Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Tindastóll 79-76 | Mikilvægur sigur Hauka Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 29. janúar 2016 22:00 Haukar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Tindastóli, 79-76, í hörkuleik í 15. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld.Anton Brink, ljósmynari 365, var á vellinum í kvöld og tók þessar myndir. Gestirnir leiddu með sex stigum í hálfleik, 34-40, en Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og fóru með fjögurra stiga forystu, 62-58, inn í lokaleikhlutann. Emil Barja spilaði sinn besta leik í vetur en hann og Kári Jónsson drógu vagninn fyrir Hauka á lokamínútunum. Kári skoraði níu af sínum 20 stigum á síðustu tveimur og hálfu mínútu leiksins og Emil var einnig gríðarlega öflugur, á báðum endum vallarins, en hann innsiglaði í raun sigur Hauka þegar hann tók gríðarlega mikilvægt sóknarfrákast í stöðunni 76-73 þegar 24 sekúndur voru eftir af leiknum. Haukar héldu haus undir lokin, kláruðu vítin sín og lönduðu þriggja stiga sigri, 79-76. Þetta var fyrsti sigur Hauka í fjórum leikjum en liðið er enn í 6. sæti deildarinnar, nú með 16 stig. Tindastóll hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð en liðið er í 8. sæti deildarinnar með 14 stig. Mikilvægi leiksins sást kannski á spilamennsku liðanna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hittnin var slök (41% - 36%) og tapaðir boltar fjölmargir (alls 30) en baráttan og viljinn var svo sannarlega til staðar. Jerome Hill byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og skoraði 11 af fyrstu 18 stigum Stólanna. Hann lenti svo í villuvandræðum og skoraði ekki meira í fyrri hálfleik. Gestirnir voru með frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik en munurinn var aldrei mikill. Einu stigi munaði á liðunum eftir 1. leikhluta, 17-18, og sama baráttan hélt áfram í 2. leikhluta. Stólarnir náðu fljótlega sex stiga forystu, 19-25, en Haukarnir voru snöggir að jafna. Heimamenn breyttu svo stöðunni úr 27-30 í 34-33 en Tindastóll náði smá áhlaupi undir lok 2. leikhluta og fór því með sex stiga forskot inn í hálfleikinn, 34-40. Svavar Atli Birgisson lét til sín taka undir lok fyrri hálfleiks og skoraði fjögur síðustu stig hans. Haukar komu dýrvitlausir til leiks í seinni hálfleik, spiluðu grimma vörn og í sókninni fór Brandon Mobley mikinn en hann skoraði 10 stig í 3. leikhluta. Heimamenn skoruðu átta fyrstu stig seinni hálfleiks og náðu forystunni, 42-40. Þeir náðu mest sjö stiga forystu, 56-49, eftir þrist frá Hauki Óskarssyni. Eftir það fór að halla undan fæti hjá Haukum sem lentu í villuvandræðum. Stólarnir voru tíðir gestir á vítalínunni en Haukum til happs nýttu gestirnir vítin sín illa í kvöld (59%). Fjórum stigum munaði á liðunum fyrir lokafjórðunginn, 62-58. Haukarnir áttu í vandræðum með að skora framan af 4. leikhluta og þegar hann var fimm mínútna gamall voru aðeins tvö stig komin á töfluna Haukamegin. En í stöðunni 66-67 breyttist leikurinn. Emil kveikti í heimamönnum með þristi og Kári fylgdi fordæmi fyrirliðans, skoraði sjö stig í röð og allt í einu voru Haukar komnir átta stigum yfir, 76-68, og aðeins rúm mínúta til leiksloka. Fimm snögg stig í röð gáfu gestunum von en hún fauk út um gluggann þegar Emil tók áðurnefnt sóknarfrákast í stöðunni 76-73. Lokatölur 79-76, í miklum baráttuleik. Mobley og Kári voru stigahæstir í liði Hauka með 20 stig hvor. Mobley tók einnig 13 fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og varði þrjú skot. Kári bætti fjórum fráköstum, sjö stoðsendingum og þremur stolnum boltum við stigin sín tuttugu. Emil átti sem áður sagði sinn besta leik í vetur en hann skilaði 16 stigum, átta fráköstum, sex stoðsendingum og fimm vörðum skotum. Þá nýtti Emil sjö af níu skotum sínum og spilaði flotta vörn á Darrell Lewis. Hill skoraði 21 stig fyrir Tindastól en Lewis kom næstur með 19 stig. Pétur Rúnar Birgisson sýndi einnig styrk sinn í leiknum; skoraði 13 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti þó illa líkt og flestir félaga sinna í liði Tindastóls.Ívar: Emil er kominn úr sumarfríi Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Hauka, var létt eftir þriggja stiga sigur hans manna, 79-76, á Tindastóli í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Hauka í fjórum leikjum. "Það var gríðarleg spenna í þessum leik og rosaleg barátta. Þetta var harður leikur og minnti á leik í úrslitakeppni," sagði Ívar glaðbeittur eftir leik. "Varnarleikurinn okkar var gríðarlega góður í leiknum, og þá sérstaklega í seinni hálfleik," bætti þjálfarinn við. Hans menn voru sex stigum undir í hálfleik, 34-40, en mættu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu átta stig hans. "Við komum mjög vel stemmdir inn úr hálfleiknum og það gaf okkur sjálfstraust eftir magurt gengi að undanförnu," sagði Ívar. Haukar spiluðu sterka vörn í kvöld og kannski full sterka ef marka má villufjöldann en Hafnfirðingar fengu 24 villur í leiknum. Þrátt fyrir það sagði Ívar dómara leiksins hafa komist vel frá sínu. "Mér fannst bæði liðin spila harða vörn en ég veit ekki hvort við höfum verið svona miklir klaufar. Við fengum allavega miklu fleiri villur. "En heilt yfir held ég að þetta hafi verið vel dæmdur leikur," sagði Ívar sem hrósaði Emil Barja fyrir sína frammistöðu í leiknum. Fyrirliðinn hefur ekki átt sitt besta tímabil en hann steig upp í kvöld og skilaði 16 stigum, átta fráköstum, sex stoðsendingum og fimm vörðum skotum. "Emil er kominn til baka úr sumarfríi," sagði Ívar og hló. "Hann var stórkostlegur í kvöld. Vörnin hans var frábær og hann tók (Darrel) Lewis alveg út úr leiknum. "Hann hefur fengið gagnrýni, ekki bara frá fjölmiðlum, heldur einnig frá mér og öðru Haukafólki. En ég ræddi við hann á föstudaginn og hann var ákveðinn að koma til baka. Hann sagðist hafa verið lélegur og hann ætlaði að koma til baka. Sem hann og gerði," sagði Ívar að lokum.Costa: Þurfum að gera einhverjar breytingar José María Costa Gómez, þjálfari Tindastóls, sá sína menn tapa þriðja leiknum í röð á Ásvöllum í kvöld. "Við áttum góða möguleika á að vinna leikinn en gerðum mistök undir lokin," sagði Costa. "Við spiluðum mjög góða vörn en þeir settu opnu skotin niður." Eftir síðasta leik, tap fyrir Þór Þorlákshöfn, gaf Costa það sterklega í skyn að Tindastóll þyrfti að gera einhverjar breytingar fyrir framhaldið. Talsvert hefur verið rætt um framtíð Bandaríkjamannsins Jerome Hill en Costa segir enn óvíst hvort hann verði áfram í herbúðum liðsins. "Við þurfum að breyta einhverju, hvort sem það er að láta hann fara eða ekki. Við erum of háðir (Darrel) Lewis og mótherjarnir leggja mikla áherslu á að stoppa hann," sagði Costa sem vill fá framlag frá fleiri leikmönnum liðsins í sókninni. "Við þurfum hjálp, það þurfa fleiri að leggja lóð sín á vogarskálarnar. Við getum ekki bara talað um Bandaríkjamanninn, það þurfa allir að leggja sitt af mörkum í sókninni. "Vörnin er fín en við þurfum fleiri möguleika í sókninni," sagði þjálfarinn að endingu.Bein lýsing: Haukar - TindastóllTweets by @VisirKarfa2 vísir/anton brink Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Haukar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Tindastóli, 79-76, í hörkuleik í 15. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld.Anton Brink, ljósmynari 365, var á vellinum í kvöld og tók þessar myndir. Gestirnir leiddu með sex stigum í hálfleik, 34-40, en Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og fóru með fjögurra stiga forystu, 62-58, inn í lokaleikhlutann. Emil Barja spilaði sinn besta leik í vetur en hann og Kári Jónsson drógu vagninn fyrir Hauka á lokamínútunum. Kári skoraði níu af sínum 20 stigum á síðustu tveimur og hálfu mínútu leiksins og Emil var einnig gríðarlega öflugur, á báðum endum vallarins, en hann innsiglaði í raun sigur Hauka þegar hann tók gríðarlega mikilvægt sóknarfrákast í stöðunni 76-73 þegar 24 sekúndur voru eftir af leiknum. Haukar héldu haus undir lokin, kláruðu vítin sín og lönduðu þriggja stiga sigri, 79-76. Þetta var fyrsti sigur Hauka í fjórum leikjum en liðið er enn í 6. sæti deildarinnar, nú með 16 stig. Tindastóll hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð en liðið er í 8. sæti deildarinnar með 14 stig. Mikilvægi leiksins sást kannski á spilamennsku liðanna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hittnin var slök (41% - 36%) og tapaðir boltar fjölmargir (alls 30) en baráttan og viljinn var svo sannarlega til staðar. Jerome Hill byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og skoraði 11 af fyrstu 18 stigum Stólanna. Hann lenti svo í villuvandræðum og skoraði ekki meira í fyrri hálfleik. Gestirnir voru með frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik en munurinn var aldrei mikill. Einu stigi munaði á liðunum eftir 1. leikhluta, 17-18, og sama baráttan hélt áfram í 2. leikhluta. Stólarnir náðu fljótlega sex stiga forystu, 19-25, en Haukarnir voru snöggir að jafna. Heimamenn breyttu svo stöðunni úr 27-30 í 34-33 en Tindastóll náði smá áhlaupi undir lok 2. leikhluta og fór því með sex stiga forskot inn í hálfleikinn, 34-40. Svavar Atli Birgisson lét til sín taka undir lok fyrri hálfleiks og skoraði fjögur síðustu stig hans. Haukar komu dýrvitlausir til leiks í seinni hálfleik, spiluðu grimma vörn og í sókninni fór Brandon Mobley mikinn en hann skoraði 10 stig í 3. leikhluta. Heimamenn skoruðu átta fyrstu stig seinni hálfleiks og náðu forystunni, 42-40. Þeir náðu mest sjö stiga forystu, 56-49, eftir þrist frá Hauki Óskarssyni. Eftir það fór að halla undan fæti hjá Haukum sem lentu í villuvandræðum. Stólarnir voru tíðir gestir á vítalínunni en Haukum til happs nýttu gestirnir vítin sín illa í kvöld (59%). Fjórum stigum munaði á liðunum fyrir lokafjórðunginn, 62-58. Haukarnir áttu í vandræðum með að skora framan af 4. leikhluta og þegar hann var fimm mínútna gamall voru aðeins tvö stig komin á töfluna Haukamegin. En í stöðunni 66-67 breyttist leikurinn. Emil kveikti í heimamönnum með þristi og Kári fylgdi fordæmi fyrirliðans, skoraði sjö stig í röð og allt í einu voru Haukar komnir átta stigum yfir, 76-68, og aðeins rúm mínúta til leiksloka. Fimm snögg stig í röð gáfu gestunum von en hún fauk út um gluggann þegar Emil tók áðurnefnt sóknarfrákast í stöðunni 76-73. Lokatölur 79-76, í miklum baráttuleik. Mobley og Kári voru stigahæstir í liði Hauka með 20 stig hvor. Mobley tók einnig 13 fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og varði þrjú skot. Kári bætti fjórum fráköstum, sjö stoðsendingum og þremur stolnum boltum við stigin sín tuttugu. Emil átti sem áður sagði sinn besta leik í vetur en hann skilaði 16 stigum, átta fráköstum, sex stoðsendingum og fimm vörðum skotum. Þá nýtti Emil sjö af níu skotum sínum og spilaði flotta vörn á Darrell Lewis. Hill skoraði 21 stig fyrir Tindastól en Lewis kom næstur með 19 stig. Pétur Rúnar Birgisson sýndi einnig styrk sinn í leiknum; skoraði 13 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti þó illa líkt og flestir félaga sinna í liði Tindastóls.