Óvissa er um áhrif landamæralokana Snærós Sindradóttir skrifar 14. janúar 2016 07:00 Mikill fjöldi barna er á flótta og koma nú jafnvel að lokuðum dyrum hjá Norðurlöndum. Svíar finna ekki lengur húsnæði fyrir hælisleitendur. NordicPhotos/Getty „Í rauninni búumst við ekki við því að það komi færra fólk hingað út af þessu, þó það sé ómögulegt að segja,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, um lokun landamæra í Danmörku og Svíþjóð. Löndin eru annað og fjórða algengasta landið sem hælisleitendur koma í gegnum á leið hingað til lands.Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossinsFyrr í mánuðinum bárust fréttir af því að Svíar hygðust taka upp hert vegabréfaeftirlit og í kjölfarið brugðust Danir við með samskonar hætti. Beinum lestarferðum milli Stokkhólms og Kaupmannahafnar var hætt og þurfa farþegar nú að fara í gegnum eftirlitshlið á leið sinni á milli landanna. Svíar höfðu áður boðið alla velkomna en stefnubreytingin er tilkomin af vangetu stjórnvalda til að búa öllum hælisleitendum mannsæmandi þjónustu. Frá því í september hafa ríflega þrettán þúsund sótt um hæli í Danmörku og ríflega 160 þúsund óskað hælis í Svíþjóð. Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvort lokun landamæra hafi áhrif á fjöldann sem sækir til Íslands. „Samkvæmt fréttum sem við höfum séð þá hefur þessi stefnubreyting Dana og Svía haft áhrif og eitthvað hefur hægt á komu flóttafólks landleiðina. En ef eitthvað er þá er líklegra að fleira fólk komi hingað en færra, því hin leiðin er opinberlega lokuð,“ segir Björn. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að mjög erfitt geti reynst að loka landamærum í Evrópu. „Þó að menn setji upp einhverjar landamærastöðvar þá fer fólk með flugi eða skipi eða gengur annarstaðar. Það er mjög erfitt að hindra för fólks nema menn reisi einfaldlega múra eða girðingar.“Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessorHann segir að yfirlýsingar sænskra og danskra stjórnvalda feli fyrst og fremst í sér fælingarmátt. „Við sjáum að þegar ráðamenn Svía og Þýskalands sögðu að löndin stæðu opin öllu flóttafólki þá þyrptist fólk þangað. Fólk lagði af stað frá sunnanverðri Sahara og Afganistan labbandi til Svíþjóðar, það var bara þannig. Á sama tíma hefur straumurinn verið mun minni til landa sem vilja ekki taka á móti flóttafólki. Á sama tíma má ekki gera of lítið úr þessu. Þeir eru að bregðast við tímabundnum vanda sem þeir eru hættir að ráða við,“ segir Baldur. Hann segir að í raun geti brugðið í báðar áttir fyrir Ísland. „Fyrsta hugsunin er að það muni draga úr straumi innflytjenda til Íslands en það þarf ekki endilega að vera. Ef þessi þrjú ríki eru lokuð þá er spurning hvort þeir muni frekar sækja til Íslands en áður. Það er mikilvægt að spyrja þeirrar spurningar þó það sé í rauninni ekki hægt að svara henni.“ Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
„Í rauninni búumst við ekki við því að það komi færra fólk hingað út af þessu, þó það sé ómögulegt að segja,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, um lokun landamæra í Danmörku og Svíþjóð. Löndin eru annað og fjórða algengasta landið sem hælisleitendur koma í gegnum á leið hingað til lands.Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossinsFyrr í mánuðinum bárust fréttir af því að Svíar hygðust taka upp hert vegabréfaeftirlit og í kjölfarið brugðust Danir við með samskonar hætti. Beinum lestarferðum milli Stokkhólms og Kaupmannahafnar var hætt og þurfa farþegar nú að fara í gegnum eftirlitshlið á leið sinni á milli landanna. Svíar höfðu áður boðið alla velkomna en stefnubreytingin er tilkomin af vangetu stjórnvalda til að búa öllum hælisleitendum mannsæmandi þjónustu. Frá því í september hafa ríflega þrettán þúsund sótt um hæli í Danmörku og ríflega 160 þúsund óskað hælis í Svíþjóð. Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvort lokun landamæra hafi áhrif á fjöldann sem sækir til Íslands. „Samkvæmt fréttum sem við höfum séð þá hefur þessi stefnubreyting Dana og Svía haft áhrif og eitthvað hefur hægt á komu flóttafólks landleiðina. En ef eitthvað er þá er líklegra að fleira fólk komi hingað en færra, því hin leiðin er opinberlega lokuð,“ segir Björn. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að mjög erfitt geti reynst að loka landamærum í Evrópu. „Þó að menn setji upp einhverjar landamærastöðvar þá fer fólk með flugi eða skipi eða gengur annarstaðar. Það er mjög erfitt að hindra för fólks nema menn reisi einfaldlega múra eða girðingar.“Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessorHann segir að yfirlýsingar sænskra og danskra stjórnvalda feli fyrst og fremst í sér fælingarmátt. „Við sjáum að þegar ráðamenn Svía og Þýskalands sögðu að löndin stæðu opin öllu flóttafólki þá þyrptist fólk þangað. Fólk lagði af stað frá sunnanverðri Sahara og Afganistan labbandi til Svíþjóðar, það var bara þannig. Á sama tíma hefur straumurinn verið mun minni til landa sem vilja ekki taka á móti flóttafólki. Á sama tíma má ekki gera of lítið úr þessu. Þeir eru að bregðast við tímabundnum vanda sem þeir eru hættir að ráða við,“ segir Baldur. Hann segir að í raun geti brugðið í báðar áttir fyrir Ísland. „Fyrsta hugsunin er að það muni draga úr straumi innflytjenda til Íslands en það þarf ekki endilega að vera. Ef þessi þrjú ríki eru lokuð þá er spurning hvort þeir muni frekar sækja til Íslands en áður. Það er mikilvægt að spyrja þeirrar spurningar þó það sé í rauninni ekki hægt að svara henni.“
Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira