Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - KR 73-81 | Verðskuldaður sigur hjá meisturunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. janúar 2016 21:30 Ragnar í baráttunni gegn KR. Vísir KR-ingar komust aftur á sigurbraut í Dominos-deildinni með 81-73 sigri á Þór Þorlákshöfn en sigurinn var verðskuldaður eftir að KR leiddi allt frá fyrstu sekúndum leiksins. KR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og náðu fjórtán stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en Þórsarar vildu ekki gefast upp og áttu fínustu rispu til þess að ógna forskoti KR. Þórsurum tókst aðeins einu sinni að jafna metin í leiknum en annars héldu KR-ingar forskotinu allan leikinn. Liðin komu bæði inn í leik kvöldsins eftir sigur í 8-liða úrslitum bikarsins en liðin þurftu bæði að sætta sig við tap í síðustu umferð, KR gegn Stjörnunni og Þór gegn Keflavík. Fyrsti leikhluti var gríðarlega kaflaskiptur en KR-ingar virtust einfaldlega ætla að gera út um leikinn á upphafsmínútum hans. KR-ingar spiluðu góða vörn og töpuðu leikmenn Þórs boltanum ítrekað eða voru neyddir í erfið skot. Komust KR-ingar 14-0 yfir á upphafsmínútum leiksins en fyrstu stig Þórsara komu ekki fyrr en á sjöttu mínútu leiksins. Þá tóku Þórsarar góða rispu og minnkuðu tólf stiga forskot KR-inga niður í aðeins tvö stig fyrir lok fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir að KR-ingum hafi tekist vel að loka á Ragnar Nathanaelsson stigu Grétar Ingi Erlendsson og Vance Hall upp í hans stað í fyrsta leikhluta. Þórsarar misstu KR-ingana aðeins fram úr sér á upphafsmínútum annars leikhluta en náðu að jafna metin í fyrsta sinn í leiknum skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 29-29. Góð rispa KR-inga undir lok fyrri hálfleiks þýddi það að KR tók fimm stiga forskot inn í hálfleikinn, 40-35 en Vance og Grétar Ingi héldu Þórsliðinu inn í leiknum í fyrri hálfleik. Líkt og í fyrsta leikhluta voru KR-ingar töluvert sterkari aðilinn í upphafi þriðja leikhluta og náðu þrettán stiga forskoti um miðbik leikhlutans en Þórsarar neituðu að gefast upp. Tókst þeim að minnka muninn niður í sjö stig fyrir lokaleikhlutann en líkt og í fyrri hálfleik fór Vance Hall fyrir sínum mönnum. Í þriðja leikhluta reyndu Þórsarar að gera enn eina atlöguna að forskoti KR-inga en Íslandsmeistararnir voru einfaldlega nægilega sterkir til þess að standast öll áhlaup Þórsara. Náðu Þórsarar að minnka muninn niður í fimm stig skömmu fyrir leikslok en KR-ingar bættu við forskot sitt á lokasekúndunum og unnu að lokum verðskuldaðan sigur. Craion fór fyrir liði KR í kvöld með 25 stig ásamt því að taka 8 fráköst en hjá Þórsurum var Vance Hall allt í öllu í sóknarleik liðsins með 30 stig. Finnur: Spilamennskan í byrjun sú besta á tímabilinu„Heilt yfir fannst mér þetta vera verðskuldaður sigur. Varnarlega vorum við mjög þéttir og sóknarleikurinn var góður á köflum þótt strákarnir hefðu mátt nýta skotfærin sem við fengum betur,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, aðspurður hvort sigurinn hefði verið verðskuldaður að leikslokum. „Þetta er erfiður heimavöllur heim að sækja og þótt að við ættum frábæra byrjun vissum við að þeir myndu koma til baka. Mér fannst við hleypa þeim full nálægt okkur í fyrri hálfleik.“ Finnur var gríðarlega ánægður með spilamennskuna í upphafi leiks en KR skoraði fyrstu fjórtán stig leiksins. „Þetta var einn besti kafli okkar á þessu tímabili. Varnarlega vorum við að gera einmitt það sem við lögðum upp með en Vance hitti úr mikið af erfiðum skotum. Svo fórum við að setja niður stór skot hérna undir lokin.“ Finnur hrósaði leikmönnum sínum fyrir það hvernig þeir tóku á Ragnari Nathanaelssyni í dag. „Við erum miklu betri varnarlega í dag en í upphafi tímabilsins. Raggi átti frábæran leik þann dag en okkur tókst að loka betur á hann í dag, bæði Mike og liðsvörnin var dugleg að hjálpa honum,“ sagði Finnur og bætti við: „Hann er einstakur leikmaður í þessari deild út af stærð sinni og er í sífelldri sókn sem leikmaður. Þegar þú tekur vel á honum tekuru eitt af aðal vopnum Þórsara.“ Einar: Menn þorðu ekki að vera til í byrjun leiks„Það er alltaf svekkjandi að tapa og það er grautfúlt að hugsa út í þessar fyrstu 6-7 mínútur leiksins,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, vonsvikinn eftir leikinn. „Það fer mikil orka í að koma til baka úr því. Við gerðum vel með því að gera þetta að leik og það eru fullt af jákvæðum punktum en það er erfitt að vinna með 25 tapaða bolta í leik.“ Einar var gríðarlega ósáttur með byrjunina hjá sínum mönnum. „Menn einfaldlega þorðu ekki að vera til. Við vorum að gera ágætis hluti en vorum of hikandi í öllum aðgerðum og allir leikmenn nema Vance vildu ekki horfa á körfuna. Það reyndist okkur dýrt því við vorum alltaf að eltast við KR-ingana en strákarnir fá prik fyrir að gefast ekki upp.“ Reynsla KR-inga af leikjum eins og þessum gerði á endanum útslagið fannst Einari. „Þrátt fyrir að Keflavík sé á toppnum er þetta KR-lið sennilega með besta mannskapinn og gríðarlega mikla reynslu. Þeir nýttu sér það og settu stórar körfur undir lokin sem kláruðu þetta. Það hefði verið auðvelt að gefast upp en strákarnir neituðu að gefast upp.“ Einar vildi sjá meira framlag frá bakvörðum sínum í kvöld. „Ég get ekki sakast við Ragga né Grétar því þeir skila ágætis tölfræði í kvöld. Við vitum hinsvegar að leikmenn eins og Þorsteinn, Ragnar Örn og Emil geta gert mun betur. Við erum að vinna í þessum málum og mætum á Krókinn vel stemmdir á fimmtudaginn.“ Helgi Már: Áttum ekki að hleypa þeim aftur inn í leikinn„Þetta var fínn sigur. Við áttum eiginlega ekki að hleypa þeim aftur inn í leikinn því við vorum eigilega komnir með þetta um tíma,“ sagði Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, hreinskilinn að leikslokum. „Ef við hefðum ekki misst dampinn þá held ég að við hefðum klárað þetta mun fyrr. Það sem er jákvætt í þessu er hinsvegar að við náðum að sigla þessu heim þrátt fyrir pressuna undir lokin.“ Helga leið eins og um væri að ræða leik í úrslitakeppninni undir lok leiksins. „Þetta var jafn leikur, trommur og læti í stúkunni og maður fékk smá úrslitakeppnis-tilfinningu. Þá þarf maður að kunna að loka leikjum og við náðum því í dag. Það er alltaf gott að fá svona leiki inn á milli til þess að skerpa á hlutum hvernig við lokum leikjum þegar við erum með forskotið.“ Helgi var ánægður með byrjun KR-inga í dag en KR missti aldrei forskotið eftir að hafa komist yfir í upphafi leiks. „Við vorum að stýra þeim, senda þá þangað sem við vildum að þeir færu. Kaninn þeirra er virklega góður ef hann fær smá pláss eins og hann sýndi undir lok leiksins. Þegar við náðum að spila vörnina okkar þá fengum við þessar auðveldu körfur í byrjun.“ Helgi sem er að leika lokatímabil sitt á Íslandi sagðist enn vera að bíða eftir sannkölluðum KR leik. „Við höfum ekki enn átt svona KR leik eins og við höfum átt undanfarin ár, einhverja bombu þar sem allt gengur upp. Það vantar en vonandi kemur það fljótlega,“ sagði Helgi léttur að lokum.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
KR-ingar komust aftur á sigurbraut í Dominos-deildinni með 81-73 sigri á Þór Þorlákshöfn en sigurinn var verðskuldaður eftir að KR leiddi allt frá fyrstu sekúndum leiksins. KR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og náðu fjórtán stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en Þórsarar vildu ekki gefast upp og áttu fínustu rispu til þess að ógna forskoti KR. Þórsurum tókst aðeins einu sinni að jafna metin í leiknum en annars héldu KR-ingar forskotinu allan leikinn. Liðin komu bæði inn í leik kvöldsins eftir sigur í 8-liða úrslitum bikarsins en liðin þurftu bæði að sætta sig við tap í síðustu umferð, KR gegn Stjörnunni og Þór gegn Keflavík. Fyrsti leikhluti var gríðarlega kaflaskiptur en KR-ingar virtust einfaldlega ætla að gera út um leikinn á upphafsmínútum hans. KR-ingar spiluðu góða vörn og töpuðu leikmenn Þórs boltanum ítrekað eða voru neyddir í erfið skot. Komust KR-ingar 14-0 yfir á upphafsmínútum leiksins en fyrstu stig Þórsara komu ekki fyrr en á sjöttu mínútu leiksins. Þá tóku Þórsarar góða rispu og minnkuðu tólf stiga forskot KR-inga niður í aðeins tvö stig fyrir lok fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir að KR-ingum hafi tekist vel að loka á Ragnar Nathanaelsson stigu Grétar Ingi Erlendsson og Vance Hall upp í hans stað í fyrsta leikhluta. Þórsarar misstu KR-ingana aðeins fram úr sér á upphafsmínútum annars leikhluta en náðu að jafna metin í fyrsta sinn í leiknum skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 29-29. Góð rispa KR-inga undir lok fyrri hálfleiks þýddi það að KR tók fimm stiga forskot inn í hálfleikinn, 40-35 en Vance og Grétar Ingi héldu Þórsliðinu inn í leiknum í fyrri hálfleik. Líkt og í fyrsta leikhluta voru KR-ingar töluvert sterkari aðilinn í upphafi þriðja leikhluta og náðu þrettán stiga forskoti um miðbik leikhlutans en Þórsarar neituðu að gefast upp. Tókst þeim að minnka muninn niður í sjö stig fyrir lokaleikhlutann en líkt og í fyrri hálfleik fór Vance Hall fyrir sínum mönnum. Í þriðja leikhluta reyndu Þórsarar að gera enn eina atlöguna að forskoti KR-inga en Íslandsmeistararnir voru einfaldlega nægilega sterkir til þess að standast öll áhlaup Þórsara. Náðu Þórsarar að minnka muninn niður í fimm stig skömmu fyrir leikslok en KR-ingar bættu við forskot sitt á lokasekúndunum og unnu að lokum verðskuldaðan sigur. Craion fór fyrir liði KR í kvöld með 25 stig ásamt því að taka 8 fráköst en hjá Þórsurum var Vance Hall allt í öllu í sóknarleik liðsins með 30 stig. Finnur: Spilamennskan í byrjun sú besta á tímabilinu„Heilt yfir fannst mér þetta vera verðskuldaður sigur. Varnarlega vorum við mjög þéttir og sóknarleikurinn var góður á köflum þótt strákarnir hefðu mátt nýta skotfærin sem við fengum betur,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, aðspurður hvort sigurinn hefði verið verðskuldaður að leikslokum. „Þetta er erfiður heimavöllur heim að sækja og þótt að við ættum frábæra byrjun vissum við að þeir myndu koma til baka. Mér fannst við hleypa þeim full nálægt okkur í fyrri hálfleik.“ Finnur var gríðarlega ánægður með spilamennskuna í upphafi leiks en KR skoraði fyrstu fjórtán stig leiksins. „Þetta var einn besti kafli okkar á þessu tímabili. Varnarlega vorum við að gera einmitt það sem við lögðum upp með en Vance hitti úr mikið af erfiðum skotum. Svo fórum við að setja niður stór skot hérna undir lokin.