Ívar: Emil er kominn úr sumarfríi Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Hauka, var létt eftir þriggja stiga sigur hans manna, 79-76, á Tindastóli í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Hauka í fjórum leikjum. "Það var gríðarleg spenna í þessum leik og rosaleg barátta. Þetta var harður leikur og minnti á leik í úrslitakeppni," sagði Ívar glaðbeittur eftir leik. "Varnarleikurinn okkar var gríðarlega góður í leiknum, og þá sérstaklega í seinni hálfleik," bætti þjálfarinn við. Hans menn voru sex stigum undir í hálfleik, 34-40, en mættu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu átta stig hans. "Við komum mjög vel stemmdir inn úr hálfleiknum og það gaf okkur sjálfstraust eftir magurt gengi að undanförnu," sagði Ívar. Haukar spiluðu sterka vörn í kvöld og kannski full sterka ef marka má villufjöldann en Hafnfirðingar fengu 24 villur í leiknum. Þrátt fyrir það sagði Ívar dómara leiksins hafa komist vel frá sínu. "Mér fannst bæði liðin spila harða vörn en ég veit ekki hvort við höfum verið svona miklir klaufar. Við fengum allavega miklu fleiri villur. "En heilt yfir held ég að þetta hafi verið vel dæmdur leikur," sagði Ívar sem hrósaði Emil Barja fyrir sína frammistöðu í leiknum. Fyrirliðinn hefur ekki átt sitt besta tímabil en hann steig upp í kvöld og skilaði 16 stigum, átta fráköstum, sex stoðsendingum og fimm vörðum skotum. "Emil er kominn til baka úr sumarfríi," sagði Ívar og hló. "Hann var stórkostlegur í kvöld. Vörnin hans var frábær og hann tók (Darrel) Lewis alveg út úr leiknum. "Hann hefur fengið gagnrýni, ekki bara frá fjölmiðlum, heldur einnig frá mér og öðru Haukafólki. En ég ræddi við hann á föstudaginn og hann var ákveðinn að koma til baka. Hann sagðist hafa verið lélegur og hann ætlaði að koma til baka. Sem hann og gerði," sagði Ívar að lokum.Costa: Þurfum að gera einhverjar breytingar José María Costa Gómez, þjálfari Tindastóls, sá sína menn tapa þriðja leiknum í röð á Ásvöllum í kvöld. "Við áttum góða möguleika á að vinna leikinn en gerðum mistök undir lokin," sagði Costa. "Við spiluðum mjög góða vörn en þeir settu opnu skotin niður." Eftir síðasta leik, tap fyrir Þór Þorlákshöfn, gaf Costa það sterklega í skyn að Tindastóll þyrfti að gera einhverjar breytingar fyrir framhaldið. Talsvert hefur verið rætt um framtíð Bandaríkjamannsins Jerome Hill en Costa segir enn óvíst hvort hann verði áfram í herbúðum liðsins. "Við þurfum að breyta einhverju, hvort sem það er að láta hann fara eða ekki. Við erum of háðir (Darrel) Lewis og mótherjarnir leggja mikla áherslu á að stoppa hann," sagði Costa sem vill fá framlag frá fleiri leikmönnum liðsins í sókninni. "Við þurfum hjálp, það þurfa fleiri að leggja lóð sín á vogarskálarnar. Við getum ekki bara talað um Bandaríkjamanninn, það þurfa allir að leggja sitt af mörkum í sókninni. "Vörnin er fín en við þurfum fleiri möguleika í sókninni," sagði þjálfarinn að endingu.Bein lýsing: Haukar - TindastóllTweets by @VisirKarfa2 vísir/anton brink
Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti