóðlegu átaki gegn loftslagsbreytingum og búa í haginn fyrir væntanlegar hertar kröfur um losun eftir 2020. Svandís spurði einnig hvernig vinnu við að útfæra losunarmarkmið Íslands gagnvart sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins verði háttað. Fær hún það svar að Ísland hefur, líkt og Noregur, lýst yfir vilja til að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópuríkja um losun til 2030. ESB hafi tekið vel í þá málaleitan en ekki hefur verið rætt um hvernig málinu verður fram haldið. „Það mun væntanlega skýrast á næstu vikum, þegar ríki taka til við að skipuleggja verkefni sem tengjast eftirfylgni Parísarsamkomulagsins,“ segir í svari ráðherra.
Loftslagsmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira