Sjúkrapróf í janúar, af hverju ekki? Guðbjörg Lára Másdóttir og Sigmar Aron Ómarsson skrifar 28. janúar 2016 11:12 Siggi skráði sig í Háskóla Íslands beint eftir stúdentsprófið. Hann mætir samviskusamlega í tíma, enda ekki langt að fara frá íbúðinni hans á stúdentagörðunum. Fjárhagsstaðan er því miður ekki eins og best verður á kosið og því er Siggi háður námslánum frá LÍN, rétt eins og svo margir aðrir. Siggi hefur gaman af náminu sínu og gengur vel stemmdur inn í fyrstu prófatörnina. Eins og svo oft áður er vetur í desember, bærinn fyllist af snjó og göturnar breytast í óumbeðið skautasvell. Á leið sinni heim frá Þjóðarbókhlöðunni þarf Siggi að þvera Suðurgötuna. Hann lítur til beggja hliða en einhver er að drífa sig aðeins of mikið, nær ekki að bremsa í tæka tíð og síðan er allt svart. Siggi vaknar í sjúkrarúmi á Landspítalanum og er tjáð að hann hafi brotnað á nokkrum stöðum og hlotið þungt höfuðhögg, hugsanlega heilahristing. Nú er útlitið svart. Siggi á að mæta í próf daginn eftir en varla fer hann að taka próf í þessu ástandi, rúmliggjandi maðurinn. Hann neyðist því til að hringja sig inn veikan og fær lækninn sinn til að skrifa upp á vottorð fyrir sig. Um miðjan janúar fær Siggi bréf frá LÍN, hann stóðst ekki námsframvindukröfur sjóðsins og fær námslánin sín því ekki greidd út. Sigga er brugðið, enda eru námslánin grundvöllur þess að hann eigi í sig og á. Daginn eftir berst honum bréf frá Félagsstofnun stúdenta þar sem segir að skv. þeirra gögnum hafi hann ekki skilað þeim 18 einingum á haustönn sem eru forsenda áframhaldandi veru hans á stúdentagörðunum. Ekki hafði hann órað fyrir því að hálkan á Suðurgötunni gæti haft svona afdrifarík áhrif á líf eins háskólastúdents. „Af hverju eru ekki bara sjúkrapróf í janúar“, hugsar Siggi og kveikir á Netflix. Þótt sagan af Sigga sé spunnin úr hugarheimum höfunda byggir hún því miður á raunveruleika of margra stúdenta við Háskóla Íslands. Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. Því viljum við í Vöku beita okkur fyrir því að þau verði einnig haldin í janúar og koma þannig í veg fyrir að fleiri lendi í sömu aðstæðum og Siggi. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Siggi skráði sig í Háskóla Íslands beint eftir stúdentsprófið. Hann mætir samviskusamlega í tíma, enda ekki langt að fara frá íbúðinni hans á stúdentagörðunum. Fjárhagsstaðan er því miður ekki eins og best verður á kosið og því er Siggi háður námslánum frá LÍN, rétt eins og svo margir aðrir. Siggi hefur gaman af náminu sínu og gengur vel stemmdur inn í fyrstu prófatörnina. Eins og svo oft áður er vetur í desember, bærinn fyllist af snjó og göturnar breytast í óumbeðið skautasvell. Á leið sinni heim frá Þjóðarbókhlöðunni þarf Siggi að þvera Suðurgötuna. Hann lítur til beggja hliða en einhver er að drífa sig aðeins of mikið, nær ekki að bremsa í tæka tíð og síðan er allt svart. Siggi vaknar í sjúkrarúmi á Landspítalanum og er tjáð að hann hafi brotnað á nokkrum stöðum og hlotið þungt höfuðhögg, hugsanlega heilahristing. Nú er útlitið svart. Siggi á að mæta í próf daginn eftir en varla fer hann að taka próf í þessu ástandi, rúmliggjandi maðurinn. Hann neyðist því til að hringja sig inn veikan og fær lækninn sinn til að skrifa upp á vottorð fyrir sig. Um miðjan janúar fær Siggi bréf frá LÍN, hann stóðst ekki námsframvindukröfur sjóðsins og fær námslánin sín því ekki greidd út. Sigga er brugðið, enda eru námslánin grundvöllur þess að hann eigi í sig og á. Daginn eftir berst honum bréf frá Félagsstofnun stúdenta þar sem segir að skv. þeirra gögnum hafi hann ekki skilað þeim 18 einingum á haustönn sem eru forsenda áframhaldandi veru hans á stúdentagörðunum. Ekki hafði hann órað fyrir því að hálkan á Suðurgötunni gæti haft svona afdrifarík áhrif á líf eins háskólastúdents. „Af hverju eru ekki bara sjúkrapróf í janúar“, hugsar Siggi og kveikir á Netflix. Þótt sagan af Sigga sé spunnin úr hugarheimum höfunda byggir hún því miður á raunveruleika of margra stúdenta við Háskóla Íslands. Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. Því viljum við í Vöku beita okkur fyrir því að þau verði einnig haldin í janúar og koma þannig í veg fyrir að fleiri lendi í sömu aðstæðum og Siggi. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun