Bryndís vildi ekki láta öskra á sig | Margrét bauðst til að hætta hjá Keflavík Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2015 12:50 Bryndís Guðmundsdóttir fór frá Keflavík til Snæfells. vísir/stefán Eins og greint var frá fyrr í dag er Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna, hætt sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Hún tók þá ákvörðun í dag og sagði starfi sínu lausu með símtali í Hannes S. Jónsson, formann KKÍ. Ástæðan sagði hún á Facebook-sinni vera að hún vildi að Bryndísi Guðmundsdóttur liði vel á æfingum kvennalandsliðsins. Bryndís yfirgaf Keflavík rétt fyrir tímabilið og samdi við Íslandsmeistara Snæfells eftir að hún fékk samningi sínum við uppeldisfélagið rift.Sjá einnig:Sjáðu sigurkörfu Bryndísar | Myndband „Eitthvað var að trufla hana í Keflavík og ég geng út frá því að það hafi verið ég,“ segir Margrét í samtali við Vísi, aðspurð um útskýringar á líðan Bryndísar á komandi landsliðsæfingum. „Ég geri bara ráð fyrir því að ég sé vandamálið og því hætti ég. Ég vil endilega að Íslandi gangi vel og vil allt fyrir kvennakörfuboltann gera. Það er lífsnauðsynlegt því við erum á þvílíkum tímamótum með körfuboltann núna og verðum að einblína á það.“ „Ég sé ekkert endilega fram á neitt vesen, en ef ske kynni að það yrði eitthvað vesen vil ég ekki vera valdur af því. Ég vil ekki vera afsökun fyrir einu né neinu. Svo vil ég líka bara að stelpurnar vinni leikina,“ segir Margrét.Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá landsliðniu.mynd/kkíFunduðu í tvo tíma Margrét og Bryndís funduðu áður en leikmaðurinn yfirgaf Keflavík og hélt Margrét að þær hefðu skilið í góðu. Bryndís setti upp nokkur atriði sem hún vildi fá framgengt til að halda áfram hjá liðinu að sögn Margrétar, en þjálfarinn gat ekki samþykkt þau öll. „Þetta var fínt samtal hjá okkur. Ég ræddi við hana móðurlega í tvo tíma og reyndi að útskýra að ég væri öll af vilja gerð og gæti mætt henni á hálfri leið en auðvitað gæti ég ekki lofað einu né neinu,“ segir Margrét, en hvað var það sem Bryndís vildi? „Hún vildi láta koma fram við sig öðruvísi en aðra leikmenn. Hún vildi fá öruggar mínútur í liðinu og vera fyrirliði sem ég var reyndar ekkert búin að gefa upp á bátin. Hún þurfti bara að sýna að hún ætti það skilið með hegðun sinni. Svo vildi hún ekki láta öskra á sig. Ég hafði kallað eitthvað á eftir henni á æfingu sem fór ekki vel í hana. Þetta eru atriði sem ekki nokkur einasti þjálfari getur samþykkt,“ segir Margrét.Ekki talað meira saman Eftir að Margrét og Bryndís funduðu áttu þær ekki frekari samskipti og fór svo að leikmaðurinn yfirgaf liðið. Margrét vildi frekar að hún færi en Bryndís. „Ég vildi ekkert að hún færi og er helósátt við þetta. Ég bauðst til að víkja. Það geta næstum því allir þjálfað en það er erfiðara að finna svona góða leikmenn,“ segir Margrét. „Til að segja satt og rétt frá þá hefur hún ekkert talað við mig meira. Ég gekk bara frá þessum fundi okkar og hélt við værum sáttar. Síðan tók stjórnin við.“ „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt en það er lítið hægt að gera. Hún treysti sér ekki til að ræða við mig þannig við höfum ekkert rætt um þetta frekar,“ segir Margrét Sturlaugsdóttir. Ekki hefur náðst í Bryndísi í dag. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Eins og greint var frá fyrr í dag er Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna, hætt sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Hún tók þá ákvörðun í dag og sagði starfi sínu lausu með símtali í Hannes S. Jónsson, formann KKÍ. Ástæðan sagði hún á Facebook-sinni vera að hún vildi að Bryndísi Guðmundsdóttur liði vel á æfingum kvennalandsliðsins. Bryndís yfirgaf Keflavík rétt fyrir tímabilið og samdi við Íslandsmeistara Snæfells eftir að hún fékk samningi sínum við uppeldisfélagið rift.Sjá einnig:Sjáðu sigurkörfu Bryndísar | Myndband „Eitthvað var að trufla hana í Keflavík og ég geng út frá því að það hafi verið ég,“ segir Margrét í samtali við Vísi, aðspurð um útskýringar á líðan Bryndísar á komandi landsliðsæfingum. „Ég geri bara ráð fyrir því að ég sé vandamálið og því hætti ég. Ég vil endilega að Íslandi gangi vel og vil allt fyrir kvennakörfuboltann gera. Það er lífsnauðsynlegt því við erum á þvílíkum tímamótum með körfuboltann núna og verðum að einblína á það.“ „Ég sé ekkert endilega fram á neitt vesen, en ef ske kynni að það yrði eitthvað vesen vil ég ekki vera valdur af því. Ég vil ekki vera afsökun fyrir einu né neinu. Svo vil ég líka bara að stelpurnar vinni leikina,“ segir Margrét.Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá landsliðniu.mynd/kkíFunduðu í tvo tíma Margrét og Bryndís funduðu áður en leikmaðurinn yfirgaf Keflavík og hélt Margrét að þær hefðu skilið í góðu. Bryndís setti upp nokkur atriði sem hún vildi fá framgengt til að halda áfram hjá liðinu að sögn Margrétar, en þjálfarinn gat ekki samþykkt þau öll. „Þetta var fínt samtal hjá okkur. Ég ræddi við hana móðurlega í tvo tíma og reyndi að útskýra að ég væri öll af vilja gerð og gæti mætt henni á hálfri leið en auðvitað gæti ég ekki lofað einu né neinu,“ segir Margrét, en hvað var það sem Bryndís vildi? „Hún vildi láta koma fram við sig öðruvísi en aðra leikmenn. Hún vildi fá öruggar mínútur í liðinu og vera fyrirliði sem ég var reyndar ekkert búin að gefa upp á bátin. Hún þurfti bara að sýna að hún ætti það skilið með hegðun sinni. Svo vildi hún ekki láta öskra á sig. Ég hafði kallað eitthvað á eftir henni á æfingu sem fór ekki vel í hana. Þetta eru atriði sem ekki nokkur einasti þjálfari getur samþykkt,“ segir Margrét.Ekki talað meira saman Eftir að Margrét og Bryndís funduðu áttu þær ekki frekari samskipti og fór svo að leikmaðurinn yfirgaf liðið. Margrét vildi frekar að hún færi en Bryndís. „Ég vildi ekkert að hún færi og er helósátt við þetta. Ég bauðst til að víkja. Það geta næstum því allir þjálfað en það er erfiðara að finna svona góða leikmenn,“ segir Margrét. „Til að segja satt og rétt frá þá hefur hún ekkert talað við mig meira. Ég gekk bara frá þessum fundi okkar og hélt við værum sáttar. Síðan tók stjórnin við.“ „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt en það er lítið hægt að gera. Hún treysti sér ekki til að ræða við mig þannig við höfum ekkert rætt um þetta frekar,“ segir Margrét Sturlaugsdóttir. Ekki hefur náðst í Bryndísi í dag.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti