Einar Mikael töframaður hjólar í listamannalaunin: Hvetur til sniðgöngu á verkum þeirra rithöfunda sem mest hafa fengið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2016 14:00 Einar Mikael Sverrison, betur þekktur sem Einar Mikael töframaður. Vísir/Vilhelm „Ég hvet alla Íslendinga til að sniðganga bækur þessara rithöfunda, bæði þær sem komið hafa út og þær sem koma munu út á árinu, afþakki þeir ekki listamannalaunin nú og framvegis.“ Þetta skrifar Einar Mikael Sverrison, betur þekktur sem Einar Mikael töframaður, á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá rithöfunda sem hann nefnir áskrifendur að listamannalaunum en líkt og úttekt Fréttablaðsins leiddi í ljós hafa ellefu rithöfundar fengið úthlutað listamannalaunum í níu ár eða lengur á síðustu tíu árum.Sjá einnig: Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug„Það sem vantar inn í þá tölu sem bætist við laun rithöfundanna eru tekjurnar sem þeir fá af sölu bóka og má því gera ráð fyrir að heildartalan sem bætist við milljónirnar 35 til 40 sem þeir myndu fá yrði að minnsta kosti 15 til 27 prósent ofan á. Það væru því á bilinu 4 til 10 milljónir sem hver og einn fengi,“ skrifar Einar Mikael sem segist ekki sækjast eftir styrkjum á borð við listamannalaun þrátt fyrir að vera einn af afkastamestu listamönnum landsins. Þeir listamenn sem hafa hlotið hæstu listamannalaunin undanfarin ár. Smella má á myndina til að sjá hana í stærri útgáfu.„Þeir rithöfundar sem hér um ræðir afkasta sorglega litlu miðað við þau laun og tíma sem þeir fá,“ skrifar Einar Mikael sem segist sjálfur meðal annars geta gefið út 40-50 bækur og haldið 1400 töfrasýningar fengi hann 300-500 þúsundur krónur á mánuðu næstu tíu árin.Sjá einnig: Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árumÍ pistli sínum gagnrýnir Einar Mikael að ríkið greiði út listamannalaun ár eftir ár til sömu aðila og bendir á að fjármunir ríkisins væri betur nýttir á öðrum sviðum. „Á sama tíma er heilbrigðiskerfið okkar svelt fjárhagslega, fátækt blasir við íslenskum fjölskyldum, íslenska krónan flýtur um á síðasta björgunarhringnum, elítan hirðir fiskinn okkar, vatnsréttindi eru seld úr landi, ellilífeyrisþegar eiga vart fyrir lyfjunum sínum og millistéttin er skattpínd upp í rjáfur.“Sjá einnig: Listamannalaunþegar ársins 2016Einar Mikael hvetur landsmenn alla til þess að sniðganga bækur þeirra rithöfunda sem fái listamannalaun ár eftir ár. Þá nefnir hann að Halldór Laxness hafi ekki þegið listamannalaun en rétt er að halda því til haga að Nóbelsverðlaunahafinn þáði listamannalaun um árabil. „Ég hvet alla Íslendinga til að sniðganga bækur þessara rithöfunda, bæði þær sem komið hafa út og þær sem koma munu út á árinu, afþakki þeir ekki listamannalaunin nú og framvegis.“ Pistil Einars Mikaels má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Mér þykir mjög hryggilegt að lesa um rithöfundana sem hafa verið áskrifendur að listamannalaunum síðastliðin 10 ár og...Posted by Einar Mikael töframaður on Saturday, 16 January 2016Uppfært klukkan 15:20 Fréttin uppfærð með upplýsingum um listamannalaun Halldórs Laxness. Listamannalaun Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
„Ég hvet alla Íslendinga til að sniðganga bækur þessara rithöfunda, bæði þær sem komið hafa út og þær sem koma munu út á árinu, afþakki þeir ekki listamannalaunin nú og framvegis.“ Þetta skrifar Einar Mikael Sverrison, betur þekktur sem Einar Mikael töframaður, á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá rithöfunda sem hann nefnir áskrifendur að listamannalaunum en líkt og úttekt Fréttablaðsins leiddi í ljós hafa ellefu rithöfundar fengið úthlutað listamannalaunum í níu ár eða lengur á síðustu tíu árum.Sjá einnig: Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug„Það sem vantar inn í þá tölu sem bætist við laun rithöfundanna eru tekjurnar sem þeir fá af sölu bóka og má því gera ráð fyrir að heildartalan sem bætist við milljónirnar 35 til 40 sem þeir myndu fá yrði að minnsta kosti 15 til 27 prósent ofan á. Það væru því á bilinu 4 til 10 milljónir sem hver og einn fengi,“ skrifar Einar Mikael sem segist ekki sækjast eftir styrkjum á borð við listamannalaun þrátt fyrir að vera einn af afkastamestu listamönnum landsins. Þeir listamenn sem hafa hlotið hæstu listamannalaunin undanfarin ár. Smella má á myndina til að sjá hana í stærri útgáfu.„Þeir rithöfundar sem hér um ræðir afkasta sorglega litlu miðað við þau laun og tíma sem þeir fá,“ skrifar Einar Mikael sem segist sjálfur meðal annars geta gefið út 40-50 bækur og haldið 1400 töfrasýningar fengi hann 300-500 þúsundur krónur á mánuðu næstu tíu árin.Sjá einnig: Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árumÍ pistli sínum gagnrýnir Einar Mikael að ríkið greiði út listamannalaun ár eftir ár til sömu aðila og bendir á að fjármunir ríkisins væri betur nýttir á öðrum sviðum. „Á sama tíma er heilbrigðiskerfið okkar svelt fjárhagslega, fátækt blasir við íslenskum fjölskyldum, íslenska krónan flýtur um á síðasta björgunarhringnum, elítan hirðir fiskinn okkar, vatnsréttindi eru seld úr landi, ellilífeyrisþegar eiga vart fyrir lyfjunum sínum og millistéttin er skattpínd upp í rjáfur.“Sjá einnig: Listamannalaunþegar ársins 2016Einar Mikael hvetur landsmenn alla til þess að sniðganga bækur þeirra rithöfunda sem fái listamannalaun ár eftir ár. Þá nefnir hann að Halldór Laxness hafi ekki þegið listamannalaun en rétt er að halda því til haga að Nóbelsverðlaunahafinn þáði listamannalaun um árabil. „Ég hvet alla Íslendinga til að sniðganga bækur þessara rithöfunda, bæði þær sem komið hafa út og þær sem koma munu út á árinu, afþakki þeir ekki listamannalaunin nú og framvegis.“ Pistil Einars Mikaels má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Mér þykir mjög hryggilegt að lesa um rithöfundana sem hafa verið áskrifendur að listamannalaunum síðastliðin 10 ár og...Posted by Einar Mikael töframaður on Saturday, 16 January 2016Uppfært klukkan 15:20 Fréttin uppfærð með upplýsingum um listamannalaun Halldórs Laxness.
Listamannalaun Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira