Körfubolti

Ingi Þór og Snæfellsstrákarnir með sterkar taugar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Karel Torfason er með miklu hærra framlag og fleiri stig að meðaltali í sigurleikjum Snæfells en tapleikjunum.
Stefán Karel Torfason er með miklu hærra framlag og fleiri stig að meðaltali í sigurleikjum Snæfells en tapleikjunum. Vísir/Stefán
Snæfell vann mikilvægan sigur á Grindavík í Domino´s deild karla í körfubolta í gær en sigurvegari fékkst ekki fyrr en eftir tvær framlengingar. Það er ekkert nýtt fyrir Hólmara að fagna sigri í jöfnum leikjum á tímabilinu.

Snæfellsliðið hefur þar með unnið báða leikina á móti Grindavík og hefur því ekki bara tveggja stiga forskot á Grindvíkinga heldur betri stöðu í innbyrðisleikjum að auki, verði liði jöfn í lok mótsins.

Þetta var jafnframt fimmti sigur Snæfells í jöfnum leik en það eru leikir sem vinnast eða tapast með fimm stigum eða minna.

Snæfell er eina liðið í deildinni sem hefur unnið fimm slíka leiki en bæði Keflavík og Stjarnan eru með fjóra sigra í jöfnun leikjum.

Það er þó enn athyglisverðara að Snæfellsliðið er 5-0 í jöfnun leikjum en þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson og lærissveinar hans eru greinilega með sterkar taugar og kunna landa sigrum þegar allt er í járnum í lokin.

Fjórar þessum fimm sigrum í jöfnum leikjum hafa komið í leikjum Snæfells við Hött og Grindavík sem eru bæði eru með unga og óreynda þjálfara. Snæfell hefur unnið alla fjóra leikina á móti þeim en aðeins með samtals 9 stigum þar af er fimm stiga sigur í tvíframlengdum leik.

Bandaríkjamaðurinn Sherrod Nigel Wright hefur verið happafengur fyrir Snæfellsliðið og frammistaða hans á móti Grindavík í gær var ótrúlega en hann var þá með 49 stig, 16 fráköst, 14 fiskaðar villur og 5 stoðsendingar.



Jöfnu leikirnir hjá Snæfelli í Domino´s deild karla í vetur:

62-60 útisigur á Hetti í október (+2)

Sherrod Nigel Wright með 22 stig og sigurkörfuna

Austin Magnus Bracey með 13 stig

99-98 útisigur á Grindavík í október (+1)

Sherrod Nigel Wright með 37 stig

Stefán Karel Torfason með 20 stig

Sigurður Á. Þorvaldsson með 17 stig

94-91 heimasigur á Tindastól í nóvember (+3)

Sherrod Nigel Wright með 24 stig

Austin Magnus Bracey með 24 stig

Sigurður Á. Þorvaldsson með 17 stig

90-89 heimasigur á Hetti í janúar (+1)

Sherrod Nigel Wright með 26 stig

Sigurður Á. Þorvaldsson með 17 stig

Austin Magnus Bracey með 14 stig

110-105 heimasigur á Grindavík í tvíframlengdum leik í janúar (+5)

Sherrod Nigel Wright með 49 stig og 16 fráköst

Sigurður Á. Þorvaldsson með 15 stig

Austin Magnus Bracey með 15 stig


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×