Strákarnir hans Patreks töpuðu í Rúmeníu en náðu inn dýrmætu marki í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2016 17:44 Patrekur Jóhannesson þjálfar landslið Austurríkis. Vísir/Getty Austurríska handboltalandsliðið tapaði í kvöld með þriggja marka mun á móti Rúmenum, 32-29, í undankeppni HM 2017 en þjóðirnar eru í keppni um laust sæti í umspilinu í sumar. Patrekur Jóhannesson var búinn að stýra austurríska landsliðinu til sigurs í fjórum fyrstu leikjum sínum og þar á meðal var 27-24 sigur í fyrri leiknum gegn Rúmenum. Rúmenar unnu líka með þremur mörkum og því standa liðin jöfn innbyrðis fyrir lokaumferð riðilsins. Sigur Rúmena skilaði þeim þó sex mörkum í betri markatölu og það þurfa Austurríkismenn að vinna upp í lokaleik sínum á móti Finnum. Heildarmarkatala mun nú ráða endi liðin jöfn að stigum sem er mjög líklegt úr þessu. Thomas Kandolf minnkaði muninn í þrjú mörk 22 sekúndum fyrir leikslok og það gæti verið afar dýrmætt mark fyrir austurríska liðið. Hefði Kandolf ekki skorað þá hefðu Rúmenar alltaf verið ofar á innbyrðisárangri ef liðin enda með jafnmörg stig. Rúmenska liðið náði mest sex marka forystu í seinni hálfleiknum en Austurríkismenn gáfust ekki upp og tókst að minnka muninn í þrjú mörk fyrir leikslok. Nikola Bilyk skoraði 9 mörk fyrir Austurríki og Raul Santos var með 6 mörk úr 6 skotum. Það er bara ein umferð eftir í riðlinum og þar þurfa Austurríkismenn að vinna Finna stórt á heimavelli og treysta á það að Rúmenar vinni ekki stórt á Ítalíu. Rúmenar unnu fyrri leikinn sinn gegn Ítölum með þrettán marka mun þannig að sigurinn á Finnum þarf ef til vill að vera mjög stór. EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Austurríska handboltalandsliðið tapaði í kvöld með þriggja marka mun á móti Rúmenum, 32-29, í undankeppni HM 2017 en þjóðirnar eru í keppni um laust sæti í umspilinu í sumar. Patrekur Jóhannesson var búinn að stýra austurríska landsliðinu til sigurs í fjórum fyrstu leikjum sínum og þar á meðal var 27-24 sigur í fyrri leiknum gegn Rúmenum. Rúmenar unnu líka með þremur mörkum og því standa liðin jöfn innbyrðis fyrir lokaumferð riðilsins. Sigur Rúmena skilaði þeim þó sex mörkum í betri markatölu og það þurfa Austurríkismenn að vinna upp í lokaleik sínum á móti Finnum. Heildarmarkatala mun nú ráða endi liðin jöfn að stigum sem er mjög líklegt úr þessu. Thomas Kandolf minnkaði muninn í þrjú mörk 22 sekúndum fyrir leikslok og það gæti verið afar dýrmætt mark fyrir austurríska liðið. Hefði Kandolf ekki skorað þá hefðu Rúmenar alltaf verið ofar á innbyrðisárangri ef liðin enda með jafnmörg stig. Rúmenska liðið náði mest sex marka forystu í seinni hálfleiknum en Austurríkismenn gáfust ekki upp og tókst að minnka muninn í þrjú mörk fyrir leikslok. Nikola Bilyk skoraði 9 mörk fyrir Austurríki og Raul Santos var með 6 mörk úr 6 skotum. Það er bara ein umferð eftir í riðlinum og þar þurfa Austurríkismenn að vinna Finna stórt á heimavelli og treysta á það að Rúmenar vinni ekki stórt á Ítalíu. Rúmenar unnu fyrri leikinn sinn gegn Ítölum með þrettán marka mun þannig að sigurinn á Finnum þarf ef til vill að vera mjög stór.
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn