Illugi vill nýta bæði möguleika innan kerfis og utan til að bæta lestrarkunnáttu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. janúar 2016 14:48 Illugi sagði óásættanlega stöðu uppi er varðar lestrarkunnáttu íslenskra barna. Vísir/Daníel Nýta verður alla krafta og hugmyndir til að finna leiðir til að bæta lestrarkunnáttu íslenskra ungmenna. Þetta kom fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Illuga út í hvort rétt væri eftir honum haft í Viðskiptablaðinu um að hann teldi skólakerfið ekki geta sjálft leysa þann vanda sem blasi við í lestrarkunnáttu barna og ungmenna. Blaðið birti ummæli sem hann lét falla í ræðu í tilefni af útgáfu lestrarforritsins Study Cake þar sem ráðherrann gagnrýndi hið opinbera skólakerfi: „Skólakerfið sjálft leysir þennan vanda ekki sjálft. Opinbera kerfið er ekki svo gott í að koma með nýjungar - og raunar er það frekar lélegt í því.“Katrín bað um skýr svör.Vísir/DaníelIllugi sagði einfaldlega slæma stöðu blasa við. „Nú er svo komið þegar maður skoðar tölurnar að það er eins og krakkarnir sem tóku prófið árið 2012 hafi verið hálfu áru skemur í skóla heldur en krakkarnir sem tóku prófið árið 2000. En öll vitum við að sú er ekki raunin,“ sagði hann. Hann vitnaði svo í tölur um að 30 prósent drengja og tólf prósent stúlkna gætu ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. „Ég hefði áhuga á því að heyra það frá háttvirtum þingmanni og fyrrverandi hæstvirtum ráðherra málaflokksins hvort að háttvirtur þingmaður sé þeirrar skoðunar að við getum sagt við foreldra til dæmis þeirra drengja sem ekki getað lesið sér til gangs í lok grunnskóla að við séum sátt við þá niðurstöðu, að okkur finnist okkur hafa tekist mjög vel upp hvað varðar nám þessara barna,“ sagði hann. Katrín sagði augljóst að „Það er alveg rétt að við hefðum viljað sjá betri árangur í lestri en við höfum líka náð mjög góðum árangri á ýmsum öðrum sviðum, sem hæstvirtur ráðherra kýs að nefna ekki hér,“ sagði hún. Katrín vildi meðal annars frá svör frá ráðherranum um hvort hann sæi fyrir sér að leysa þennan vanda með aukinni einkavæðingu skólakerfisins. Illugi sagði að málið snerist í raun bara um eitt; að ná þeim árangri sem við þurfum að ná þegar kemur að menntun barnanna okkar. „Niðurstaðan liggur fyrir og þess vegna þurfum við að breyta og við þurfum að nýta sem best alla krafta og allar hugmyndir og alla möguleika, bæði innan kerfis og utan, til að láta þessa stöðu ekki standa. Hún er óásættanleg,“ sagði Illugi að lokum í svarinu. Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Nýta verður alla krafta og hugmyndir til að finna leiðir til að bæta lestrarkunnáttu íslenskra ungmenna. Þetta kom fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Illuga út í hvort rétt væri eftir honum haft í Viðskiptablaðinu um að hann teldi skólakerfið ekki geta sjálft leysa þann vanda sem blasi við í lestrarkunnáttu barna og ungmenna. Blaðið birti ummæli sem hann lét falla í ræðu í tilefni af útgáfu lestrarforritsins Study Cake þar sem ráðherrann gagnrýndi hið opinbera skólakerfi: „Skólakerfið sjálft leysir þennan vanda ekki sjálft. Opinbera kerfið er ekki svo gott í að koma með nýjungar - og raunar er það frekar lélegt í því.“Katrín bað um skýr svör.Vísir/DaníelIllugi sagði einfaldlega slæma stöðu blasa við. „Nú er svo komið þegar maður skoðar tölurnar að það er eins og krakkarnir sem tóku prófið árið 2012 hafi verið hálfu áru skemur í skóla heldur en krakkarnir sem tóku prófið árið 2000. En öll vitum við að sú er ekki raunin,“ sagði hann. Hann vitnaði svo í tölur um að 30 prósent drengja og tólf prósent stúlkna gætu ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. „Ég hefði áhuga á því að heyra það frá háttvirtum þingmanni og fyrrverandi hæstvirtum ráðherra málaflokksins hvort að háttvirtur þingmaður sé þeirrar skoðunar að við getum sagt við foreldra til dæmis þeirra drengja sem ekki getað lesið sér til gangs í lok grunnskóla að við séum sátt við þá niðurstöðu, að okkur finnist okkur hafa tekist mjög vel upp hvað varðar nám þessara barna,“ sagði hann. Katrín sagði augljóst að „Það er alveg rétt að við hefðum viljað sjá betri árangur í lestri en við höfum líka náð mjög góðum árangri á ýmsum öðrum sviðum, sem hæstvirtur ráðherra kýs að nefna ekki hér,“ sagði hún. Katrín vildi meðal annars frá svör frá ráðherranum um hvort hann sæi fyrir sér að leysa þennan vanda með aukinni einkavæðingu skólakerfisins. Illugi sagði að málið snerist í raun bara um eitt; að ná þeim árangri sem við þurfum að ná þegar kemur að menntun barnanna okkar. „Niðurstaðan liggur fyrir og þess vegna þurfum við að breyta og við þurfum að nýta sem best alla krafta og allar hugmyndir og alla möguleika, bæði innan kerfis og utan, til að láta þessa stöðu ekki standa. Hún er óásættanleg,“ sagði Illugi að lokum í svarinu.
Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira