Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ingvar Haraldsson skrifar 15. janúar 2016 07:00 Þau sem fengu mest síðustu tíu ár. Upphæðirnar eru uppreiknaðar miðað við vísitölu neysluverðs. Þeir listamenn sem hlotið hafa hæstu listamannalaunin síðasta áratug eru allir rithöfundar. Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, bendir á að í öðrum launasjóðum en hjá rithöfundum sé jafnframt verkefnissjóður þar sem listamenn geti fengið bæði laun og verkefnisstyrk. Fjórir rithöfundar hafa fengið úthlutuð listamannalaun allt árið samfleytt síðasta áratug. Alls hafa ellefu rithöfundar fengið úthlutað listamannalaunum í níu ár eða lengur síðustu tíu árum. „Ég held að menn verði að líta til verka þessara listamanna og leyfa þeim að svara fyrir sig,“ segir Bryndís. „Að baki hverri umsókn liggur verkefni til grundvallar sem matið byggir fyrst og fremst á. Menn fá ekki úthlutað til tíu ára á einu bretti. Þessir listamenn hafa þurft að sækja um aftur og aftur og fengið umsóknir sínar samþykktar,“ segir Bryndís.Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, segir Íslendinga fá mikið fyrir þau listamannalaun sem greidd séu.Miðað við framvinduskýrslur sem listamenn hafa skilað og Bryndís hefur lesið segir hún Íslendinga fá mikið fyrir peningana því fjárhæðin sem listamenn fái greidda sé ekki há. Í ár nema listamannalaun, sem eru líkt og fyrri ár verktakalaun, 351.400 krónum á mánuði. Bryndís segir það ekki koma á óvart að ásakanir um að ákveðinn hópur sitji að listamannalaunum séu uppi þegar úthlutanir síðustu ára séu skoðaðar. „Hins vegar er þetta faglegt mat og þá væntanlega byggt á verkefni og frammistöðu viðkomandi listamanns. Það verður þá bara að segjast eins og er að þetta séu góðir listamenn að mati úthlutunarnefndar sem er í stöðugri breytingu því fólk má ekki sitja lengur en þrjú ár.“ Þá segist Bryndís harma þá óvægnu umræðu sem hafi verið í garð úthlutunarnefndar rithöfundalauna, sem sé bundin þagnarskyldu og geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Allir aðalmenn í í stjórn Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) fengu úthlutað árs listmannalaunum af úthlutunarnefnd sem stjórnin valdi sjálf. „Stjórn sjóðsins hefur farið yfir þessar úthlutanir og það er alveg yfir allan vafa hafið að þær voru unnar á faglegum forsendum og af heilindum. Mér finnst þau ekki hafa mætt réttmætri umfjöllun þó svo óheppilega hafa viljað til varðandi tengingar við úthlutun til stjórnar RSÍ.“ Bryndís segist óttast að afar erfitt verði að fá fólk í valnefndir í framtíðinni vegna umræðunnar sem geisi um störf nefndarmannanna. Hún á þó von á því að verklagið við val á úthlutunarnefndum verði skoðað á næstunni. „Ég býst við að fagfélögin endurskoði verklagsreglur sínar varðandi úthlutunarnefndir í kjölfar þessarar umræðu,“ segir Bryndís. Launasjóður rithöfunda er stærsti sjóðurinn, en 531 mánaðarlaunum var úthlutað úr honum í ár. Næstur kemur launasjóður myndlistarmanna þaðan sem úthlutað var 435 mánaðarlaunum. Tengdar fréttir Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Þeir listamenn sem hlotið hafa hæstu listamannalaunin síðasta áratug eru allir rithöfundar. Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, bendir á að í öðrum launasjóðum en hjá rithöfundum sé jafnframt verkefnissjóður þar sem listamenn geti fengið bæði laun og verkefnisstyrk. Fjórir rithöfundar hafa fengið úthlutuð listamannalaun allt árið samfleytt síðasta áratug. Alls hafa ellefu rithöfundar fengið úthlutað listamannalaunum í níu ár eða lengur síðustu tíu árum. „Ég held að menn verði að líta til verka þessara listamanna og leyfa þeim að svara fyrir sig,“ segir Bryndís. „Að baki hverri umsókn liggur verkefni til grundvallar sem matið byggir fyrst og fremst á. Menn fá ekki úthlutað til tíu ára á einu bretti. Þessir listamenn hafa þurft að sækja um aftur og aftur og fengið umsóknir sínar samþykktar,“ segir Bryndís.Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, segir Íslendinga fá mikið fyrir þau listamannalaun sem greidd séu.Miðað við framvinduskýrslur sem listamenn hafa skilað og Bryndís hefur lesið segir hún Íslendinga fá mikið fyrir peningana því fjárhæðin sem listamenn fái greidda sé ekki há. Í ár nema listamannalaun, sem eru líkt og fyrri ár verktakalaun, 351.400 krónum á mánuði. Bryndís segir það ekki koma á óvart að ásakanir um að ákveðinn hópur sitji að listamannalaunum séu uppi þegar úthlutanir síðustu ára séu skoðaðar. „Hins vegar er þetta faglegt mat og þá væntanlega byggt á verkefni og frammistöðu viðkomandi listamanns. Það verður þá bara að segjast eins og er að þetta séu góðir listamenn að mati úthlutunarnefndar sem er í stöðugri breytingu því fólk má ekki sitja lengur en þrjú ár.“ Þá segist Bryndís harma þá óvægnu umræðu sem hafi verið í garð úthlutunarnefndar rithöfundalauna, sem sé bundin þagnarskyldu og geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Allir aðalmenn í í stjórn Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) fengu úthlutað árs listmannalaunum af úthlutunarnefnd sem stjórnin valdi sjálf. „Stjórn sjóðsins hefur farið yfir þessar úthlutanir og það er alveg yfir allan vafa hafið að þær voru unnar á faglegum forsendum og af heilindum. Mér finnst þau ekki hafa mætt réttmætri umfjöllun þó svo óheppilega hafa viljað til varðandi tengingar við úthlutun til stjórnar RSÍ.“ Bryndís segist óttast að afar erfitt verði að fá fólk í valnefndir í framtíðinni vegna umræðunnar sem geisi um störf nefndarmannanna. Hún á þó von á því að verklagið við val á úthlutunarnefndum verði skoðað á næstunni. „Ég býst við að fagfélögin endurskoði verklagsreglur sínar varðandi úthlutunarnefndir í kjölfar þessarar umræðu,“ segir Bryndís. Launasjóður rithöfunda er stærsti sjóðurinn, en 531 mánaðarlaunum var úthlutað úr honum í ár. Næstur kemur launasjóður myndlistarmanna þaðan sem úthlutað var 435 mánaðarlaunum.
Tengdar fréttir Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23
Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39
Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00