Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 66-69 | Keflavík aftur á toppinn Gunnar Gunnarsson á Egilsstöðum skrifar 29. janúar 2016 21:45 Tobin Carberry, leikmaður Tindastóls. vísir/vilhelm Keflavík komst á ný upp að hlið KR á toppi úrvalsdeildar karla í körfuknattleik með 66-69 sigri á botnliði Hattar á Egilsstöðum í kvöld. Stigaskorið endurspeglar vel slakan sóknarleik beggja liða. Keflvíkingar gerðu sig líklega til að keyra upp hraðann í byrjun leiks en Hattarmenn sáu snarlega við því og héldu því þannig út leikinn. Keflavík komst mest í 12-18 forustu í fyrsta leikhluta en Hattarmenn tóku leikhlé og minnkuðu muninn í 18-19. Earl Brown skoraði hins vegar síðustu körfu leikhlutans með þriggja stiga skoti. Fimm mínútur liðu fram að næstu körfu Keflavíkur og var þar Brown aftur á ferðinni en að þessu sinni af vítalínunni. Það sem bjargaði Keflvíkingum var að Hattarmenn nýttu sóknir sínar lítið betur og skoruðu aðeins fimm stig á sama tíma. Karfan sem kom Hetti í 25-23 var af glæsilegri tegundinni þegar Eysteinn Bjarni Ævarsson henti boltanum upp í sirkustroðslu fyrir Tobin Carberry, ekki í fyrsta skiptið í vetur. Hattarmenn komust mest 30-23 forustu rúmum tveimur mínútum fyrir. Keflvíkingar skiptu yfir í pressuvörn síðustu mínútuna sem skilaði þeim tveimur góðum sóknum. Ágúst Orrason setti niður þriggja stiga skot úr þeirri seinni og tryggði gestunum 30-31 forustu í hálfleik. Þá voru tæpar fjórar mínútur frá síðustu körfu Hattar og þær urðu sex í viðbót áður en Mirko Virijevic kom boltanum yfir. Hetti til hamingju skoraði Keflavík aðeins eina körfu fyrri helming þriðja leikhluta og þar sem Mirko fékk víti um leið sem hann nýtti jafnaði hann í 33-33. Tölur sem vanalega sjást um miðjan annan leikhluta en voru í raun tíu mínútum síðar segja býsna margt um leikinn. Hattarmenn spiluðu afar góða vörn og gáfu Keflvíkingum ekkert pláss né leyfðu þeim aldrei að keyra upp hraðann. Keflavík spilaði líka fína vörn og áttu alltaf uppi í erminni pressuvörn sem gafst vel. Sóknarleikur liðanna var ekki burðugur en af ólíkum ástæðum. Hattarmenn nýttu skot sín illa meðan Keflvíkingar töpuðu boltanum hvað eftir annað með lélegum sendingum. Síðustu mínútu leikhlutans opnaðist leikurinn og Keflavík komst yfir. Andrés Kristleifsson, fyrrum leikmaður Hattar og hinn gamalreyndi Magnús Gunnarsson áttu þar sinn þristinn hvor. Sigmar Hákonarson kom Hetti í 47-46 þegar 7 sekúndur voru eftir. Keflvíkingar sendu boltann á Magnús sem trítlaði upp að þriggja stiga línunni þar sem hann stökk upp og setti boltann ofan í. Um miðjan fjórða leikhluta náðu Hattarmenn 60-55 forskoti. Það hvarf í tveimur sóknum gestanna og svo kom Valur Orri Valsson þeim yfir með þriggja stiga körfu. Þar með var toppliðið komið með takið á leiknum. Hattarmenn áttu séns fram í síðustu sókn. Fyrst fengu þeir sókn í stöðunni 66-68 með 24 sekúndur eftir á klukkunni og aftur í stöðunni 66-69 þegar 7,5 sekúndur voru eftir. Skot þeirra fóru hins vegar ekki niður frekar en oft áður í leiknum.Sigurður Ingimundarson: Bara ánægður með við höfum unnið Tvö stig voru það sem skipti Sigurð Ingimundarson, þjálfara Keflavíkur, mestu máli eftir 66-69 sigur á Hetti. Þegar kom að leiknum í kvöld hafði Keflavík minnst skorað 86 stig í leik í deildinni í vetur. „Þeim tókst ágætlega að hægja leikinn fyrir okkur og við gerðum það líka fyrir þeim, við hægðum mjög mikið á Kananum þeirra. Þetta var ekki fjörugur leikur en bæði lið gerðu ágætlega í vörnunum. Það var líka fáránlega mikið um tapaða bolta, sérstaklega í fyrri hálfleik. Skotnýtingin var líka slök í leiknum og þetta hentaði okkur illa. Það er margt sem við getum bætt eftir þennan leik.“ Eftir sigurinn eru Keflavík og KR efst í deildinni með 24 stig. „Hattarmenn hafa spilað marga góða leiki hér og tapa yfirleitt ekki stórt á heimavelli. Við vorum líka langt frá því að spila vel þannig ég er bara ánægður með að við höfum unnið. Leikurinn gat dottið báðu megin. Við vorum aðeins sterkari í lokin og það dugði til. Það eru tvö stig.“Viðar Örn: Við komum í veg fyrir að Keflavík spilaði vel Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hrósaði sínu liði fyrir að halda Keflavík undir 70 stigum. Hann var hins vegar ekki ánægður með dómaratríó leiksins. „Þegar við vorum að spila mjög vel um miðbik þriðja leikhluta fannst mér við spila gegn átta mönnum. Ég er að sjálfsögðu hlutdrægur en við fengum endalausar villur. Mér fannst ansi mikil snerting í lokin þegar Tobin og Eysteinn fóru upp en var í verra sjónarhorni en dómararnir. Þetta eru góðir menn og eflaust fínir strákar til að horfa á enska boltann með en frammistaða þeirra á gólfinu í dag er það langversta sem ég hef séð á Austurlandi. Þetta fór ekki í hausinn á strákunum en ansi djúpt í höfuðið á mér en ég hélt samt haus. Ég ætla að segja að það sé ótrúlegt miðað við mótlætið.“ Aðalmálið var samt varnarleikur Hattarmanna sem héldu hraðanum í leik Keflavíkur alveg niðri. „Við spiluðum fáránlega öflugan varnarleik. Auðvitað geta Keflvíkingar verið pirraðir yfir að hafa ekki átt sinn besta dag en við komum þeim í að spila ekki vel.“ Tíu dagar eru liðnir frá síðasta leik Hattar og þeir voru nýttir vel. „Við fórum yfir þeirra leikerfi, horfðum á upptökur og unnum með það á æfingum eins og við gerum fyrir hvern leik. Það tekur mikinn tíma og stundum næturvinnu en hún þarf kannski að verða enn meiri til að brúa bilið.“ Helgi Björn Einarsson óskaði í lok síðustu viku eftir því að verða leystur undan samningi við Hött. Hann kom til liðsins síðasta sumar frá Haukum en samdi við Breiðablik. „Hann var eitthvað ósáttur við sitt hlutverk og þess háttar, vildi vera aðalmaðurinn en við verðum að byggja á liðsheild. Hann baðst lausnar og það er ekki meira um það að segja. Gangi honum vel.“ Í samtali við Karfan.is í gær sagði Helgi Björn að leiðinlegt hefði verið á æfingum og andrúmslofið þungt. Það er ekki upplifun Viðars. „Strákarnir voru að hlægja að þessu á æfingunni í gær. Ef það var þungt þegar hann var þá var það ekki heldur.“ Aðrir leikmenn verða að taka við hlutverkinu. Meðal þeirra var hinn 16 ára gamli Gísli Hallsson sem skoraði sjö stig. „Ég vil minnast sérstaklega á hann. Miðað við hvernig hann spilaði hér í fyrsta skipti sem hann fær alvöru mínútur held ég að fólk ætti að leggja nafn hans á minnið.“Tobin: Kemur mér í stuð að æfa að troða Sirkustroðsla Tobin Carberry eftir sendingu Eysteins Ævarssonar var sannarlega það sem helst gladdi augað í sóknarleik leiksins í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir vinna saman að slíkri troðslu í vetur. „Við höfum æft þær dálítið í vikunni. Ég var ögn niðurlútur og þær koma mér í stuð. Þær virka ekki alltaf og þá öskrum við á hvorn annan en Eysteinn treystir mér samt. Það er gaman á æfingum og fín stemming í hópnum enda eru þetta frábærir ungir strákar, eins og Gísli sem fékk tækifæri hér í dag og nýtti það mjög vel.“ En ánægjan er samt takmörkuð þegar leikirnir tapast. „Já, enn einu sinni töpuðum við leik í lokin sem við hefðum átt að klára. Keflavík var samt með góða leikáætlun og spiluðu frábæra vörn. Ég tek á mig ábyrgðina, ég hefði mátt klára mitt betur, bæði í vörn og sókn. Bæði lið spiluðu fast og sigurinn gat lent hvoru megin sem var.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Keflavík komst á ný upp að hlið KR á toppi úrvalsdeildar karla í körfuknattleik með 66-69 sigri á botnliði Hattar á Egilsstöðum í kvöld. Stigaskorið endurspeglar vel slakan sóknarleik beggja liða. Keflvíkingar gerðu sig líklega til að keyra upp hraðann í byrjun leiks en Hattarmenn sáu snarlega við því og héldu því þannig út leikinn. Keflavík komst mest í 12-18 forustu í fyrsta leikhluta en Hattarmenn tóku leikhlé og minnkuðu muninn í 18-19. Earl Brown skoraði hins vegar síðustu körfu leikhlutans með þriggja stiga skoti. Fimm mínútur liðu fram að næstu körfu Keflavíkur og var þar Brown aftur á ferðinni en að þessu sinni af vítalínunni. Það sem bjargaði Keflvíkingum var að Hattarmenn nýttu sóknir sínar lítið betur og skoruðu aðeins fimm stig á sama tíma. Karfan sem kom Hetti í 25-23 var af glæsilegri tegundinni þegar Eysteinn Bjarni Ævarsson henti boltanum upp í sirkustroðslu fyrir Tobin Carberry, ekki í fyrsta skiptið í vetur. Hattarmenn komust mest 30-23 forustu rúmum tveimur mínútum fyrir. Keflvíkingar skiptu yfir í pressuvörn síðustu mínútuna sem skilaði þeim tveimur góðum sóknum. Ágúst Orrason setti niður þriggja stiga skot úr þeirri seinni og tryggði gestunum 30-31 forustu í hálfleik. Þá voru tæpar fjórar mínútur frá síðustu körfu Hattar og þær urðu sex í viðbót áður en Mirko Virijevic kom boltanum yfir. Hetti til hamingju skoraði Keflavík aðeins eina körfu fyrri helming þriðja leikhluta og þar sem Mirko fékk víti um leið sem hann nýtti jafnaði hann í 33-33. Tölur sem vanalega sjást um miðjan annan leikhluta en voru í raun tíu mínútum síðar segja býsna margt um leikinn. Hattarmenn spiluðu afar góða vörn og gáfu Keflvíkingum ekkert pláss né leyfðu þeim aldrei að keyra upp hraðann. Keflavík spilaði líka fína vörn og áttu alltaf uppi í erminni pressuvörn sem gafst vel. Sóknarleikur liðanna var ekki burðugur en af ólíkum ástæðum. Hattarmenn nýttu skot sín illa meðan Keflvíkingar töpuðu boltanum hvað eftir annað með lélegum sendingum. Síðustu mínútu leikhlutans opnaðist leikurinn og Keflavík komst yfir. Andrés Kristleifsson, fyrrum leikmaður Hattar og hinn gamalreyndi Magnús Gunnarsson áttu þar sinn þristinn hvor. Sigmar Hákonarson kom Hetti í 47-46 þegar 7 sekúndur voru eftir. Keflvíkingar sendu boltann á Magnús sem trítlaði upp að þriggja stiga línunni þar sem hann stökk upp og setti boltann ofan í. Um miðjan fjórða leikhluta náðu Hattarmenn 60-55 forskoti. Það hvarf í tveimur sóknum gestanna og svo kom Valur Orri Valsson þeim yfir með þriggja stiga körfu. Þar með var toppliðið komið með takið á leiknum. Hattarmenn áttu séns fram í síðustu sókn. Fyrst fengu þeir sókn í stöðunni 66-68 með 24 sekúndur eftir á klukkunni og aftur í stöðunni 66-69 þegar 7,5 sekúndur voru eftir. Skot þeirra fóru hins vegar ekki niður frekar en oft áður í leiknum.Sigurður Ingimundarson: Bara ánægður með við höfum unnið Tvö stig voru það sem skipti Sigurð Ingimundarson, þjálfara Keflavíkur, mestu máli eftir 66-69 sigur á Hetti. Þegar kom að leiknum í kvöld hafði Keflavík minnst skorað 86 stig í leik í deildinni í vetur. „Þeim tókst ágætlega að hægja leikinn fyrir okkur og við gerðum það líka fyrir þeim, við hægðum mjög mikið á Kananum þeirra. Þetta var ekki fjörugur leikur en bæði lið gerðu ágætlega í vörnunum. Það var líka fáránlega mikið um tapaða bolta, sérstaklega í fyrri hálfleik. Skotnýtingin var líka slök í leiknum og þetta hentaði okkur illa. Það er margt sem við getum bætt eftir þennan leik.“ Eftir sigurinn eru Keflavík og KR efst í deildinni með 24 stig. „Hattarmenn hafa spilað marga góða leiki hér og tapa yfirleitt ekki stórt á heimavelli. Við vorum líka langt frá því að spila vel þannig ég er bara ánægður með að við höfum unnið. Leikurinn gat dottið báðu megin. Við vorum aðeins sterkari í lokin og það dugði til. Það eru tvö stig.“Viðar Örn: Við komum í veg fyrir að Keflavík spilaði vel Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hrósaði sínu liði fyrir að halda Keflavík undir 70 stigum. Hann var hins vegar ekki ánægður með dómaratríó leiksins. „Þegar við vorum að spila mjög vel um miðbik þriðja leikhluta fannst mér við spila gegn átta mönnum. Ég er að sjálfsögðu hlutdrægur en við fengum endalausar villur. Mér fannst ansi mikil snerting í lokin þegar Tobin og Eysteinn fóru upp en var í verra sjónarhorni en dómararnir. Þetta eru góðir menn og eflaust fínir strákar til að horfa á enska boltann með en frammistaða þeirra á gólfinu í dag er það langversta sem ég hef séð á Austurlandi. Þetta fór ekki í hausinn á strákunum en ansi djúpt í höfuðið á mér en ég hélt samt haus. Ég ætla að segja að það sé ótrúlegt miðað við mótlætið.“ Aðalmálið var samt varnarleikur Hattarmanna sem héldu hraðanum í leik Keflavíkur alveg niðri. „Við spiluðum fáránlega öflugan varnarleik. Auðvitað geta Keflvíkingar verið pirraðir yfir að hafa ekki átt sinn besta dag en við komum þeim í að spila ekki vel.“ Tíu dagar eru liðnir frá síðasta leik Hattar og þeir voru nýttir vel. „Við fórum yfir þeirra leikerfi, horfðum á upptökur og unnum með það á æfingum eins og við gerum fyrir hvern leik. Það tekur mikinn tíma og stundum næturvinnu en hún þarf kannski að verða enn meiri til að brúa bilið.“ Helgi Björn Einarsson óskaði í lok síðustu viku eftir því að verða leystur undan samningi við Hött. Hann kom til liðsins síðasta sumar frá Haukum en samdi við Breiðablik. „Hann var eitthvað ósáttur við sitt hlutverk og þess háttar, vildi vera aðalmaðurinn en við verðum að byggja á liðsheild. Hann baðst lausnar og það er ekki meira um það að segja. Gangi honum vel.“ Í samtali við Karfan.is í gær sagði Helgi Björn að leiðinlegt hefði verið á æfingum og andrúmslofið þungt. Það er ekki upplifun Viðars. „Strákarnir voru að hlægja að þessu á æfingunni í gær. Ef það var þungt þegar hann var þá var það ekki heldur.“ Aðrir leikmenn verða að taka við hlutverkinu. Meðal þeirra var hinn 16 ára gamli Gísli Hallsson sem skoraði sjö stig. „Ég vil minnast sérstaklega á hann. Miðað við hvernig hann spilaði hér í fyrsta skipti sem hann fær alvöru mínútur held ég að fólk ætti að leggja nafn hans á minnið.“Tobin: Kemur mér í stuð að æfa að troða Sirkustroðsla Tobin Carberry eftir sendingu Eysteins Ævarssonar var sannarlega það sem helst gladdi augað í sóknarleik leiksins í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir vinna saman að slíkri troðslu í vetur. „Við höfum æft þær dálítið í vikunni. Ég var ögn niðurlútur og þær koma mér í stuð. Þær virka ekki alltaf og þá öskrum við á hvorn annan en Eysteinn treystir mér samt. Það er gaman á æfingum og fín stemming í hópnum enda eru þetta frábærir ungir strákar, eins og Gísli sem fékk tækifæri hér í dag og nýtti það mjög vel.“ En ánægjan er samt takmörkuð þegar leikirnir tapast. „Já, enn einu sinni töpuðum við leik í lokin sem við hefðum átt að klára. Keflavík var samt með góða leikáætlun og spiluðu frábæra vörn. Ég tek á mig ábyrgðina, ég hefði mátt klára mitt betur, bæði í vörn og sókn. Bæði lið spiluðu fast og sigurinn gat lent hvoru megin sem var.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira