Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2016 12:58 Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. Hann er búinn að spila um 90 mínútur af þeim 120 mínútum sem búnar eru af mótinu. „Nóttin var ágæt. Það var erfitt að sofna og líka erfitt að vakna,“ segir Alexander er Vísir hitti á hann í hádeginu í dag. „Líkaminn er allt í lagi. Meiðslin eru ekki eins slæm og ég hélt að þau væru.“Sjá einnig: Lexi spilað þrisvar sinnum meira en lagt var upp með Alexander er mikill stríðsmaður og gefur sig alla í leikina þó svo hann sé þjáður. „Ég er búinn að spila aðeins of mikið en er enn í góðu standi. Við höldum þessu áfram og sjáum svo til hvernig þetta verður. Ég verð „all in“. Það er bara allt eða ekkert,“ segir Alexander en hann bíður spenntur eftir leiknum mikilvæga gegn Króatíu á morgun. „Það er skemmtilegt að gefa allt í leikinn og sjá svo til hvað gerist. Króatar eru með sterkt lið. Þeir eru ekki eins góðir og þeir voru áður en eru samt með hörkulið.“ Sjá má viðtalið við Alexander í heild sinni hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Velja alltaf Krýsuvíkurleiðina Að fara auðveldu leiðina á stórmóti hefur aldrei verið leið strákanna okkar. Á því verður engin breyting á EM í Póllandi eftir ótrúlegt 39-38 tap fyrir Hvít-Rússum. Vörn íslenska liðsins var hrein hörmung í leiknum. 18. janúar 2016 06:00 Guðjón Valur reiður eftir tapið í gær Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var vonsvikinn með leik íslenska liðsins gegn Hvít-Rússum og segir íslensku leikmennina ekki vera að taka skynsamalegar ákvarðanir og kallar eftir meira aga. 18. janúar 2016 07:00 Allt eða ekkert gegn Króatíu ef Noregur vinnur Hvíta-Rússland Það getur brugðið til beggja vona ef Norðmenn vinna Hvít-Rússa á morgun. 18. janúar 2016 10:45 Strákarnir bættu eigið markamet á EM 77 mörk voru skoruð í leik Íslands og Hvíta-Rússlands í gær sem er met á EM í handbolta. 18. janúar 2016 10:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. Hann er búinn að spila um 90 mínútur af þeim 120 mínútum sem búnar eru af mótinu. „Nóttin var ágæt. Það var erfitt að sofna og líka erfitt að vakna,“ segir Alexander er Vísir hitti á hann í hádeginu í dag. „Líkaminn er allt í lagi. Meiðslin eru ekki eins slæm og ég hélt að þau væru.“Sjá einnig: Lexi spilað þrisvar sinnum meira en lagt var upp með Alexander er mikill stríðsmaður og gefur sig alla í leikina þó svo hann sé þjáður. „Ég er búinn að spila aðeins of mikið en er enn í góðu standi. Við höldum þessu áfram og sjáum svo til hvernig þetta verður. Ég verð „all in“. Það er bara allt eða ekkert,“ segir Alexander en hann bíður spenntur eftir leiknum mikilvæga gegn Króatíu á morgun. „Það er skemmtilegt að gefa allt í leikinn og sjá svo til hvað gerist. Króatar eru með sterkt lið. Þeir eru ekki eins góðir og þeir voru áður en eru samt með hörkulið.“ Sjá má viðtalið við Alexander í heild sinni hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Velja alltaf Krýsuvíkurleiðina Að fara auðveldu leiðina á stórmóti hefur aldrei verið leið strákanna okkar. Á því verður engin breyting á EM í Póllandi eftir ótrúlegt 39-38 tap fyrir Hvít-Rússum. Vörn íslenska liðsins var hrein hörmung í leiknum. 18. janúar 2016 06:00 Guðjón Valur reiður eftir tapið í gær Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var vonsvikinn með leik íslenska liðsins gegn Hvít-Rússum og segir íslensku leikmennina ekki vera að taka skynsamalegar ákvarðanir og kallar eftir meira aga. 18. janúar 2016 07:00 Allt eða ekkert gegn Króatíu ef Noregur vinnur Hvíta-Rússland Það getur brugðið til beggja vona ef Norðmenn vinna Hvít-Rússa á morgun. 18. janúar 2016 10:45 Strákarnir bættu eigið markamet á EM 77 mörk voru skoruð í leik Íslands og Hvíta-Rússlands í gær sem er met á EM í handbolta. 18. janúar 2016 10:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Velja alltaf Krýsuvíkurleiðina Að fara auðveldu leiðina á stórmóti hefur aldrei verið leið strákanna okkar. Á því verður engin breyting á EM í Póllandi eftir ótrúlegt 39-38 tap fyrir Hvít-Rússum. Vörn íslenska liðsins var hrein hörmung í leiknum. 18. janúar 2016 06:00
Guðjón Valur reiður eftir tapið í gær Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var vonsvikinn með leik íslenska liðsins gegn Hvít-Rússum og segir íslensku leikmennina ekki vera að taka skynsamalegar ákvarðanir og kallar eftir meira aga. 18. janúar 2016 07:00
Allt eða ekkert gegn Króatíu ef Noregur vinnur Hvíta-Rússland Það getur brugðið til beggja vona ef Norðmenn vinna Hvít-Rússa á morgun. 18. janúar 2016 10:45
Strákarnir bættu eigið markamet á EM 77 mörk voru skoruð í leik Íslands og Hvíta-Rússlands í gær sem er met á EM í handbolta. 18. janúar 2016 10:00