Umfjöllun og viðtöl: Snæfell 90 - 89 Höttur | Mikilvægur sigur hjá Snæfell í Stykkishólmi Daníel Rúnarsson í Stykkishólmi skrifar 19. janúar 2016 19:45 Sigurður Þorvaldsson skoraði síðustu tvö stig Snæfells. Vísir/Stefán Lið Snæfells vann í kvöld afar mikilvægan sigur á Hetti frá Egilsstöðum í Dominos-deild karla, 90-89. Mikil spenna var í leiknum allt frá upphafi til enda og afar mjótt á mununum. Eins og svo oft áður í vetur komu leikmenn Hattar vel innstilltir til leiks og náðu fljótt sex stiga forystu. En eins og svo oft áður var forystan fljót að fara frá þeim og jöfnuðu heimamenn stöðuna í 9-9. Í takt við bætt spil Hattar í undanförnum leikjum tókst þeim að setja saman annað áhlaup og breyttu stöðunni í 9-17. Snæfellingar reyndu hvað þeir gátu að svara áhlaupi gestanna en komust lítið áfram, staðan 16-22 eftir 1. leikhluta. Snæfellingar byrjuðu 2. leikhluta vel og hófu að saxa á forystu gestanna. Lítil gæði voru þó í leik beggja liða og minnti á stundum helst á götubolta þar sem sá sem hafði boltann hverju sinni tók annað hvort skot eða reyndi að hnoða sér leið að körfunni. Um miðbik leikhlutans komust Snæfellingar yfir í fyrsta skipti og virtust í framhaldinu ætla að stinga af. Í stöðunni 43-34 tók Viðar þjálfari Hattar leikhlé sem skilaði sínu. Tveir snöggir þristar komu gestunum aftur inn í leikinn en lokakarfa fyrri hálfleiks féll Snæfellsmegin og leiddu þeir 45-40 í hálfleik. Snæfellingar héldu uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleiks. Voru ávallt nokkrum skrefum á undan gestunum sem þrátt fyrir fín áhlaup, mestmegnis í boði Tobin Carberry, komust aldrei nær en 5 stig. Fjórði leikhluti fór rólega af stað hjá öllum leikmönnum nema Tobin Carberry sem raðaði niður stigunum fyrir gestina. Óteljandi áhlaupum hans var svarað jafnharðan af Snæfellingum og sveiflaðist forystan á milli liða allan leikhlutann. Sigurður Þorvaldsson skoraði síðustu tvö stig Snæfells af vítalínunni og kórónaði þar með flottan leik sinn og tryggði Snæfellingum sigurinn. Höttur fékk þó tækifæri í lokasókninni til að stela sigrinum en Hreini Birgissyni brást bogalistin og stigin tvö því Hólmara. Leikurinn minnti oft og tíðum frekar á götubolta en skipulagðan körfubolta í efstu deild. Leikmenn hnoðuðust mest megnis einn á einn sem hefur sjaldan gefið góða raun í íslenskum körfubolta. Tobin Carberry var manna líflegastur hjá gestunum með 40 stig. Frábær íþróttamaður þar á ferð sem þarf einfaldlega meiri aðstoð frá félögum sínum. Með sigrinum dýpkar enn holan sem Hattar-menn hafa komið sér í og fall í fyrstu deild blasir við liðinu. Snæfellingar hafa hinsvegar komið sér þægilega langt frá fallbaráttunni og eru vafalaust farnir að láta sig dreyma um úrslitakeppni í vor. Viðtöl væntanleg innan skamms. Það er hægt að sjá textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum hér fyrir neðan.Textalýsing: Snæfell - HötturIngi þjálfari Snæfells: Tek glaður þessi sigurtár Ingi fékk hitakrem í augað undir lok leiksins og felldi því tár í viðtali við undirritaðan. "Ég skal samt alveg taka þessu sem sigurtárum. Ég er gjörsamlega búinn á því." sagði Ingi kófsveittur og örmagna að leik loknum. "Við vorum komnir með þægilega stöðu, 13-14 stiga forystu, en þá var okkur bara fyrirmunað að stíga menn út og þeir fengu 15 stig úr sóknarfráköstum. Og alltaf var Tobin Carberry opin, ég var mjög ósáttur við það. En ég var ánægður með Akureyringinn og New York búann (innskot: Stefán Karel og Sherrod Wright) sem lokuðu á Tobin í lokasókninni hjá þeim sem tryggði okkur sigurinn." Á mikilvægum augnablikum komu varamenn Snæfells til bjargar og má með sanni segja að þeir hafi verið munurinn á liðunum í kvöld. "Við fengum frábært framlag af bekknum. Birkir kom inn og setti þrist enda deadly skytta, Jón Páll kom sterkur líka eftir meiðsli og ég er stoltur af þessum mönnum sem komu inn og mér fannst bekkurinn okkar gera gæfumuninn í kvöld. Svo var mjög ánægjulegt að sjá Sigga Þorvalds aftur sem þann Sigga Þorvalds sem við þekkjum. " En eru Snæfellingar sloppnir við fallið eftir þennan sigur? "Þetta var þeirra síðasta tækifæri til að soga okkur niður í fallbaráttuna en við tókum stórt skref í hina áttina, að sækja á úrslitakeppnina. Ég held að við séum 3-4 sigrum frá því að komast þangað og við eigum nokkra heimaleiki eftir." sagði Ingi að lokum.Viðar: Óþolandi helvítis, helvíti. Viðar þjálfari Hattar var ekki upplitsdjarfur í leiks lok eftir að hafa tapað með minnsta mun. "Já já, þetta er bara eins tæpt og það verður og það ekki í fyrsta skipti. Óþolandi helvítis, helvíti." "Mér fannst við bara ekkert leggja á okkur né fara eftir upplegginu hvorki varnarlega né sóknarlega. Við gerðum bara smábarnamistök í vörninni og þá fer þetta svona. Við ætluðum að byggja á síðustu tveimur leikjum sem við spiluðum vel en Snæfellsliðið spilaði vel og þeir kláruðu þetta bara, en við gáfum þeim líka færi á því." sagði Viðar hundfúll. Með tapinu færast Hattar menn fjær og fjær því að spila í efstu deild, er Viðar búinn að gefast upp í fallbaráttunni? "Þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara að minnsta kosti. Við höfum ekkert verið að glápa á töfluna núna eftir áramót og pæla eitthvað í þvi. Við ætluðum bara að vinna í okkar leik og gera betur og betur, þetta var að þróast ágætlega en svo kemur þetta og við fórum ekki eftir neinu sem upp var lagt." Höttur fékk færi á að vinna leikinn í lokasókninni en mistókst ætlunarverkið. "Við ætluðum að hlaupa pick n roll á toppinn með Tobin og Mirko en við fórum illa að ráði okkar og þeir náðu að loka á okkur og við fórum í vont skot. Ég hef það samt á tilfinningunni að þessi leikur hefði ekki átt að koma niður á lokasókninni eins og svo margir aðrir í vetur. En við erum ekki nógu snjallir og erum ennþá að læra." sagði Viðar að lokum á leið í langt ferðalag aftur austur á Egilsstaði.Siggi Þorvalds: Tileinka yfirmanni mínum að austan sigurinn Sigurður Þorvaldsson var einn af betri mönnum Snæfells í sigrinum í kvöld og var að vonum ánægður í leikslok. "Hörkuleikur, þeir hafa verið mjög góðir eftir áramót og við lentum líka í hörkuleik við þá í fyrri umferðinni. Ég held að það sé samt enginn glaðari en yfirmaður minn sem er að austan, þessi sigur er tileinkaður henni." sagði Sigurður kaldhæðinn eftir leik. Sigurður hefur glímt við meiðsli í kálfa á tímabilinu en virðist vera að hrista þau meiðsli af sér. "Ég er allur að verða betri. Jólafríið kom á frábærum tíma fyrir mig og ég hef náð að æfa núna eftir áramót, sem ég gerði ekkert af fyrir jól." Eru Snæfellingar lausir við falldrauginn eftir þennan sigur, hvert stefna Hólmarar nú? "Við viljum bara halda okkur uppi í deildinni, erum ekkert að fara fram úr okkur með það. En ef við komumst á smá skrið þá er stutt á milli og aldrei að vita." sagði Sigurður að lokum.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Lið Snæfells vann í kvöld afar mikilvægan sigur á Hetti frá Egilsstöðum í Dominos-deild karla, 90-89. Mikil spenna var í leiknum allt frá upphafi til enda og afar mjótt á mununum. Eins og svo oft áður í vetur komu leikmenn Hattar vel innstilltir til leiks og náðu fljótt sex stiga forystu. En eins og svo oft áður var forystan fljót að fara frá þeim og jöfnuðu heimamenn stöðuna í 9-9. Í takt við bætt spil Hattar í undanförnum leikjum tókst þeim að setja saman annað áhlaup og breyttu stöðunni í 9-17. Snæfellingar reyndu hvað þeir gátu að svara áhlaupi gestanna en komust lítið áfram, staðan 16-22 eftir 1. leikhluta. Snæfellingar byrjuðu 2. leikhluta vel og hófu að saxa á forystu gestanna. Lítil gæði voru þó í leik beggja liða og minnti á stundum helst á götubolta þar sem sá sem hafði boltann hverju sinni tók annað hvort skot eða reyndi að hnoða sér leið að körfunni. Um miðbik leikhlutans komust Snæfellingar yfir í fyrsta skipti og virtust í framhaldinu ætla að stinga af. Í stöðunni 43-34 tók Viðar þjálfari Hattar leikhlé sem skilaði sínu. Tveir snöggir þristar komu gestunum aftur inn í leikinn en lokakarfa fyrri hálfleiks féll Snæfellsmegin og leiddu þeir 45-40 í hálfleik. Snæfellingar héldu uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleiks. Voru ávallt nokkrum skrefum á undan gestunum sem þrátt fyrir fín áhlaup, mestmegnis í boði Tobin Carberry, komust aldrei nær en 5 stig. Fjórði leikhluti fór rólega af stað hjá öllum leikmönnum nema Tobin Carberry sem raðaði niður stigunum fyrir gestina. Óteljandi áhlaupum hans var svarað jafnharðan af Snæfellingum og sveiflaðist forystan á milli liða allan leikhlutann. Sigurður Þorvaldsson skoraði síðustu tvö stig Snæfells af vítalínunni og kórónaði þar með flottan leik sinn og tryggði Snæfellingum sigurinn. Höttur fékk þó tækifæri í lokasókninni til að stela sigrinum en Hreini Birgissyni brást bogalistin og stigin tvö því Hólmara. Leikurinn minnti oft og tíðum frekar á götubolta en skipulagðan körfubolta í efstu deild. Leikmenn hnoðuðust mest megnis einn á einn sem hefur sjaldan gefið góða raun í íslenskum körfubolta. Tobin Carberry var manna líflegastur hjá gestunum með 40 stig. Frábær íþróttamaður þar á ferð sem þarf einfaldlega meiri aðstoð frá félögum sínum. Með sigrinum dýpkar enn holan sem Hattar-menn hafa komið sér í og fall í fyrstu deild blasir við liðinu. Snæfellingar hafa hinsvegar komið sér þægilega langt frá fallbaráttunni og eru vafalaust farnir að láta sig dreyma um úrslitakeppni í vor. Viðtöl væntanleg innan skamms. Það er hægt að sjá textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum hér fyrir neðan.Textalýsing: Snæfell - HötturIngi þjálfari Snæfells: Tek glaður þessi sigurtár Ingi fékk hitakrem í augað undir lok leiksins og felldi því tár í viðtali við undirritaðan. "Ég skal samt alveg taka þessu sem sigurtárum. Ég er gjörsamlega búinn á því." sagði Ingi kófsveittur og örmagna að leik loknum. "Við vorum komnir með þægilega stöðu, 13-14 stiga forystu, en þá var okkur bara fyrirmunað að stíga menn út og þeir fengu 15 stig úr sóknarfráköstum. Og alltaf var Tobin Carberry opin, ég var mjög ósáttur við það. En ég var ánægður með Akureyringinn og New York búann (innskot: Stefán Karel og Sherrod Wright) sem lokuðu á Tobin í lokasókninni hjá þeim sem tryggði okkur sigurinn." Á mikilvægum augnablikum komu varamenn Snæfells til bjargar og má með sanni segja að þeir hafi verið munurinn á liðunum í kvöld. "Við fengum frábært framlag af bekknum. Birkir kom inn og setti þrist enda deadly skytta, Jón Páll kom sterkur líka eftir meiðsli og ég er stoltur af þessum mönnum sem komu inn og mér fannst bekkurinn okkar gera gæfumuninn í kvöld. Svo var mjög ánægjulegt að sjá Sigga Þorvalds aftur sem þann Sigga Þorvalds sem við þekkjum. " En eru Snæfellingar sloppnir við fallið eftir þennan sigur? "Þetta var þeirra síðasta tækifæri til að soga okkur niður í fallbaráttuna en við tókum stórt skref í hina áttina, að sækja á úrslitakeppnina. Ég held að við séum 3-4 sigrum frá því að komast þangað og við eigum nokkra heimaleiki eftir." sagði Ingi að lokum.Viðar: Óþolandi helvítis, helvíti. Viðar þjálfari Hattar var ekki upplitsdjarfur í leiks lok eftir að hafa tapað með minnsta mun. "Já já, þetta er bara eins tæpt og það verður og það ekki í fyrsta skipti. Óþolandi helvítis, helvíti." "Mér fannst við bara ekkert leggja á okkur né fara eftir upplegginu hvorki varnarlega né sóknarlega. Við gerðum bara smábarnamistök í vörninni og þá fer þetta svona. Við ætluðum að byggja á síðustu tveimur leikjum sem við spiluðum vel en Snæfellsliðið spilaði vel og þeir kláruðu þetta bara, en við gáfum þeim líka færi á því." sagði Viðar hundfúll. Með tapinu færast Hattar menn fjær og fjær því að spila í efstu deild, er Viðar búinn að gefast upp í fallbaráttunni? "Þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara að minnsta kosti. Við höfum ekkert verið að glápa á töfluna núna eftir áramót og pæla eitthvað í þvi. Við ætluðum bara að vinna í okkar leik og gera betur og betur, þetta var að þróast ágætlega en svo kemur þetta og við fórum ekki eftir neinu sem upp var lagt." Höttur fékk færi á að vinna leikinn í lokasókninni en mistókst ætlunarverkið. "Við ætluðum að hlaupa pick n roll á toppinn með Tobin og Mirko en við fórum illa að ráði okkar og þeir náðu að loka á okkur og við fórum í vont skot. Ég hef það samt á tilfinningunni að þessi leikur hefði ekki átt að koma niður á lokasókninni eins og svo margir aðrir í vetur. En við erum ekki nógu snjallir og erum ennþá að læra." sagði Viðar að lokum á leið í langt ferðalag aftur austur á Egilsstaði.Siggi Þorvalds: Tileinka yfirmanni mínum að austan sigurinn Sigurður Þorvaldsson var einn af betri mönnum Snæfells í sigrinum í kvöld og var að vonum ánægður í leikslok. "Hörkuleikur, þeir hafa verið mjög góðir eftir áramót og við lentum líka í hörkuleik við þá í fyrri umferðinni. Ég held að það sé samt enginn glaðari en yfirmaður minn sem er að austan, þessi sigur er tileinkaður henni." sagði Sigurður kaldhæðinn eftir leik. Sigurður hefur glímt við meiðsli í kálfa á tímabilinu en virðist vera að hrista þau meiðsli af sér. "Ég er allur að verða betri. Jólafríið kom á frábærum tíma fyrir mig og ég hef náð að æfa núna eftir áramót, sem ég gerði ekkert af fyrir jól." Eru Snæfellingar lausir við falldrauginn eftir þennan sigur, hvert stefna Hólmarar nú? "Við viljum bara halda okkur uppi í deildinni, erum ekkert að fara fram úr okkur með það. En ef við komumst á smá skrið þá er stutt á milli og aldrei að vita." sagði Sigurður að lokum.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira