Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 81-76 | Stjarnan í toppbaráttuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2016 21:30 Justin Shouse átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í kvöld, eins og svo oft áður. Vísir Stjarnan er að stimpla sig inn í toppbaráttu Domino's-deildar karla af miklum krafti eftir góðan sigur á Tindastóli í kvöld, 81-76. Stólarnir náðu að koma til baka eftir að hafa átt afar slappan síðari hálfleik en Stjörnumenn reyndust sterkari á spennandi lokamínútum. Mestu munaði um tvö sóknarfráköst sem Tómas Heiðar Tómasson tók á lokasekúndunum sem tryggði heimamönnum endanlega sigurinn. Tindastóll fór illa að ráði sínu og gestirnir mega vera svekktir með að hafa tapað leiknum á því að gefa Stjörnunni tvö sóknarfráköst eftir að hafa komið til baka af jafn miklum krafti og þeir gerðu í kvöld. Gestirnir geta þó sætt sig við að hafa náð að svara fyrir sig eftir jafn slæman fyrri hálfleik og leikmenn sýndu í kvöld og boðið áhorfendum upp á alvöru spennu en liðin voru bæði vel studd í stúkunni í kvöld. Eftir sigurinn er Stjarnan komin með átján stig og í góðri stöðu í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir KR og fjórum á eftir Keflavík. Tindastóll situr eftir í sjöunda sæti með fjórtán stig en á þá fjögurra stiga forystu á næsta lið, Grindavík.Vannýtt tækifæri í fyrri hálfleik Stjörnumenn spiluðu vel á upphafsmínútum leiksins og náðu forystu sem þeir létu svo ekki af hendi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Tómas Heiðar skoraði átta af tólf fyrstu stigum Stjörnunnar og nýtti báða þristana sína. Baráttan var líka meiri hjá heimamönnum en gestirnir náðu að laga það eftir því sem leið á leikhlutann og koma sér betur inn í leikinn. Skotin voru hins vegar ekki að detta fyrir Stólana sem var vandamál allan fyrri hálfleikinn. Heimemenn tóku svo leikinn yfir í öðrum leikhluta. Al'lonzo Coleman spilaði frábæra vörn á Jerome Hill sem skoraði ekki stig allan fyrri hálfleikinn og var inn á vellinum í aðeins rúmar tíu mínútur af fyrstu 20. Raunar var fyrirliðinn Helgi Rafn Viggósson sá eini með lífsmarki hjá Stólunum og lét til sín taka undir körfunni. Hann var með þrettán stig í fyrri hálfleik og hélt Tindastóli einfaldlega á floti í leiknum. Viðar Ágústsson skilaði einnig tveimur mikilvægum þristum. Það segir sitt að Tindastóll skoraði aðeins 31 stig í fyrri hálfleik en Stjörnumenn hefðu engu að síður átt að nýta sér meðbyrinn betur en þeir leiddu með tólf stiga mun að honum loknum, 43-31.Frábær endurkoma gestanna Stjörnumenn héldu forystunni út þriðja leikhluta en það mátti ekki miklu muna. Darrel Lewis komst í gang og fór fyrir sóknarleik sinna manna í fjarveru Hill, sem sat sem fastast á bekknum, og skoraði ellefu stig í leikhlutanum. Þá var innkoma Helga Freys Margeirssonar undir lokin mögnuð en hann setti niður tvo þrista og var hársbreidd frá því að ná forystunni með flautukörfu en skot hans geigaði. Stjörnumenn voru komnir í vandræði. Þeir lentu í vandræðum með varnarleik Tindastóls og þrír leikmenn - Marvin, Tómas Heiðar og Ágúst - voru allir komnir með fjórar villur snemma í fjórða leikhluta. Tindastóll náði forystunni í fyrsta sinn í leiknum í stöðunni 67-66 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Mikil spenna var í leiknum eftir það og munaði miklu að Hill fór skyndilega í gang og kom með dýrmætt framlag sem munaði miklu fyrir gestina á lokamínútum leiksins. En það var einfaldlega of seint. Justin Shouse átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í kvöld eins og svo oft áður, sem og Al'lonzo Coleman sem var afar dýrmætur, bæði í vörn og sókn. Aðrir áttu góða kafla inn á milli og náðu að svara endurkomu Tindastóls í síðari hálfleik þó svo að það hafi staðið tæpt. Það hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir Tindastól hversu slappur Hill var í kvöld. Hvort að frammistaða hans í fjórða leikhluta var nóg til að bjarga starfinu hans kemur nú í ljós en það er ljóst að Tindastóll gerir ekki mikið í vetur með það framlag sem Hill bauð upp á fyrstu 30 mínúturnar í kvöld. Helgi Rafn Viggósson dró vagninn fyrir Tindastól í kvöld og annar gamall jaxl, Helgi Freyr Margeirsson, kom inn með mikilvæg stig þegar á þurfti að halda. Darrel Lewis átti mjög góðan síðari hálfleik en Stólarnir hafa spilað oft betur en þeir gerðu í kvöld.Stjarnan-Tindastóll 81-76 (23-16, 20-15, 20-30, 18-15)Stjarnan: Justin Shouse 23/6 fráköst/10 stoðsendingar, Al'lonzo Coleman 19/7 fráköst/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 15, Marvin Valdimarsson 11, Sæmundur Valdimarsson 5, Tómas Þórður Hilmarsson 5/8 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Ágúst Angantýsson 0/4 fráköst.Tindastóll: Darrel Keith Lewis 20/12 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 17/6 fráköst, Jerome Hill 11/5 fráköst, Darrell Flake 8/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 8/5 stoðsendingar/5 stolnir, Helgi Freyr Margeirsson 6, Viðar Ágústsson 6/4 fráköst.Hrafn: Vil ekki tala um toppbaráttu Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, er ánægður með að Tindastóll hafi ekki tekist að ráðskast með hans menn eins og svo oft áður í leikjum þessara liða. „Ég er ótrúlega glaður og við vorum að leggja vel í púkkið í fyrri hálfleik,“ sagði Hrafn og bætti við að honum fannst Stjörnumenn hafa átt að vera með stærri forystu eftir fyrri hálfleikinn. „Við áttum að vera í betri stöðu. Þeir voru að skjóta niður þristum með mann í andlitinu og taka tíu sóknarfráköst og skora eftir það. Það var ekki mikið af stigum eftir uppstilltar sóknir frá þeim.“ „En endurkoman hjá þeim var fyrirséð. Þeir búa yfir það miklum styrk að það þarf ekki að gefa eftir í margar mínútur til að leyfa þeim að koma til baka. Ég var ánægður með að við náðum að vinna okkur út úr því og klára leikinn.“ Hrafn var ánægður með sigurinn en ekki að hans menn hafi ekki spilað leikkerfin sem stillt var upp með í lokasóknum leiksins. „Ég þarf aðeins að skamma þá núna. Það er helvíti hart að eyða leikhléi að teikna kerfi sem þeir virðast gleyma þegar boltinn fer í leik. Í tvígang taka þeir ranga ákvörðun og Tómas Heiðar ryksugaði upp þennan sigur fyrir okkur.“ Hann vill ekkert heyra um að Stjarnan sé nú komin í toppbaráttu deildarinnar. „Það hefur ekkert verið talað um Stjörnuna hingað til í því samhengi og ég vil halda því þannig. Liðin sem við erum að spila við eiga bara alltaf sinn versta dag.“Arnþór Freyr: Mætti með kassann úti Arnþór Freyr Guðmundsson átti fínan leik með Stjörnunni en hann er nýkominn til liðsins eftir að samningur hans við Tindastól var rift af fjárhagsástæðum, eins og greint var frá á sínum tíma. „Þetta var extra sætt. Ég ákvað að vera ekkert að spá í fortíðinni lengur og mæta inn í þennan leik með kassann úti. Ég ætlaði að sýna úr hverju ég er gerður og nú ætla ég bara að einbeita mér að því að vinna sigra með Stjörnunni.“ Arnþór Freyr skoraði góða þriggja stiga körfu í fyrri hálfleik sem gaf honum mikið fyrir framhaldið. „Það var gott. Ég er varla kominn með kerfin á hreint og þetta skilaði sér. Ég er ánægður með minn leik þrátt fyrir að ég skoraði ekki mikið og var grimmur í vörninni.“ Tindastóll kom inn í síðari hálfleikinn af miklum krafti og lokamínúturnar voru æsispennandi. „Það vita allir að Tindastóll er með gott lið og við vissum að þeir kæmu til baka. Við ætluðum að svara því og við gerðum það. Það sýnir úr hverjum við erum gerðir.“ Hann segir að viðskilnaður við Tindastól hafi verið góður og gaman að hitta hans gömlu liðsfélaga í kvöld. „Í rauninni ætla ég bara að einbeita mér að Stjörnunni. Ég hef ekkert slæmt að segja um neinn hjá Tindastóli.“Helgi Rafn: Hill á heiðinni Fyrirliðinn Helgi Rafn Viggósson var langbesti maður Tindastóls í kvöld en félagar hans vöknuðu til lífsins í fjórða leikhluta og voru nálægt því að fara alla leið og vinna Stjörnuna í Garðabæ. Hann segir að eftir slæman fyrri hálfleik hafi hans menn farið vel yfir hlutina fyrir þann síðari. „Við gerðum það sem við áttum að gera. Fórum að spila okkar vörn og spila okkar bolta. Þá uppskárum eins og við vildum,“ segir Helgi Rafn sem sagði erfitt að meta nákvæmlega hvað fór með leikinn fyrir þá í lokin. „Villa hér, þriggja stiga skot þar. Maður getur endalaust talið upp atriði. En maður skýtur boltanum til að skora stig en svona fór þetta bara núna. Við getum tekið þennan seinni hálfleik með okkur heim og byggt á honum.“ Gestirnir voru ekki ánægðir með dómgæsluna á löngum köflum í kvöld en Helgi Rafn gerði lítið úr þætti dómaranna. „Það er alltaf hægt að gagnrýna dómgæsluna eitthvað en við töpuðum ekki þessum leik út af dómgæslu. Það er dæmt á bæði lið og þetta bara fór svona í dag.“ Jerome Hill var stigalaus í fyrri hálfleik og gerði ekki mikið fyrr en í fjórða leikhluta, er hann vaknaði skyndilega til lífsins. „Það er rétt. Hann hafði ekki átt góðan dag en vonandi nær hann að rífa sig upp. Hann á miklu meira inni. Kannski hefur hann bara verið enn þá á heiðinni framan af leik,“ sagði Helgi Rafn og hló.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Stjarnan er að stimpla sig inn í toppbaráttu Domino's-deildar karla af miklum krafti eftir góðan sigur á Tindastóli í kvöld, 81-76. Stólarnir náðu að koma til baka eftir að hafa átt afar slappan síðari hálfleik en Stjörnumenn reyndust sterkari á spennandi lokamínútum. Mestu munaði um tvö sóknarfráköst sem Tómas Heiðar Tómasson tók á lokasekúndunum sem tryggði heimamönnum endanlega sigurinn. Tindastóll fór illa að ráði sínu og gestirnir mega vera svekktir með að hafa tapað leiknum á því að gefa Stjörnunni tvö sóknarfráköst eftir að hafa komið til baka af jafn miklum krafti og þeir gerðu í kvöld. Gestirnir geta þó sætt sig við að hafa náð að svara fyrir sig eftir jafn slæman fyrri hálfleik og leikmenn sýndu í kvöld og boðið áhorfendum upp á alvöru spennu en liðin voru bæði vel studd í stúkunni í kvöld. Eftir sigurinn er Stjarnan komin með átján stig og í góðri stöðu í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir KR og fjórum á eftir Keflavík. Tindastóll situr eftir í sjöunda sæti með fjórtán stig en á þá fjögurra stiga forystu á næsta lið, Grindavík.Vannýtt tækifæri í fyrri hálfleik Stjörnumenn spiluðu vel á upphafsmínútum leiksins og náðu forystu sem þeir létu svo ekki af hendi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Tómas Heiðar skoraði átta af tólf fyrstu stigum Stjörnunnar og nýtti báða þristana sína. Baráttan var líka meiri hjá heimamönnum en gestirnir náðu að laga það eftir því sem leið á leikhlutann og koma sér betur inn í leikinn. Skotin voru hins vegar ekki að detta fyrir Stólana sem var vandamál allan fyrri hálfleikinn. Heimemenn tóku svo leikinn yfir í öðrum leikhluta. Al'lonzo Coleman spilaði frábæra vörn á Jerome Hill sem skoraði ekki stig allan fyrri hálfleikinn og var inn á vellinum í aðeins rúmar tíu mínútur af fyrstu 20. Raunar var fyrirliðinn Helgi Rafn Viggósson sá eini með lífsmarki hjá Stólunum og lét til sín taka undir körfunni. Hann var með þrettán stig í fyrri hálfleik og hélt Tindastóli einfaldlega á floti í leiknum. Viðar Ágústsson skilaði einnig tveimur mikilvægum þristum. Það segir sitt að Tindastóll skoraði aðeins 31 stig í fyrri hálfleik en Stjörnumenn hefðu engu að síður átt að nýta sér meðbyrinn betur en þeir leiddu með tólf stiga mun að honum loknum, 43-31.Frábær endurkoma gestanna Stjörnumenn héldu forystunni út þriðja leikhluta en það mátti ekki miklu muna. Darrel Lewis komst í gang og fór fyrir sóknarleik sinna manna í fjarveru Hill, sem sat sem fastast á bekknum, og skoraði ellefu stig í leikhlutanum. Þá var innkoma Helga Freys Margeirssonar undir lokin mögnuð en hann setti niður tvo þrista og var hársbreidd frá því að ná forystunni með flautukörfu en skot hans geigaði. Stjörnumenn voru komnir í vandræði. Þeir lentu í vandræðum með varnarleik Tindastóls og þrír leikmenn - Marvin, Tómas Heiðar og Ágúst - voru allir komnir með fjórar villur snemma í fjórða leikhluta. Tindastóll náði forystunni í fyrsta sinn í leiknum í stöðunni 67-66 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Mikil spenna var í leiknum eftir það og munaði miklu að Hill fór skyndilega í gang og kom með dýrmætt framlag sem munaði miklu fyrir gestina á lokamínútum leiksins. En það var einfaldlega of seint. Justin Shouse átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í kvöld eins og svo oft áður, sem og Al'lonzo Coleman sem var afar dýrmætur, bæði í vörn og sókn. Aðrir áttu góða kafla inn á milli og náðu að svara endurkomu Tindastóls í síðari hálfleik þó svo að það hafi staðið tæpt. Það hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir Tindastól hversu slappur Hill var í kvöld. Hvort að frammistaða hans í fjórða leikhluta var nóg til að bjarga starfinu hans kemur nú í ljós en það er ljóst að Tindastóll gerir ekki mikið í vetur með það framlag sem Hill bauð upp á fyrstu 30 mínúturnar í kvöld. Helgi Rafn Viggósson dró vagninn fyrir Tindastól í kvöld og annar gamall jaxl, Helgi Freyr Margeirsson, kom inn með mikilvæg stig þegar á þurfti að halda. Darrel Lewis átti mjög góðan síðari hálfleik en Stólarnir hafa spilað oft betur en þeir gerðu í kvöld.Stjarnan-Tindastóll 81-76 (23-16, 20-15, 20-30, 18-15)Stjarnan: Justin Shouse 23/6 fráköst/10 stoðsendingar, Al'lonzo Coleman 19/7 fráköst/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 15, Marvin Valdimarsson 11, Sæmundur Valdimarsson 5, Tómas Þórður Hilmarsson 5/8 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Ágúst Angantýsson 0/4 fráköst.Tindastóll: Darrel Keith Lewis 20/12 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 17/6 fráköst, Jerome Hill 11/5 fráköst, Darrell Flake 8/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 8/5 stoðsendingar/5 stolnir, Helgi Freyr Margeirsson 6, Viðar Ágústsson 6/4 fráköst.Hrafn: Vil ekki tala um toppbaráttu Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, er ánægður með að Tindastóll hafi ekki tekist að ráðskast með hans menn eins og svo oft áður í leikjum þessara liða. „Ég er ótrúlega glaður og við vorum að leggja vel í púkkið í fyrri hálfleik,“ sagði Hrafn og bætti við að honum fannst Stjörnumenn hafa átt að vera með stærri forystu eftir fyrri hálfleikinn. „Við áttum að vera í betri stöðu. Þeir voru að skjóta niður þristum með mann í andlitinu og taka tíu sóknarfráköst og skora eftir það. Það var ekki mikið af stigum eftir uppstilltar sóknir frá þeim.“ „En endurkoman hjá þeim var fyrirséð. Þeir búa yfir það miklum styrk að það þarf ekki að gefa eftir í margar mínútur til að leyfa þeim að koma til baka. Ég var ánægður með að við náðum að vinna okkur út úr því og klára leikinn.“ Hrafn var ánægður með sigurinn en ekki að hans menn hafi ekki spilað leikkerfin sem stillt var upp með í lokasóknum leiksins. „Ég þarf aðeins að skamma þá núna. Það er helvíti hart að eyða leikhléi að teikna kerfi sem þeir virðast gleyma þegar boltinn fer í leik. Í tvígang taka þeir ranga ákvörðun og Tómas Heiðar ryksugaði upp þennan sigur fyrir okkur.“ Hann vill ekkert heyra um að Stjarnan sé nú komin í toppbaráttu deildarinnar. „Það hefur ekkert verið talað um Stjörnuna hingað til í því samhengi og ég vil halda því þannig. Liðin sem við erum að spila við eiga bara alltaf sinn versta dag.“Arnþór Freyr: Mætti með kassann úti Arnþór Freyr Guðmundsson átti fínan leik með Stjörnunni en hann er nýkominn til liðsins eftir að samningur hans við Tindastól var rift af fjárhagsástæðum, eins og greint var frá á sínum tíma. „Þetta var extra sætt. Ég ákvað að vera ekkert að spá í fortíðinni lengur og mæta inn í þennan leik með kassann úti. Ég ætlaði að sýna úr hverju ég er gerður og nú ætla ég bara að einbeita mér að því að vinna sigra með Stjörnunni.“ Arnþór Freyr skoraði góða þriggja stiga körfu í fyrri hálfleik sem gaf honum mikið fyrir framhaldið. „Það var gott. Ég er varla kominn með kerfin á hreint og þetta skilaði sér. Ég er ánægður með minn leik þrátt fyrir að ég skoraði ekki mikið og var grimmur í vörninni.“ Tindastóll kom inn í síðari hálfleikinn af miklum krafti og lokamínúturnar voru æsispennandi. „Það vita allir að Tindastóll er með gott lið og við vissum að þeir kæmu til baka. Við ætluðum að svara því og við gerðum það. Það sýnir úr hverjum við erum gerðir.“ Hann segir að viðskilnaður við Tindastól hafi verið góður og gaman að hitta hans gömlu liðsfélaga í kvöld. „Í rauninni ætla ég bara að einbeita mér að Stjörnunni. Ég hef ekkert slæmt að segja um neinn hjá Tindastóli.“Helgi Rafn: Hill á heiðinni Fyrirliðinn Helgi Rafn Viggósson var langbesti maður Tindastóls í kvöld en félagar hans vöknuðu til lífsins í fjórða leikhluta og voru nálægt því að fara alla leið og vinna Stjörnuna í Garðabæ. Hann segir að eftir slæman fyrri hálfleik hafi hans menn farið vel yfir hlutina fyrir þann síðari. „Við gerðum það sem við áttum að gera. Fórum að spila okkar vörn og spila okkar bolta. Þá uppskárum eins og við vildum,“ segir Helgi Rafn sem sagði erfitt að meta nákvæmlega hvað fór með leikinn fyrir þá í lokin. „Villa hér, þriggja stiga skot þar. Maður getur endalaust talið upp atriði. En maður skýtur boltanum til að skora stig en svona fór þetta bara núna. Við getum tekið þennan seinni hálfleik með okkur heim og byggt á honum.“ Gestirnir voru ekki ánægðir með dómgæsluna á löngum köflum í kvöld en Helgi Rafn gerði lítið úr þætti dómaranna. „Það er alltaf hægt að gagnrýna dómgæsluna eitthvað en við töpuðum ekki þessum leik út af dómgæslu. Það er dæmt á bæði lið og þetta bara fór svona í dag.“ Jerome Hill var stigalaus í fyrri hálfleik og gerði ekki mikið fyrr en í fjórða leikhluta, er hann vaknaði skyndilega til lífsins. „Það er rétt. Hann hafði ekki átt góðan dag en vonandi nær hann að rífa sig upp. Hann á miklu meira inni. Kannski hefur hann bara verið enn þá á heiðinni framan af leik,“ sagði Helgi Rafn og hló.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira