Trump og Cruz körpuðu um kjörgengi Cruz Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2016 07:18 Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælist Trump með 33 prósenta fylgi, Cruz 20 prósenta og Marco Rubio þrettán prósenta fylgi. Vísir/AFP Auðkýfingurinn Donald Trump, sem sækist nú eftir útnefningu Repúplikana til að bjóða fram í forsetakosningum í Bandaríkjunum, réðst harkalega að helsta keppinauti sínum Ted Cruz í nótt. Kappræður fóru fram í sjónvarpi í gærkvöldi þar sem Trump eyddi miklu púðri í að sá efasemdum um að Cruz væri yfir höfuð gjaldgengur í embætti forseta. Cruz er fæddur í Kanada og er móðir hans bandarísk og faðir hans frá Kúbu. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna þarf forseti að vera fæddur í landinu, þótt á þetta ákvæði hafi raunar aldrei reynt fyrir hæstarétti. Frambjóðendur Repúblikana ræddu meðal annars þjóðaröryggi, efnahagsmál og utanríkismál, en forval flokkanna hefst í Iowa þann 1. febrúar næstkomandi. Þeir sjö frambjóðendur sem mælast með mest fylgi meðal kjósenda Republikanaflokksins tóku þátt í kappræðunum – Donald Trump, Ted Cruz, Marco Rubio, Ben Carson, Jeb Bush, Chris Christie og John Kasich. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælist Trump með 33 prósenta fylgi, Cruz 20 prósenta og Marco Rubio þrettán prósenta fylgi. Frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningunum 2008, John McCain, fæddist á svæði í kringum Panamaskurðinn, sem þá var undir stjórn Bandaríkjanna. Í lögfræðiáliti sem unnið var af báðum stóru flokkunum á Bandaríkjaþingi á sínum tíma kom hins vegar fram að McCain taldist hafa fæðst í „Bandaríkjunum“ og væri því gjaldgengur til að gegna embætti forseta. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu sjónvarpsauglýsingu Donalds Trump Donald Trump skerpir á áherslum sínum í fyrstu sjónvarpsauglýsingunni fyrir framboð sitt í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. 4. janúar 2016 12:40 Allt í járnum á milli Sanders og Clinton Mjótt er á munum á milli tveggja vinsælustu forsetaefna demókrata í Bandaríkjunum. Fyrstu ríkin kjósa í forkosningum eftir þrjár vikur. Niðurstöður kosninga í ríkjunum tveim hafa mikil áhrif á framgang mála. Hillary Clinton varar við 11. janúar 2016 07:00 Trump notaður í myndbandi herskárra íslamista Ummæli auðkýfingsins eru talin til þess fallin að sannfæra unga múslima um að ganga til liðs við róttæk samtök bókstafstrúarmanna. 2. janúar 2016 09:57 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Auðkýfingurinn Donald Trump, sem sækist nú eftir útnefningu Repúplikana til að bjóða fram í forsetakosningum í Bandaríkjunum, réðst harkalega að helsta keppinauti sínum Ted Cruz í nótt. Kappræður fóru fram í sjónvarpi í gærkvöldi þar sem Trump eyddi miklu púðri í að sá efasemdum um að Cruz væri yfir höfuð gjaldgengur í embætti forseta. Cruz er fæddur í Kanada og er móðir hans bandarísk og faðir hans frá Kúbu. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna þarf forseti að vera fæddur í landinu, þótt á þetta ákvæði hafi raunar aldrei reynt fyrir hæstarétti. Frambjóðendur Repúblikana ræddu meðal annars þjóðaröryggi, efnahagsmál og utanríkismál, en forval flokkanna hefst í Iowa þann 1. febrúar næstkomandi. Þeir sjö frambjóðendur sem mælast með mest fylgi meðal kjósenda Republikanaflokksins tóku þátt í kappræðunum – Donald Trump, Ted Cruz, Marco Rubio, Ben Carson, Jeb Bush, Chris Christie og John Kasich. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælist Trump með 33 prósenta fylgi, Cruz 20 prósenta og Marco Rubio þrettán prósenta fylgi. Frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningunum 2008, John McCain, fæddist á svæði í kringum Panamaskurðinn, sem þá var undir stjórn Bandaríkjanna. Í lögfræðiáliti sem unnið var af báðum stóru flokkunum á Bandaríkjaþingi á sínum tíma kom hins vegar fram að McCain taldist hafa fæðst í „Bandaríkjunum“ og væri því gjaldgengur til að gegna embætti forseta.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu sjónvarpsauglýsingu Donalds Trump Donald Trump skerpir á áherslum sínum í fyrstu sjónvarpsauglýsingunni fyrir framboð sitt í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. 4. janúar 2016 12:40 Allt í járnum á milli Sanders og Clinton Mjótt er á munum á milli tveggja vinsælustu forsetaefna demókrata í Bandaríkjunum. Fyrstu ríkin kjósa í forkosningum eftir þrjár vikur. Niðurstöður kosninga í ríkjunum tveim hafa mikil áhrif á framgang mála. Hillary Clinton varar við 11. janúar 2016 07:00 Trump notaður í myndbandi herskárra íslamista Ummæli auðkýfingsins eru talin til þess fallin að sannfæra unga múslima um að ganga til liðs við róttæk samtök bókstafstrúarmanna. 2. janúar 2016 09:57 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Sjáðu fyrstu sjónvarpsauglýsingu Donalds Trump Donald Trump skerpir á áherslum sínum í fyrstu sjónvarpsauglýsingunni fyrir framboð sitt í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. 4. janúar 2016 12:40
Allt í járnum á milli Sanders og Clinton Mjótt er á munum á milli tveggja vinsælustu forsetaefna demókrata í Bandaríkjunum. Fyrstu ríkin kjósa í forkosningum eftir þrjár vikur. Niðurstöður kosninga í ríkjunum tveim hafa mikil áhrif á framgang mála. Hillary Clinton varar við 11. janúar 2016 07:00
Trump notaður í myndbandi herskárra íslamista Ummæli auðkýfingsins eru talin til þess fallin að sannfæra unga múslima um að ganga til liðs við róttæk samtök bókstafstrúarmanna. 2. janúar 2016 09:57