Máli erfingjanna á Vatnsenda vísað frá dómi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. janúar 2016 12:05 Níu erfingjar fóru fram á samtals 75 milljarða í skaðabætur. vísir/valli Máli erfingjanna á Vatnsenda gegn Kópavogsbæ var í Héraðsdómi Reykjaness í dag vísað frá dómi. Málið snerist meðal annars um 75 milljarða skaðabótakröfu á hendur bænum vegna eignarnáms í landi Vatnsenda á árunum 1992-2007. Málinu var skipt í tvo hluta vegna umfangs þess, þannig að í fyrstu var fjallað um greiðsluskyldu bæjarins og í kjölfarið upphæð skaðabótakröfunnar. Héraðsdómur Reykjaness vísaði málinu frá í dag, en niðurstaðan er kæranleg til Hæstaréttar. „Hér stendur auðvitað upp úr að fjölskipaður héraðsdómur hefur fallist á það sjónarmið bæjarins að málið sé ódómtækt enda hefur ekki verið sýnt fram á með nokkrum hætti að dánarbú Sigurðar K. Hjaltested hafi orðið fyrir tjóni við eignarnám Kópavogsbæjar. Þess er þó að geta að úrskurðurinn er kæranlegur til Hæstaréttar og því er ekki enn ljóst hvort þessi niðurstaða er endanleg,“ segir Guðjón Ármannsson, lögmaður Kópavogsbæjar. Fimmtíu ára deila Málaferli þessi hófust eftir að Hæstiréttur komst í mars síðastliðnum að þeirri niðurstöðu að ráðstafa skyldi beinum eignarrétti til fimmtán erfingja Sigurðar Hjaltested, en ekki sonarsonar hans, Þorsteins Hjaltested. Hann fékk milljarða frá Kópavogsbæ í bætur, eftir að bærinn tók hluta jarðarinnar eignarnámi. Málið á sér langan aðdraganda, en deilur um jörðina hafa nú staðið yfir í nærri fimmtíu ár. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, ekki síst vegna þess að jörðin er eitt helsta byggingarland Kópavogsbæjar. Upphaflegur eigandi jarðarinnar var Magnús Einarsson Hjaltested. Hann eignaðist jörðina árið 1914 en var ókvæntur og barnlaus. Það fór svo að barnabarn bróður hans, Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested, erfði Vatnsendajörðina og hóf þar búskap árið 1958 með seinni konu sinni. Sigurður lést árið 1966 en þá fór sonur hans frá fyrra hjónabandi, Magnús Hjaltested, fram á að fá jörðina. Sú krafa leiddi til málaferla sem svo enduðu með því að ekkja Sigurðar var borin út af heimilinu. Þegar Magnús lést svo árið 1999 tók Þorsteinn Hjaltsted, elsti sonur hans, við jörðinni. Málaferlin hófust árið 2007 og hafa því staðið yfir í um níu ár. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Tengdar fréttir Vendingar í Vatnsendamálinu: Frávísunarkröfu Kópavogsbæjar hafnað og málinu skipt í tvo hluta Erfingjarnir fara fram á 75 milljarða króna í skaðabætur frá Kópavogsbæ. 29. september 2015 11:16 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Máli erfingjanna á Vatnsenda gegn Kópavogsbæ var í Héraðsdómi Reykjaness í dag vísað frá dómi. Málið snerist meðal annars um 75 milljarða skaðabótakröfu á hendur bænum vegna eignarnáms í landi Vatnsenda á árunum 1992-2007. Málinu var skipt í tvo hluta vegna umfangs þess, þannig að í fyrstu var fjallað um greiðsluskyldu bæjarins og í kjölfarið upphæð skaðabótakröfunnar. Héraðsdómur Reykjaness vísaði málinu frá í dag, en niðurstaðan er kæranleg til Hæstaréttar. „Hér stendur auðvitað upp úr að fjölskipaður héraðsdómur hefur fallist á það sjónarmið bæjarins að málið sé ódómtækt enda hefur ekki verið sýnt fram á með nokkrum hætti að dánarbú Sigurðar K. Hjaltested hafi orðið fyrir tjóni við eignarnám Kópavogsbæjar. Þess er þó að geta að úrskurðurinn er kæranlegur til Hæstaréttar og því er ekki enn ljóst hvort þessi niðurstaða er endanleg,“ segir Guðjón Ármannsson, lögmaður Kópavogsbæjar. Fimmtíu ára deila Málaferli þessi hófust eftir að Hæstiréttur komst í mars síðastliðnum að þeirri niðurstöðu að ráðstafa skyldi beinum eignarrétti til fimmtán erfingja Sigurðar Hjaltested, en ekki sonarsonar hans, Þorsteins Hjaltested. Hann fékk milljarða frá Kópavogsbæ í bætur, eftir að bærinn tók hluta jarðarinnar eignarnámi. Málið á sér langan aðdraganda, en deilur um jörðina hafa nú staðið yfir í nærri fimmtíu ár. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, ekki síst vegna þess að jörðin er eitt helsta byggingarland Kópavogsbæjar. Upphaflegur eigandi jarðarinnar var Magnús Einarsson Hjaltested. Hann eignaðist jörðina árið 1914 en var ókvæntur og barnlaus. Það fór svo að barnabarn bróður hans, Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested, erfði Vatnsendajörðina og hóf þar búskap árið 1958 með seinni konu sinni. Sigurður lést árið 1966 en þá fór sonur hans frá fyrra hjónabandi, Magnús Hjaltested, fram á að fá jörðina. Sú krafa leiddi til málaferla sem svo enduðu með því að ekkja Sigurðar var borin út af heimilinu. Þegar Magnús lést svo árið 1999 tók Þorsteinn Hjaltsted, elsti sonur hans, við jörðinni. Málaferlin hófust árið 2007 og hafa því staðið yfir í um níu ár.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Tengdar fréttir Vendingar í Vatnsendamálinu: Frávísunarkröfu Kópavogsbæjar hafnað og málinu skipt í tvo hluta Erfingjarnir fara fram á 75 milljarða króna í skaðabætur frá Kópavogsbæ. 29. september 2015 11:16 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Vendingar í Vatnsendamálinu: Frávísunarkröfu Kópavogsbæjar hafnað og málinu skipt í tvo hluta Erfingjarnir fara fram á 75 milljarða króna í skaðabætur frá Kópavogsbæ. 29. september 2015 11:16