“ Finnur hrósaði leikmönnum sínum fyrir það hvernig þeir tóku á Ragnari Nathanaelssyni í dag. „Við erum miklu betri varnarlega í dag en í upphafi tímabilsins. Raggi átti frábæran leik þann dag en okkur tókst að loka betur á hann í dag, bæði Mike og liðsvörnin var dugleg að hjálpa honum,“ sagði Finnur og bætti við: „Hann er einstakur leikmaður í þessari deild út af stærð sinni og er í sífelldri sókn sem leikmaður. Þegar þú tekur vel á honum tekuru eitt af aðal vopnum Þórsara.“ Einar: Menn þorðu ekki að vera til í byrjun leiks„Það er alltaf svekkjandi að tapa og það er grautfúlt að hugsa út í þessar fyrstu 6-7 mínútur leiksins,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, vonsvikinn eftir leikinn. „Það fer mikil orka í að koma til baka úr því. Við gerðum vel með því að gera þetta að leik og það eru fullt af jákvæðum punktum en það er erfitt að vinna með 25 tapaða bolta í leik.“ Einar var gríðarlega ósáttur með byrjunina hjá sínum mönnum. „Menn einfaldlega þorðu ekki að vera til. Við vorum að gera ágætis hluti en vorum of hikandi í öllum aðgerðum og allir leikmenn nema Vance vildu ekki horfa á körfuna. Það reyndist okkur dýrt því við vorum alltaf að eltast við KR-ingana en strákarnir fá prik fyrir að gefast ekki upp.“ Reynsla KR-inga af leikjum eins og þessum gerði á endanum útslagið fannst Einari. „Þrátt fyrir að Keflavík sé á toppnum er þetta KR-lið sennilega með besta mannskapinn og gríðarlega mikla reynslu. Þeir nýttu sér það og settu stórar körfur undir lokin sem kláruðu þetta. Það hefði verið auðvelt að gefast upp en strákarnir neituðu að gefast upp.“ Einar vildi sjá meira framlag frá bakvörðum sínum í kvöld. „Ég get ekki sakast við Ragga né Grétar því þeir skila ágætis tölfræði í kvöld. Við vitum hinsvegar að leikmenn eins og Þorsteinn, Ragnar Örn og Emil geta gert mun betur. Við erum að vinna í þessum málum og mætum á Krókinn vel stemmdir á fimmtudaginn.“ Helgi Már: Áttum ekki að hleypa þeim aftur inn í leikinn„Þetta var fínn sigur. Við áttum eiginlega ekki að hleypa þeim aftur inn í leikinn því við vorum eigilega komnir með þetta um tíma,“ sagði Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, hreinskilinn að leikslokum. „Ef við hefðum ekki misst dampinn þá held ég að við hefðum klárað þetta mun fyrr. Það sem er jákvætt í þessu er hinsvegar að við náðum að sigla þessu heim þrátt fyrir pressuna undir lokin.“ Helga leið eins og um væri að ræða leik í úrslitakeppninni undir lok leiksins. „Þetta var jafn leikur, trommur og læti í stúkunni og maður fékk smá úrslitakeppnis-tilfinningu. Þá þarf maður að kunna að loka leikjum og við náðum því í dag. Það er alltaf gott að fá svona leiki inn á milli til þess að skerpa á hlutum hvernig við lokum leikjum þegar við erum með forskotið.“ Helgi var ánægður með byrjun KR-inga í dag en KR missti aldrei forskotið eftir að hafa komist yfir í upphafi leiks. „Við vorum að stýra þeim, senda þá þangað sem við vildum að þeir færu. Kaninn þeirra er virklega góður ef hann fær smá pláss eins og hann sýndi undir lok leiksins. Þegar við náðum að spila vörnina okkar þá fengum við þessar auðveldu körfur í byrjun.“ Helgi sem er að leika lokatímabil sitt á Íslandi sagðist enn vera að bíða eftir sannkölluðum KR leik. „Við höfum ekki enn átt svona KR leik eins og við höfum átt undanfarin ár, einhverja bombu þar sem allt gengur upp. Það vantar en vonandi kemur það fljótlega,“ sagði Helgi léttur að lokum.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira