Sverrir: Erfiðara að þjálfa konur en karla Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. janúar 2016 13:45 Sverrir Þór Sverrisson þarf að hreinsa loftið hjá Keflavík. vísir/daníel Sverrir Þór Sverrisson stýrði sinni fyrstu æfingu hjá liði Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi, en hann var ráðinn þjálfari liðsins um síðustu helgi. Sverrir tók við starfinu af Margréti Sturlaugsdóttur sem sagt var upp eftir sigur gegn Grindavík í síðustu viku. Mikið hefur gengið á hjá Keflavíkurstúlkum í vetur, en í byrjun tímabils hætti besti leikmaður liðsins, Bryndís Guðmundsdóttir, og fór í Snæfell. Bryndís og Margrét gátu ekki unnið saman, en í viðtali við Vísi í október sagði Margrét opinskátt frá samskiptum þeirra. Margrét hætti meira að segja sem aðstoðarlandsliðsþjálfari vegna deilna þeirra.Bryndís hætti hjá Keflavík út af Margréti og fór í Snæfell.vísir/vilhelmMálin leyst hjá körlunum Fleiri leikmenn liðsins hótuðu svo að hætta eftir sigurinn á Grindavík í síðustu viku, samkvæmt heimildum, og eftir mikil fundarhöld á Sunnubrautinni var ákveðið að láta Margréti fara. Sverrir hefur áður þjálfað kvennalið, en hann gerði Njarðvík að Íslands- og bikarmeisturum árið 2012 áður en hann tók svo við Grindavík í karlaboltanum og gerði það að Íslandsmeistara. Hann segir mikinn mun á því að þjálfa karla og konur og segir nýjasta dæmið í Keflavík útskýra sitt mál. „Það segja margir að það sé miklu auðveldara að þjálfa karlalið og það er mikið til í því,“ sagði Sverrir í viðtali í Akraborginni í gær. „Það er minna um svona mál í karlaboltanum. Ef eitthvað kemur upp er það yfirleitt afgreitt inn á æfingum og svo er það bara búið.“ „Það virðist oft vera með stelpurnar að þetta hleður utan á sig og klárast ekki fyrir en allt springur töluvert seinna. Það eru margir sem tala um, að þetta sé helsti vandinn við að þjálfa konur,“ sagði Sverrir.Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá landsliðinu út af Bryndísi.mynd/kkíEngin góð ákvörðun Sverrir segir Keflvíkinga hafa í raun verið í ómögulegri stöðu hvað sem var ákveðið í síðustu viku því ekki má gleyma að formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var Falur Harðarson, eiginmaður Margrétar. Hann hætti um leið og Margrét var rekin. „Ég veit ekki með völd leikmanna í þessu. Ég heyrði hlið stjórnarinnar og svo átti ég mjög gott samtal við Margréti í gær. Maður veit aðeins hvað var í gangi,“ sagði Sverrir. „Ég veit ekkert allt, en ég veit að þetta var þannig að sama hvaða ákvörðun var tekin í þessu var engin þeirra góð. Þetta var virkilega erfitt og auðvitað bara hundleiðinlegt. Þetta er leiðindamál.“ „Þetta er sérstaklega leiðinlegt því Falur og Margrét eru búin að vinna gríðarlega gott starf í Keflavík í fleiri fleiri ár. Þau voru leikmenn, svo þjálfarar og síðar í stjórn,“ sagði Sverrir.Falur Harðarson hætti sem formaður kkd Keflavíkur þegar eiginkona hans var rekin.vísir/anton brinkHorfa fram á veginn Margrét ætlar að kveðja stelpurnar í kvöld og reyna að loka á þessi vandamál í eitt skipti fyrir öll, en svo þarf Sverrir að stýra skútunni á rétta braut. „Það var virkilega gott að heyra í Margréti í gær. Hún er búin að heyra í stelpunum og sérstaklega þeim sem mestu samskiptaörðuleikarnir voru á milli. Hún ætlar að kíkja á morgun [í kvöld] á æfingu og spjalla létt við stelpurnar. Eftir það verður þetta dæmi búið og allt heldur áfram,“ sagði Sverrir. „Fyrsta verk mitt í kvöld [gærkvöld] verður að fá á hreint að þetta mál er búið. Nú horfa bara allir fram á veginn og allir verða á sömu blaðsíðunni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson stýrði sinni fyrstu æfingu hjá liði Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi, en hann var ráðinn þjálfari liðsins um síðustu helgi. Sverrir tók við starfinu af Margréti Sturlaugsdóttur sem sagt var upp eftir sigur gegn Grindavík í síðustu viku. Mikið hefur gengið á hjá Keflavíkurstúlkum í vetur, en í byrjun tímabils hætti besti leikmaður liðsins, Bryndís Guðmundsdóttir, og fór í Snæfell. Bryndís og Margrét gátu ekki unnið saman, en í viðtali við Vísi í október sagði Margrét opinskátt frá samskiptum þeirra. Margrét hætti meira að segja sem aðstoðarlandsliðsþjálfari vegna deilna þeirra.Bryndís hætti hjá Keflavík út af Margréti og fór í Snæfell.vísir/vilhelmMálin leyst hjá körlunum Fleiri leikmenn liðsins hótuðu svo að hætta eftir sigurinn á Grindavík í síðustu viku, samkvæmt heimildum, og eftir mikil fundarhöld á Sunnubrautinni var ákveðið að láta Margréti fara. Sverrir hefur áður þjálfað kvennalið, en hann gerði Njarðvík að Íslands- og bikarmeisturum árið 2012 áður en hann tók svo við Grindavík í karlaboltanum og gerði það að Íslandsmeistara. Hann segir mikinn mun á því að þjálfa karla og konur og segir nýjasta dæmið í Keflavík útskýra sitt mál. „Það segja margir að það sé miklu auðveldara að þjálfa karlalið og það er mikið til í því,“ sagði Sverrir í viðtali í Akraborginni í gær. „Það er minna um svona mál í karlaboltanum. Ef eitthvað kemur upp er það yfirleitt afgreitt inn á æfingum og svo er það bara búið.“ „Það virðist oft vera með stelpurnar að þetta hleður utan á sig og klárast ekki fyrir en allt springur töluvert seinna. Það eru margir sem tala um, að þetta sé helsti vandinn við að þjálfa konur,“ sagði Sverrir.Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá landsliðinu út af Bryndísi.mynd/kkíEngin góð ákvörðun Sverrir segir Keflvíkinga hafa í raun verið í ómögulegri stöðu hvað sem var ákveðið í síðustu viku því ekki má gleyma að formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var Falur Harðarson, eiginmaður Margrétar. Hann hætti um leið og Margrét var rekin. „Ég veit ekki með völd leikmanna í þessu. Ég heyrði hlið stjórnarinnar og svo átti ég mjög gott samtal við Margréti í gær. Maður veit aðeins hvað var í gangi,“ sagði Sverrir. „Ég veit ekkert allt, en ég veit að þetta var þannig að sama hvaða ákvörðun var tekin í þessu var engin þeirra góð. Þetta var virkilega erfitt og auðvitað bara hundleiðinlegt. Þetta er leiðindamál.“ „Þetta er sérstaklega leiðinlegt því Falur og Margrét eru búin að vinna gríðarlega gott starf í Keflavík í fleiri fleiri ár. Þau voru leikmenn, svo þjálfarar og síðar í stjórn,“ sagði Sverrir.Falur Harðarson hætti sem formaður kkd Keflavíkur þegar eiginkona hans var rekin.vísir/anton brinkHorfa fram á veginn Margrét ætlar að kveðja stelpurnar í kvöld og reyna að loka á þessi vandamál í eitt skipti fyrir öll, en svo þarf Sverrir að stýra skútunni á rétta braut. „Það var virkilega gott að heyra í Margréti í gær. Hún er búin að heyra í stelpunum og sérstaklega þeim sem mestu samskiptaörðuleikarnir voru á milli. Hún ætlar að kíkja á morgun [í kvöld] á æfingu og spjalla létt við stelpurnar. Eftir það verður þetta dæmi búið og allt heldur áfram,“ sagði Sverrir. „Fyrsta verk mitt í kvöld [gærkvöld] verður að fá á hreint að þetta mál er búið. Nú horfa bara allir fram á veginn og allir verða á sömu blaðsíðunni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti